Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 38
FÓLK|BARNAHEILL Starfsmenn og dvalargestir á Hrafnistu í Reykjavík eru þessar vikurnar að prjóna saman tvær fallegar jólapeysur. Markmið er að halda uppboð á þeim fljótlega og gefa and- virðið til Barnaheilla. Sigurbjörg Hannesdóttir, deildarstjóri iðjuþjálfunar hjá Hrafnistu í Reykja- vík, segir hópinn hafa áður tekið þátt í ýmsum samvinnuverkefnum undanfarin ár en þetta sé í fyrsta skiptið sem þau vinna fyrir Barnaheill. „Hugmyndin varð til í starfsmannahópnum yfir hádegismatnum fyrir nokkrum vikum. Ein hafði lesið auglýsingu á netinu og annarri datt í hug að vinna svona verkefni á Hrafnistu. Svo fæddist hugmyndin um uppboð sem færi fram á Skálafelli, nýja matsalnum hér á Hrafnistu í Reykjavík. Fyrst ætluðum við að gera eina peysu en svo langaði okkur að gera tvær stærðir, eina rauða og eina græna.“ MARGIR HJÁLPAST AÐ Fjöldi starfsmanna og dvalargesta kemur að vinnunni að sögn Sigurbjargar. Starfsmenn hengdu upp auglýsingu innanhúss og sendu einnig á póstlista Hrafnistu. Öllum var boðið að vera með í verkefninu; starfsmönnum, dvalar- gestum og ættingjum. „Dvalargestir og starfs- menn hafa verið sérstaklega duglegir undanfarn- ar tvær vikur en við starfsmenn höldum þó utan um verkefnið. Báðar peysurnar eru prjónaðar samtímis ásamt fjórum ermum. Allir sem koma að prjónaskapnum skrá nafn sitt á lista sem fylgir hvorri peysu. Þannig fær sá sem býður hæst í viðkomandi peysu nafnalistann með og getur séð hverjir tóku þátt í gerð hennar sem er virkilega skemmtilegt.“ Áætluð verklok eru í næstu viku. Upphaflega var stefnt á næstu helgi en vegna jólabasars og undirbúnings í tengslum við hann hefur prjóna- skapurinn tafist lítillega. „Við stefnum þá bara á næstu viku og þá taka prjónamaskínurnar í hópnum við. Þegar við sjáum fram á verklok byrjum við að skipuleggja uppboðið sem verður vonandi sem fyrst enda styttist í jólin. Við ætlum að auglýsa það vel og draumurinn er að fá upp- boðsstjóra og gera þetta svolítið flott. Auðvitað rennum við svolítið blint í sjóinn varðandi upp- hæðina en að sjálfsögðu vonumst við eftir góðum viðbrögðum þannig að Barnaheill njóti vel.“ Ef uppboðið gengur vel eru góðar líkur á að verk- efnið verði endurtekið á næsta ári enda segir Sigurbjörg að það sé góður vettvangur fyrir dvalargesti, starfsmenn og ættingja til að sýna samstöðu og láta um leið gott af sér leiða. MIKIL PRJÓNAHEFÐ Sjálf segist Sigurbjörg ekki vera mikil prjónakona. Þegar hún hóf störf á Hrafnistu fyrir tíu árum hafi hún þó smitast af dvalargestum sem prjónuðu mik- ið. „Þá byrjaði ég að prjóna á fullu en gekk illa að klára. Núorðið kaupi ég frekar af heimilisfólkinu hér enda er mikil prjónahefð á Hrafnistu. Hér áður fyrr var mjög mikið prjónað hér fyrir hver jól og voru hér sokkar, vettlingar og treflar í kassavís. Nú eru dvalargestir eldri og verkefnin hafa breyst en engu að síður er enn þá mikið prjónað hér.“ KYNSLÓÐIR PRJÓNA JÓLAPEYSUR BARNAHEILL KYNNIR Tvær fallegar jólapeysur eru prjónaðar þessa dagana á Hrafnistu í Reykjavík. Þær verða báðar boðnar upp á uppboði í næstu viku og rennur andvirðið til Barnaheilla. Mikil prjónahefð ríkir á Hrafnistu. Dvalargestir og starfsmenn Hrafnistu í Reykjavík prjóna jólapeysur þessa dagana sem á að selja á uppboði til styrktar Barnaheillum. MYND/DANÍEL Jólabasar Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 30. nóvember kl. 13-16, mánudaginn 2. des- ember kl. 9-16. Hægt verður að skoða jólapeysurnar og taka í prjónana og taka þannig þátt í verkefninu. Einnig er fallegt handverk heimilismanna og jólavörur til sölu á góðu verði. Bryndís Björk Arnardóttir prjónaði vægast sagt hressilegar jólapeysur á sig og kærastann, Árna Grétarsson, í fyrra. Þegar Barnaheill – Save the Children á Íslandi hóf fjáröflunarátakið Jólapeysan var hún ekki lengi að skrá sig til leiks. „Fyrst ég átti þetta til mátti ég til með að flagga þessu,“ segir Bryndís. Vinahópur þeirra hjóna heldur árlegt jólapartí og þótti þeim voða fyndið að koma vinunum á óvart og mæta í jólapeysum. „Ég tók mig til og prjónaði ein- litar peysur. Ég saumaði svo í þær alls kyns myndir og skreytti með tölum, böndum og öðru glingri.“ Þegar kom að partíinu var Bryndís í útlöndum svo Árni fór einn síns liðs. Peysan vakti að vonum mikla lukku og á leið sinni um miðbæinn um kvöldið var hann stöðvaður í öðru hverju skrefi. „Fólk vildi fá myndir af sér með honum og klappa hreindýr- inu sem er á bakinu en það gerði ég úr ekta lamba- skinni.“ Bryndís og Árni létu svo mynda sig í peysunum og sendu vinum og vandamönnum stórskemmti- leg jólakort. „Bróðir minn býr í Noregi og á norska konu. Hún vissi ekki alveg hvað hún átti að halda og hélt jafnvel að við værum alltaf svona,“ segir Bryn- dís og hlær. Hún segir það hafa tekið þrjá mánuði að búa peysurnar til. „Ég bý að því að hafa verið í Hús- mæðraskólanum og kann því til verka. Ég var þó óvenjulengi enda nýorðin ólétt og ekki alveg með sjálfri mér.“ Bryndís er nú heima í fæðingarorlofi með dóttur sína Ingibjörgu Evu en skyldi hún hafa fengið jólapeysu? „Hún á reyndar eina sem hún fékk að gjöf. Ég ákvað því að prjóna handa henni jóla- kerrupoka og er hann í vinnslu.“ Hægt er að heita á þau hjónin á slóðinni www.jolapeysan.is undir Bryndís og Árni. Þar er að finna alls kyns skrautlegar jólapeysur. „Það eru þó ekki margar heimagerðar og hljótum við að fá prik fyrir það,“ segir Bryndís. MEÐ SKRAUTLEGASTA MÓTI BARNAHEILL KYNNIR Bryndís Björk Árnadóttir útbjó stórskemmtilegar jólapeysur á sig og kærastann í fyrra. Þegar Barnaheill – Save the Children á Íslandi hleypti af stokkunum fjáröflunarátakinu Jólapeysan ákvað hún samstundis að taka þátt. TÓKU HUGMYNDINA ALLA LEIÐ Hjónin gengu alla leið og sendu ættingjum og vinum jólakort af sér í peys- unum. KLAPP Á BAKIÐ Hreindýrapeysa Árna vakti sérstaka lukku en hreindýrið á bakinu er úr ekta skinni. JÓLASVEINAR, SNJÓKARLAR OG JÓLAPAKKAR Bryndís gekk í Húsmæðraskól- ann. Þekkingin sem hún öðlaðist þar nýttist henni vel við peysugerðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.