Fréttablaðið - 28.11.2013, Side 62

Fréttablaðið - 28.11.2013, Side 62
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 BAKÞANKAR Bergs Ebba Benediktssonar „Við erum báðir búnir að vinna lengi í tískubransanum og kynnt- umst þegar við vorum báðir að vinna hjá NTC. Við höfðum talað um það í einhvern tíma að stofna okkar eigið merki saman því við höfðum svipaðar hugmyndir um hvað vantaði á markaðinn og hvað væri skemmtilegt að gera. Við ákváðum því fyrr í ár að slá til og stofna Sons.is,“ segir Oddur Sturluson. Hann stofnaði vefversl- unina Sons.is ásamt vini sínum Ólafi Fannari Heimissyni en vef- urinn var opnuð í síðustu viku. „Við seljum okkar eigið merki sem fæst ekki neins staðar ann- ars staðar. Framleiðandi í Banda- ríkjunum hannar vörurnar fyrir okkur og við veljum útlitið í sam- ráði við hann. Viðtökurnar hafa verið mjög jákvæðar og allir sem hafa fengið og séð vörurnar eru mjög ánægðir,“ bætir Oddur við. Nafnið á versluninni vísar til þess sem allir karlmenn eiga sameiginlegt. „Nafnið spratt upp úr samtali sem við áttum um handa hverj- um merkið væri. Þá byrjuðum við að tala um þá staðreynd að allir karlmenn eiga fyrirmyndir sem þeir líta upp til og vilja líkjast. Við erum allir synir.“ Þeir Oddur og Ólafur eru mjög liðlegir þegar kemur að því að panta af síðunni og vilja allt fyrir viðskiptavini sína gera. „Við erum í því að redda mál- unum og bjóða upp á sem besta þjónustu. Viðskiptavinir panta vöru á vefsíðunni og fá hana senda daginn eftir. Ef einhver er hins vegar óviss um einhverja vöru eða vill fá hana fyrr er lítið mál að senda okkur skilaboð og við reddum því.“ Vinirnir hafa í hyggju að breikka vöruúrvalið en sem stendur selja þeir bindi, slaufur og vasaklúta. En er ekkert erfitt að vinna með vini sínum? „Satt best að segja er rosalega þægilegt að vinna með honum Óla. Við erum svo góðir vinir að það er lítið mál að ræða saman og komast að niðurstöðu ef við erum ósammála.“ liljakatrin@frettabladid.is Við erum allir synir Vinirnir Ólafur og Oddur opnuðu vefverslunina Sons.is og selja klassískar vörur. NÓG AÐ GERA Ólafur er viðskiptafræðingur en Oddur er að klára BA-gráðu í mannfræði. Eftir áramót byrjar hann i meistara- námi í stjórnun og stefnumótun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við seljum okkar eigið merki sem fæst ekki neins staðar annars staðar. Söngkonan Carrie Underwood ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og mun leika Mariu í nýrri sjónvarpsútgáfu af Söngvaseið. Julie Andrews lék sama hlutverk í kvikmyndinni árið 1965 og finnst sumum aðdá- endum Söngvaseiðs Carrie ekki passa í hlutverkið. „Ég fæ haturstíst á borð við „Þú ert ekki Julie Andrews!“ Ég veit að ég er ekki Julie. Eng- inn getur verið það og ég myndi aldrei reyna að vera hún,“ segir Carrie í viðtali við Entertainment Weekly. Ásamt Carrie fara Stephen Moyer og Audra McDonald með hlutverk í söngleiknum sem verður sýndur í beinni útsend- ingu 5. desember á NBC. Fær haturstíst EKKI JULIE ANDREWS Carrie reynir ekki að apa eftir goðsögninni. Leikkonan Jennifer Love Hewitt eignaðist sitt fyrsta barn, fal- lega dóttur, með Brian Halli- say á þriðjudaginn. Ekki er nóg með það heldur létu Jennifer og Brian líka gefa sig saman á laun. „Jennifer Love Hewitt og eig- inmaður hennar, Brian Hallisay, eru í skýjunum yfir fæðingu dóttur sinnar. Autumn James Hallisay fæddist 26. nóvember,“ segir kynningarfulltrúi leikkon- unnar. Jennifer og