Fréttablaðið - 12.12.2013, Qupperneq 10
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
INNBROT Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU 2012
Hlutfall í hverjum aldurshópi sem hefur orðið fyrir innbroti
11%
18-25 ÁRA
6%
56-65 ÁRA
2,4%
66-76 ÁRA
6,5%
26-35 ÁRA
9%
36-45 ÁRA
LÖGREGLUMÁL Yngri aldurshóparn-
ir verða frekar fyrir barðinu á inn-
brotsþjófum en þeir sem eldri eru.
Þetta kemur
fram í niður-
stöðum þolenda-
könnunar sem
lögreglustjór-
inn á höfuðborg-
arsvæðinu vann
í samstarfi við
ríkislögreglu-
stjóra. Innbrot
voru sérstak-
lega aðgreind
frá þjófnaði í
könnuninni en lagaleg skilgrein-
ing á innbroti er þegar farið er inn
í lokað rými. Samkvæmt könnun-
inni, sem náði yfir höfuðborgar-
svæðið, hefur verið brotist inn hjá
11 prósentum þeirra sem eru 18-25
ára. Næststærsti hópurinn er á ald-
ursbilinu 36-45 ára en brotist hefur
verið inn hjá níu prósentum þeirra.
Fæstir í elsta aldurshópnum, 66-76
ára, hafa orðið fyrir innbroti eða
um 2,4 prósent.
Einar Ásbjörnsson, lögreglu-
fulltrúi á lögreglustöð fjögur í
Grafarholti, segir innbrot í sér-
býli algengari en innbrot í fjölbýli
og þar sem fólk er lítið heima við.
„Menn fara frekar í einbýli sem eru
í útjaðri hverfa þar sem hægt er að
athafna sig án þess að nágranni sjái
til. Eldra fólk er meira heima við
yfir daginn og jafnvel tveir bílar
á heimilinu, sem þýðir að alltaf er
bíll í innkeyrslunni. Það fælir inn-
brotsþjófa frá. Yngra fólk er frek-
ar í vinnu allan daginn og börnin
í skólanum. Það gæti útskýrt þetta
að einhverju leyti án þess að ég hafi
eitthvað fast í hendi,“ segir Einar.
Erlendis er algengara að brotist
sé inn hjá eldra fólki en því yngra.
Á Íslandi virðist því vera öfugt
farið. „Ungt fólk á Íslandi á mikið
af dýrum tækjum sem ganga kaup-
um og sölum í undirheimum. Stað-
almynd innbrotsþjófs hér á landi
undanfarna áratugi er karlmaður í
neyslu. Það þýðir að skipulagið og
undirbúningur innbrotsins er minni
og frekar tilviljun sem ræður. En
erlendis eru hugsanlega skipulagð-
ari gengi sem gera út á skartgripi
og fara í fínu hverfin.“
Einar segir innbrotshrinuna sem
var á Íslandi í desember í fyrra
vera dæmi um slíka skipulagða
starfsemi. „Það voru útlendingar
sem fóru skipulega í ránsferðir og
þá var einmitt fyrst og fremst stolið
skartgripum. Gullið hefur hækkað
mikið í verði og svo fer líka minna
fyrir því ef menn vilja koma því
úr landi. En það virðist vera meiri
atvinnumennska erlendis en hér
heima. Innbrotum hérlendis hefur
fækkað mjög mikið á þessu ári og
það má þakka sameiginlegu átaki
ákærusviðs og þeirra sem vinna að
rannsókn málanna.“
erlabjorg@frettabladid.is
Frekar brotist
inn hjá yngri
Brotist hefur verið inn hjá 11 prósentum þeirra sem
eru á aldursbilinu 18-25 ára á höfuðborgarsvæðinu en
aðeins hjá 2,4 prósentum þeirra sem eru 66-76 ára.
EINAR
ÁSBJÖRNSSON
VIÐSKIPTI Með undirritun viðmiða
Sameinuðu þjóðanna um sam-
félagsábyrgð (UN Global Compact)
skuldbindur Landsvirkjun sig til
að virða og innleiða tíu reglur um
mannréttindi, vinnurétt, umhverf-
ismál og varnir gegn spillingu.
Fram kemur í tilkynningu
Landsvirkjunar að Global Compact
séu útbreiddustu viðmið um sam-
félagsábyrgð í heiminum. Rúmlega
8.000 fyrirtæki og stofnanir um
allan heim hafi undirritað Global
Compact. - óká
Með í Global Compact:
Innleiða mann-
réttindareglur
DÓMSMÁL Farið er fram á tólf til
átján mánaða óskilorðsbundinn
dóm yfir konu sem er ákærð fyrir
að hafa ekið ölvuð á bíl með þeim
afleiðingum að sautján ára stúlka
sem ók bílnum lét lífið.
Málið var þingfest í Héraðsdómi
Vesturlands í gær. Atvikið átti sér
stað aðfaranótt 6. apríl, skammt
norðan Hvalfjarðarganga.
Ákæran á hendur konunni er
í þremur liðum; manndráp af
gáleysi, ölvunarakstur og önnur
umferðarlagabrot. - hrs
Varð 17 ára stúlku að bana:
Krafist tólf til
átján mánaða
Skagaverk, Akranesi // Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi // Knapinn, Borgarnesi // Blossi, Grundarfirði
K.M Þjónustan, Búðardal // Vélsmiðjan Þristur, Ísafirði // Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga
Vélaval, Varmahlíð // Verslunin Eyri, Sauðárkróki // BYKO, Akureyri // Fákasport, Akureyri // Lífland, Akureyri
Landstólpi, Egilsstöðum // Fóðurblandan, Egilsstöðum // BYKO, Reyðarfirði // G.Skúlason verslun, Neskaupstað
Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri // Víkurskáli, Vík // Fóðurblandan, Hvolsvelli // Dýralæknamiðstöðin, Hellu
Söðlasmíðaverkst., Rauðalæk // Söluskálinn, Landvegamótum // Ásbúðin, Flúðum // Landstólpi, Gunnbjarnarholti
Baldvin og Þorvaldur, Selfossi // BYKO, Selfossi // Fóðurblandan, Selfossi // BYKO, Reykjanesbæ
Dýrabær, Reykjanesbæ // BYKO, Breidd // BYKO, Granda // Dýrabær, Kringlunni // Lífland, Reykjavík
Dýrabær, Smáralind // Hrímfaxi verslun og kerruleiga, Kópavogi // Top Reiter, Kópavogi
Eftirfarandi aðilar koma einnig að verkefninu:
Landssamband hestamannafélaga og VÍS
minna á mikilvægi endurskins.
Með því sjáumst við allt að fimm sinnum fyrr en ella.
Endurskinsvörur sem henta knöpum og hestum má nálgast í hentugum
pakkningum í eftirtöldum verslunum: