Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 28. nóvember 2013 | SKOÐUN | 25 Það er miður að enn skuli vera efnt til pólitískra ofsókna á Alþingi. Allmarg- ir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt fram tillögu um skipan sérstakr- ar rannsóknarnefndar. Athuga á störf ráðherra og embættismanna sem komu að samningaviðræðum við bresk og hollensk stjórn- völd vegna Icesave. Hér er augljóslega verið að hefna Landsdómsréttarhaldanna yfir Geir Haarde og spjótunum beint að Steingrími J. Sigfússyni og Svavari Gestssyni. Íslensk stjórnmál setja verulega ofan við þennan tillögu- flutning og var ekki á það bætandi eftir þær pólitísku ofsóknir sem landsmenn máttu fylgjast með í sölum Alþingis á síðasta kjörtíma- bili. Þessi hefndarleiðangur mun ekki skila neinum gagni en mörg- um ógagni, helst Alþingi sjálfu. Sér- hver ráðherra og embættismaður sem komið hefur að viðræðum og samningum vegna Icesave-máls- ins frá upphafi hefur unnið sitt verk samkvæmt bestu vitund og með almannahag að leiðarljósi. Það er ómaklegt að halda öðru fram. Það er skiljanlegt að eftir stór- áföll eins og fall bankakerfisins verði menn nokkuð ráðvilltir á stjórnmálasviðinu. En það fráleit- asta var að alþingismenn stæðu sjálfir í hlutverki ákæruvaldsins og beittu því gegn pólitískum sam- herjum og andstæðingum. Eðlilegt framhald af skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis, sem taldi að þrír ráðherrar hefðu sýnt af sér van- rækslu í störfum sínum, var að fela óvilhöllum aðilum rannsókn og eftir atvikum ákæruvald. Það var ekki gert og illt var gert verra með tillögu um ákæru á hendur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrr- verandi utanríkisráðherra og oddvita Samfylkingar- innar. Þar var gengið gegn áliti rannsóknarnefndar- innar sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess fjalla um hennar störf, þar sem utanríkisráðuneytið fór ekki með nein þau mál sem snertu efnahagsmál. Hún gæti ekki sem utanríkisráðherra hafa brot- ið eða vanrækt nein lagaákvæði. Benti rannsóknarnefndin á að þátt- ur hennar einskorðaðist við stöðu hennar sem pólitískur oddviti Sam- fylkingarinnar (7. bindi, bls 291). Uppgjör á pólitískum vettvangi Pólitískt hlutverk er án nokkurrar lagalegrar stöðu og uppgjör við þau störf fara aðeins fram á pólitískum vettvangi, svo sem innan flokks og í almennum þingkosningum. Ráð- herrar fara almennt einir með vald yfir sínum málaflokkum og heyra ekki undir aðra ráðherra, hvað þá oddvita stjórnmálaflokka. Hins vegar hafa formenn stjórnarflokka hverju sinni lengi haft tilhneig- ingu til þess að halda sem flestum þráðum í sinni hendi og hafa viljað stjórna öðrum ráðherrum. Slík þróun nær því aðeins fram að ganga að ráðherrarnir og þingmenn samþykki og framkvæmi í störf- um sínum annarra vilja. En þeirra verður alltaf lagalega ábyrgðin að lokum, en ekki pólitísku oddvitanna. Stjórnskipan landsins er skynsam- leg og skýr og engin ástæða til þess að breyta henni. Vandinn liggur í undirgefnum þingmönnum sem afhenda formönnum í stjórnmála- flokkunum meiri áhrif en stjórnar- skráin mælir fyrir um. Aðförin að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur er einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu. Þrátt fyrir að hún axlaði strax pólitíska ábyrgð og steig af stjórnmálasviðinu var reynt að draga hana fyrir Lands- dóm sem átti að breytast í póli- tískan Hæstarétt og úrskurða um störf formanns Samfylkingarinnar. Ákærur á hendur öðrum fyrrver- andi ráðherrum beindust að van- rækslu á störfum þeirra sem ráð- herra og meint brot á lagalegum skyldum, en ekki að pólitísku hlut- verki þeirra. Of margir þingmenn í of mörg- um flokkum reyndust ekki valda ábyrgð sinni og blönduðu saman pólitísku hlutverki og opinberum skyldum ráðherra. Eflaust voru ástæður þeirra margvíslegar og sumar jafnvel settar fram í góðri trú. En það sama má segja