Brian leika saman í þáttunum Client List og til- kynntu að þau væru trúlofuð í júní síðastliðnum. - lkg Barn og leynibrúðkaup ALLT AÐ GERAST Jennifer er nú móðir og eiginkona. Ágætur maður, á röngum tíma Síðasti föstudagur, 22. nóvember, var frá-bær fyrir menn eins og mig sem lifa á röngu tímaskeiði. Í fyrsta lagi þá eignað- ist heimurinn nýjan heimsmeistara í skák og eyddi ég drjúgum hluta af deginum í að fylgjast með lokaskákinni. Það fyndna er að ég veit lítið um skák og skildi varla hvað var í gangi. Mér fannst bara eins og ég þyrfti að sjá þetta í beinni útsendingu því skákeinvígi eru heillandi enda vitsmuna- legt uppgjör tveggja þjálfaðra huga – eða jafnvel geópólitískt uppgjör tveggja heimsvelda eins og haldið var fram í kalda stríðinu. Ég elska skákeinvígi því mér finnst þau hluti af merkara tíma- bili heimssögunnar, tímabili sem ég lifði ekki en þrái að tengjast. Þess vegna eyddi ég hálfum föstudegin- um í að horfa á tvo menn í jakkaföt- um með sokkin augu sitja í stólum. Á föstudaginn var einnig hálf öld liðin síðan Kennedy Banda- ríkjaforseti var myrtur. Ég er einn af mörgum sem hafa aldrei komist yfir þann atburð, hann hefur dýpri rætur í huga mínum en flest það sem gerst hefur á minni lífstíð. Afmælishelginni eyddi ég í að horfa á JFK eftir Oliver Stone (mynd sem ég sá fyrst tíu ára gamall í Bíóborginni við Snorrabraut og fékk á heilann árin á eftir) og hina nýju Parkland sem fjallar meðal annars um lækna á Parkland Memorial- spítalanum sem tóku á móti Kennedy eftir tilræðið. Þá er ég búinn að lesa um 400 blaðsíður af Warren-skýrslunni og skima að nýju yfir bækurnar Crossfire og Case Closed (sú fyrri er meistaraverk í samsær- iskenningafræðum en sú síðari ein sú besta sem tekur fyrir þær). ÞAÐ sem heillar mig við atburðina 22. nóvember 1963 eru þó ekki samsæris- kenningar heldur fagurfræðin. Sólríkur haustdagur, CIA-menn með hatta og bindi, konur í drögtum, opinn og gljáandi Ford Continental, rauðbirkinn og pabbastráks- greiddur forsetinn með skjannahvítar tenn- ur en sótsvarta bletti á sálinni. Zapruder- myndskeiðið. Skotin þrjú. Hvarf sakleysis, grafið inn í YouTube og komandi kynslóðir að eilífu, endalaus leikvöllur fyrir ágæta menn til að lifa á röngum tíma, láta sig dreyma og þykjast vita eitthvað um atburð sem er löngu liðinn. Það er besti veruleika- flóttinn. Save the Children á Íslandi THE HUNGER GAMES 2 THE HUNGER GAMES 2 LÚXUS THE COUNCELOR THE STARVING GAMES CARRIE CAPTAIN PHILIPS FURÐUFUGLAR 2D TÚRBÓ 2D ÍSL.TAL THE HUNGER GAMES 2 THE FIFTH ESTATE PHILOMENA CAPTAIN PHILIPS ÁM LMHAUS HROSS Í OSS THE HUNGER GAMES 2 THE COUNCELOR FURÐUFUGLAR 3D KL. 4 - 5 - 6 - 8 - 9 - 11 KL. 5 - 8 - 11 KL. 8 - 10.30 KL. 6 KL. 10.45 KL. 8 KL. 3.30 KL. 3.30 KL. 6 - 9 - 10:10 KL. 8 KL. 6 Miðasala á: og KL. 6 - 8 - 9 KL. 10.15 KL. 5.45 - 8 KL. 10.15 KL. 5.45 KL. 6 DR. WHO 50TH ANNIVERSARY SPECIAL PARADÍS: VON “IT COULD BE HIS BEST FILM SO FAR” - THE GUARDIAN THE BROKEN CIRCLE BREAKDOWN BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI TRIBECA 2013 SJÁ SÝNINGATÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas HUNGER GAMES 2 6, 7, 9, 10 PHILOMENA 5:50, 8 CARRIE 10:10 ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK EMPIRE ROLLING STONE GQ DEADLINE HOLLYWOOD ENTERTAINMENT WEEKLY VAR ÍSLENSKUR ÞINGMAÐUR Í INNSTA HRING WIKILEAKS? MÖGNUÐ MYND SEM VAR TEKIN AÐ HLUTA TIL Á ÍSLANDI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.