Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 60
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48 „Ef svo ólíklega vill til að þessi mistök verða ekki leiðrétt í ann- arri umræðu um fjárlögin nú í byrjun desember, sé ég ekki að við höfum margt í stöðunni annað en að fara að ráði frænda okkar í Noregi. Þeir mótmæltu harðlega fyrir utan þinghúsið í Ósló í síð- ustu viku vegna niðurskurðar á þeim bænum. Ég geri ráð fyrir að listamenn landsins eigi enn nóg af pottum og pönnum, sjálf á ég eina undna pönnu sem yrði fín,“ segir Hrafnhildur Sigurðardóttir, for- maður Sambands íslenskra mynd- listarmanna. Hrafnhildur bendir á að mál- flutningur forsætisráðherra um síðustu helgi sé ótrúlegur. Hann segi að það sé raunar ekki hægt að tala um að það sé verið að skera niður á sviðum þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að skera niður að undanförnu. Og hann nefnir sem dæmi rannsóknir, kvikmynda- gerð og skapandi greinar. „Hvern- ig hann fær það út er bara lygileg sögufölsun þar sem hann eignar sér hækkanir til skapandi greina frá síðustu stjórn,“ segir Hrafn- hildur. Mennta- og menningarráðuneyti hóf gerð myndlistarlaga árið 2007 og áttu þau að líta dagsins ljós árið 2008. Þá héldu sömu stjórnmála- flokkar um stjórnartaumana og nú. Stjórn SÍM hafði sem hagsmuna- aðili sent inn athugasemdir við lögin það ár, en vinna við lagasmíð- ina var sett á ís við fjármálahrunið það haust, enda óljóst hvort hægt væri að fjármagna myndlistarráð og sjóð því tengdan. Grundvöllur- inn var því brostinn fyrir starfsem- inni, að sögn Hrafnhildar. Þetta ferli hafi síðan verið tekið upp að nýju í ársbyrjun 2012 og lögin staðfest á Alþingi um sumarið. „Það eru því vond skilaboð til myndlistarmanna í landinu, sem hafa beðið hvað lengst allra list- greina eftir slíkum sjóði, að þetta hafi eiginlega bara verið allt í plati.“ Alger niðurskurður á þess- um sjóði sem nú blasir við, úr 45 milljónum króna í núll, er reið- arslag, segir Hrafnhildur, enda voru væntingar myndlistarmanna miklar með tilkomu nýju laganna. Hér var loks kominn sjóður sem gæti aukið líkur listamanna á að fá styrki frá útlöndum, styrki sem krefjast mótframlags, bætir hún við. Stjórn SÍM hefur í samvinnu við Listfræðafélag Íslands og sem aðildarfélag Bandalags íslenskra listamanna sent bæði fjárlaga- nefnd Alþingis og mennta- og menningarráðherra bréf þar sem sjónarmið þeirra eru skýrð og bent á þessi mistök sem orðið hafa við fjárlagagerðina. Óskað hefur verið eftir fundi til að fylgja þess- um erindum eftir. olof@frettabladid.is Listamenn eiga nóg af pottum og pönnum Hrafnhildur Sigurðardóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, bendir á að málfl utningur forsætisráðherra síðustu helgi, um að ekki sé hægt að tala um niðurskurð til skapandi greina, sé hreinlega lygileg sögufölsun. REIÐARSLAG Hrafnhildur segir algeran niðurskurð á myndlistarsjóði, úr 45 millj- ónum í núll, reiðarslag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hvernig hann fær það út er bara lygileg sögufölsun þar sem hann eignar sér hækkanir til skapandi greina frá síðustu stjórn. Hrafnhildur Sigurðardóttir Skraflþyrstir Íslendingar geta nú svalað þorsta sínum á netinu, en Skraflfélag Íslands hefur opnað vefsvæði þar sem hægt er að spila leikinn vinsæla á íslensku. Sigrún Helga Lund, einn af með- limum Skraflfélagsins, segir aðdraganda útgáfu netleiksins stuttan. „Norska skraflkempan Taral Seierstad kom hingað til lands í tengslum við Íslandsmótið í skrafli fyrr í mánuðinum. Við komumst að því að hann hafði forritað netútgáfu skrafls á norsku. Við fengum hann til þess að nota norska gagnagrunninn og setja inn íslenskuna í staðinn,“ segir Sigrún. Oft er talað um að íslenskan sé flókið mál og fjöldi orða og orðmynda í skraflinu rennir stoðum undir þær tilgátur. „Taral hélt að við hefðum gert einhver mistök, því hann fékk 2,2 milljónir orða og orðmynda. Til samanburðar eru þær þrjú hundruð þúsund í ensku og fjög- ur hundruð þúsund í norsku,“ útskýrir Sigrún. Skraflfélagið fékk að notast við gagnagrunn Stofnunar Árna Magnússonar. „Kristín Bjarnadóttir ritstjóri Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls, var okkur innan handar. Þaðan fengum við stór- an hluta orða og orðmynda sem við þurftum í netleikinn, en við þurfum að bæta við óbeygjanleg- um orðum,“ segir Sigrún. Skraflfélag Íslands er vax- andi samtök og hittast meðlimir reglulega. „Við hittumst fyrsta miðvikudag hvers mánaðar á Café Haítí klukkan 20. Næsti hittingur er einmitt næsta mið- vikudag og eru allir velkomnir,“ segir Sigrún. Hægt er að spila netútgáfu skraflsins á slóðinni ordaleikur.appspot.com. - kak Skrafl þyrstir Íslendingar fagna Íslensk útgáfa af skrafl i er nú aðgengileg á netinu. Notaður er gagnagrunnur frá norskri skrafl kempu. Orð og orðmyndir eru sjö sinnum fl eiri en í ensku. ÁNÆGÐ MEÐ SKRAFLIÐ Sigrún Helga Lund er ánægð með netútgáfu Skraflsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Það skemmtilegasta við að gefa út spilið eru viðbrögðin sem við höfum fengið við því og að vita til þess að vinahópar og fjölskyldur séu að skemmta sér konunglega í Fíaskó,“ segir Sigurjón Jónsson, einn útgefenda orðskýringa- og lát- bragðsspilsins Fíaskó. Spilið kom fyrst út árið 2011 og seldist upp. „Við ákváðum að gefa spilið út aftur vegna vinsælda fyrra spilsins. Spilið hefur verið upp- fært, nú er það fjórar umferðir í stað þriggja. Búið er að bæta við flokkum og spurningum og ýmsu fleira,“ útskýrir Sigurjón. Þrír æskuvinir standa að útgáf- unni. „Við erum bara með þetta í bílskúrnum heima hjá okkur. Við lukum allir námi í viðskipta- fræði árið 2008 og fengum þessa hugmynd, að gefa út borðspil. Við létum verða af því árið 2011 og lentum heldur betur í samkeppni. Mörg góð spil komu út það ár, en okkar seldist upp og gekk gríðar- lega vel,“ segir Sigurjón. Spilið er komið í verslanir og hefur fengið góðar viðtökur, til dæmis hæstu einkunn frá vefsíðunni Nörd Norð- ursins. - kak Fíaskó í bílskúrnum Ný útgáfa borðspilsins Fíaskó er komin í verslanir. Fyrri seldist upp árið 2011. Þrír vinir gefa spilið út. BÍLSKÚRSFJÖR Haraldur Guðmundsson og Sigurjón gefa borðspilið út ásamt Ágústi Þór Ágústssyni sem vantar á myndina. „Þetta diskasafn er mitt innlegg í umræðuna um ólöglegt niður- hal,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson en hann hefur nú gefið út sex diska safn. Þetta eru allt diskar sem hann hefur gefið út sjálfur hjá fyrir- tæki sínu, POP, sem hann stofn- aði árið 1995. „Ég hef heyrt ágæta lausn við niðurhalinu. Gerið gott efni, gerið efnið aðgengilegt á internetinu, á öllum litakerfum og formum, sam- dægurs út um allan heim. Síðast er, bjóðið upp á efnið á sanngjörnu verði,“ útskýrir Páll Óskar. „Ég býð þrjá diska á verði eins og sex diska á verði tveggja, mér finnst það vera sanngjarnt. Fólk gefur heldur ekki niðurhlaðna tónlist í jólagjöf, geisladiskar og vínyl plötur eru hins vegar virki- lega falleg í jólapakkann.“ Páll Óskar segist ekki hafa horft á sjónvarp í tólf ár en ef út komi sjónvarpssería sem hann heillast af, kaupi hann hana á DVD og horfi á hana alla í einu. „Ég hala ekki niður þætti ólöglega á netinu og svo hef ég ekki þolinmæði til að bíða eftir næsta þætti í viku. Það þýðir líka ekkert að svæðis- skipta t.d. Bluray- eða DVD-disk- um, þar sem internetið og heimur- inn allur er í raun nú þegar orðinn eitt stórt svæði. Eina vesenið við þessa draumsýn eru höfundarrétt- urinn.“ Páll Óskar stefnir á að gefa út nýtt efni á næsta ári og gerir ráð fyrir að fyrsta lagið fari í spilun í janúar. - glp Palli svarar ólöglegu umræðunni Páll Óskar gefur út diskasafn sem er innlegg hans í umræðuna um ólöglegt niðurhal. TEKUR TIL MÁLS Páll Óskar Hjálmtýs- son segir diskasafn sitt vera innlegg í umræðuna um ólöglegt niðurhal. MYND/EINKASAFN „Það leggst gríðarlega vel í mig. Ég flutti fjölskylduna fyrir ári, er búinn að vera þriðjung af tíma mínum í Stokkhólmi og nú stíg ég skrefið til fulls,“ segir Kjartan Þór Þórðarson, nýr framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Sagafilm í Svíþjóð. Sagafilm ætlar að opna skrifstofu í Stokkhólmi í Svíþjóð á næsta ári og mun Kjartan form- lega hefja störf 1. janúar. „Ég hefst strax handa við að styðja við þau verkefni sem eru í gangi erlendis. Við erum að þróa þrjú verkefni fyrir sænska mark- aðinn, tvö í Finnlandi, eitt í Nor- egi og eitt í Danmörku,“ segir Kjartan. Hann segir þetta skref vera afrakstur tveggja ára vinnu. „Þetta er í raun eina leiðin til þess að halda úti kvikmyndaiðnaði: Að leita út. Sextíu prósent af tekjum Sagafilm eru fengin erlendis, iðn- aðurinn stendur ekki undir sér öðru vísi en að við leitum eftir erlendri fjárfestingu. Við höfum unnið að þessu í tvö ár, eða allt frá því að ákveðið var að skilgreina Sagafilm sem framleiðslufyrir- tæki á Evrópumarkaði.“ Ragnar Agnarsson tekur við starfi Kjartans en hann hefur starfað sem stjórnarformaður Sagafilm undanfarin sjö ár. Guðný Guðjónsdóttir tekur við starfi Ragnars en hún hefur verið fjár- málastjóri. - kak Sagafi lm til Svíþjóðar Sagafi lm herjar á Evrópumarkað og er með mörg járn í eldinum. Kjartan Þórðarson stýrir útrásinni. Á LEIÐ TIL SVÍÞJÓÐAR Kjartan Þór Þórðarson er spenntur fyrir Svíþjóðarför.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.