um galdrabrennur 17. aldarinnar. Hver svo sem rökin hafa verið þá verð- ur niðurstaðan alltaf sú sama, að fyrrverandi formaður Samfylking- arinnar sætti grófum pólitískum ofsóknum. Sjálfstæðismenn stóðu þá gegn skrípaleik pólitískra rétt- arhalda og tillagan var að lokum felld. Þeir munu gera sjálfum sér og íslenskum stjórnmálum mest gagn með því að forðast sömu mis- tök og fyrrverandi stjórnarflokkar bera ábyrgð á. Pólitískar ofsóknir á Alþingi Hér og nú höfum við mikil tækifæri til að vinna að bættri lýðheilsu. Margt fólk er að forgangsraða á annan hátt og sjá meiri verðmæti í mörgu því sem áður var talið lítilsvert, á sama tíma og það horfir til nýrra lífsgilda. Þegar fólk lendir í háska fær það oft aðra sýn á tilveruna. Á þjóðfundinum 2009 og 2010 vildi fólk sjá heiðar- leika, jafnrétti, virðingu, réttlæti, kærleika, ábyrgð, sjálfbærni, lýðræði, jöfnuð og traust, ásamt menntun, öryggi og mannréttindum. Markaðshyggjan og kapítal- isminn sem höfðu verið allsráð- andi árin fyrir „hrun“ hafa skað- að samfélagið. Þessi markaðsöfl hafa á margan hátt verið orsök sundrungar og aukið á misrétti á milli einstaklinga. Gildin sem lýðheilsufræðin leggur áherslu á eru: jafnrétti, jafnræði, samskipti og samvinna. Virðing, ábyrgð og efndir eru mikilvæg núna á þess- um umbrotatíma hér á Íslandi. ■ „Bætt lýðheilsa og forvarna- starf verður meðal forgangsverk- efna ríkisstjórnarinnar.“ ■ „Ísland á að vera fjölskyldu- vænt land þar sem börn búa við öryggi og jöfn tækifæri og njóta lögvarinna réttinda líkt og aðrir þjóðfélagsþegnar.“ ■ „Ríkisstjórnin mun vinna að því að Ísland verði í fararbroddi í umhverfismálum og öðrum þjóð- um fyrirmynd á sviði umhverfis- verndar.“ ■ „Heimilin eru undirstaða og drifkraftur þjóðfélagsins.“ Ríkisstjórnin leggur áherslu á að efla menntakerfið og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Allt þetta er ritað í stjórnarsáttmála núver- andi ríkisstjórnar. Þessu ber að fagna því þarna er komið inn á mikilvæga þætti lýðheilsu. En eitt er að skrásetja og annað er að efna. Þegar við tölum um lýð- heilsu erum við að tala um and- legt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði þjóðar eða þjóðfélags- hópa þar sem allir eru í ábyrgð að stuðla að heilbrigði. En upp- straumsþættir sem eru leiðandi og áhrifamestir í lýðheilsu eru stefnumótun og aðgerðir ríkis- tjórnar Íslands. Ríkisstjórn- in er í miklu ábyrgðarhlutverki varðandi stefnumótun og efndir. Stefnumótun sem varðar mála- flokka eins og hnattræn mál, vel- ferð, heilsu, húsnæði, samgöngur, skatta, menntun og atvinnu. Aðil- ar hennar vissu hvernig staðan var í fjármálum ríkisins þegar stjórnarsáttmálinn var settur fram þannig að þeir ættu ekki að afsaka sig með því að þeir geti ekki framkvæmt loforðin vegna fjárskorts. Spurning er hvað er aðalatriði, hvernig ætlar hún að forgangsraða? Aðgerðir ríkis- stjórnar hverju sinni er það sem skiptir máli þegar byggja á upp samfélag sem er lífvænlegt sam- félag allra þegnanna sem á land- inu búa. Nú er komið að því að ríkistjórn Íslands standi við lof- orð sín. Tækifæri í lýðheilsu og ábyrgð ríkisstjórnar Íslands Árið 1896 féll dómur í Hæstarétti Bandaríkj- anna í málinu Plessy gegn Ferguson, sem er eitt af þekktustu málum bandarískrar lögfræði- sögu. Ekki síður þekkt er sú hugmynd sem birt- ist í dómnum og hlaut nafngiftina „separate but equal“, en það gæti á íslensku útlagst sem „aðskilin en jöfn“. Hér er vísað í þá niðurstöðu réttar- ins að í lagi sé að skilja að fólk eftir kynþætti, að því tilskildu að aðbúnaður beggja sé jafn. Þetta voru lög í landinu í rúma hálfa öld, þar til þeim var hnekkt í málinu Brown gegn Board of Education árið 1954, sem er ekki síður þekkt en Plessy, enda er síðari úrskurðurinn grundvallar- atriði í bandarískum rétti fram á þennan dag. Í honum er því lýst yfir að aðskilnaður á grundvelli kynþáttar feli sjálfkrafa í sér ólögmæta mismunun. Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hélt nýlega ræðu á kirkjuþingi, þar sem hún talaði um andstöðuna við trúboð ríkiskirkjunnar í grunnskólum, og hélt því m.a. fram að andstæðingarnir vildu „forða börnunum okkar frá boð- skap um … kærleika“. Sóðalegar dylgjur af þessu tagi, sem eru í raun hrein lygi, hefðu í flestum nágrannalöndum okkar trú- lega leitt til þess að ráðherrann hefði þurft að biðjast afsökunar á orðum sínum, eða segja af sér. Svo er ekki á Íslandi, enda ríkja þar óþroskaðar hugmyndir um siðferði og ábyrgð stjórnmála- fólks. Fáum hefði brugðið ef ritstjóri Fréttablaðs- ins, Ólafur Stephensen, hefði bent kurteislega á að rakalausar svívirðingar af þessu tagi væru hvorki sæm- andi ráðherra né líklegar til að vinna fylgi þeirri ríkiskirkju sem hann styður greinilega, miðað við fyrri skrif hans. Hann kaus í staðinn að verja, í nýleg- um leiðara, framgöngu Hönnu Birnu, og reyndi að breiða yfir ofstækið sem felst í staðhæfing- um hennar. Ólafur virðist vera á þeirri skoðun að nóg sé „að tryggja að börn foreldra sem aðhyllast önnur trúarbrögð eða engin þyrftu ekki að taka þátt í hefðum eða athöfnum sem væru þeim á móti skapi“ og á þar við athafnir í skólum sem tengjast boðskap ríkiskirkjunnar. Það eru næstum sextíu ár síðan hæstiréttur Bandaríkj- anna kvað upp úr um að aðskiln- aður á grundvelli kynþátta bryti gegn þeim mannréttind- um sem bandaríska stjórnar- skráin tryggði borgurum lands- ins, af því að slíkur aðskilnaður fæli sjálfkrafa í sér misrétti. Innanríkisráðherra, og ritstjóri Fréttablaðsins, telja hins vegar, enn þann dag í dag, í lagi að börn séu aðskilin í skólastarfi, á grundvelli lífsskoðana foreldra þeirra. Að mismuna börnum STJÓRNMÁL Kristinn H. Gunnarsson fv. alþingismaður ➜ Of margir þingmenn í of mörgum fl okkum reyndust ekki valda ábyrgð sinni og blönduðu saman pólitísku hlutverki og opinberum skyldum ráðherra.SAMFÉLAG Gyða Ölvisdóttir lýðheilsu- og geðhjúkrunar- fræðingur ➜ Aðgerðir ríkis- stjórnar hverju sinni er það sem skiptir máli þegar byggja á upp samfélag sem er lífvænlegt samfélag allra þegnanna sem á landinu búa. Nú er komið að því að ríkis- stjórn Íslands standi við loforð sín. SAMFÉLAG Einar Steingrímsson stærðfræðingur ➜ Svo er ekki á Íslandi, enda ríkja þar óþroskaðar hug- myndir um siðferði og ábyrgð stjórn- málafólks. Mannréttindi hversdagsins föstudaginn 29. nóvember kl. 13.00 – 16.30 á Grand Hóteli Dagskrá: 13.00 – 13.10 Setning: Ellen J. Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) 13.10 – 13.30 Rétturinn til fjölskyldulífs: Brynhildur Flóvenz, dósent í lögfræði 13.30 – 13.50 Foreldrafærni og fötlun: Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í fötlunarfræði 13.50 – 14.00 Lífið með syninum: María Hreiðarsdóttir, reynslusaga móður 14.00 – 14.10 Við vorum alltaf svo fín: Lilja Árnadóttir, reynslusaga dóttur 14.10 – 14.30 Fjölskyldur fatlaðra barna: Snæfríður Þóra Egilson, prófessor í fötlunarfræði 14.30 – 15.00 Kaffihlé 15.00 – 15.20 Aðgengi að og upplifun hreyfihamlaðs fólks af foreldrahlutverkinu: Aðalbjörg Gunnarsóttir, MA í fötlunarfræði 15.20 – 15.40 Reynsla fatlaðra feðra: Karlmennska, fötlun og föðurhlutverkið: Hlín Jóhannesdóttir, MA í fötlunarfræði 15.40 – 15.50 Táknmál er okkar hjartans mál: Arnar Ægisson, reynslusaga föður 15:50 – 16:05 Að vera á einhverfurófi og eignast fjölskyldu: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, reynslusaga eiginkonu og móður 16:05 – 16:30 Fyrirspurnir og umræður Málþingsstjóri: Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður ÖBÍ og Þorbera Fjölnisdóttir ráðgjafi hjá ÖBÍ. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald Síðasti skráningardagur er 27. nóvember Skráning, upplýsingar um túlkun og fleira á vef Öryrkjabandalags Íslands www.obi.is MÁLÞING Fjölskyldulíf og fötlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.