Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2013, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 12.12.2013, Qupperneq 18
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 18 Kenía Tansanía Eþíópía Búrúndí Eritrea Djíbútí Rúanda Austur- Kongó Sambía Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) starfar nú eingöngu í Afr- íku. Samstarfsþjóðirnar eru aðal- lega þrjár en voru sex fyrir efna- hagshrunið 2008. Þróunarhjálp Íslendinga er mikið til umræðu í samfélaginu vegna niðurskurð- ar til málaflokksins á fjárlögum og því ekki úr vegi að skoða hvar þjóðin leggur hönd á plóg í barátt- unni gegn fátækt. 0,26 prósent Ísland hefur undirgengist alþjóð- legar skuldbindingar um þróun- arsamvinnu gegnum samþykktir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, þar sem efnuð lönd gangast undir að veita 0,7% af vergum þjóðar- tekjum í aðstoð við fátækar þjóð- ir. Þetta markmið hefur ítrekað verið staðfest af Alþingi. Ísland hefur hins vegar aldrei veitt þá fjármuni til málaflokksins sem alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um, og á yfirstandandi ári nema íslensk framlög 0,26% af þjóðar- tekjum. Áherslur Meginmarkmið í starfsemi ÞSSÍ er að styðja viðleitni stjórnvalda í þróunarríkjum í baráttunni gegn fátækt. Áhersla er lögð á að bæta lífskjör þeirra sem verst eru settir í fátækustu samfélögunum. Stuðn- ingur við almannaþjónustu er fyrirferðarmestur, við menntun, vatns- og hreinlætismál, og lýð- heilsu. Enn fremur er áhersla lögð á stuðning við nýtingu auðlinda, einkum endurnýjanlega orku og fiskveiðar og -vinnslu. Árangur Samkvæmt upplýsingum frá ÞSSÍ miðar allt starf stofnunarinn- ar í Afríku að því að bæta lífs- kjör almennings. Með umbótum í heilsugæslu og gerð vatnsbóla með hreinu vatni má fullyrða að manns- lífum er bjargað; með umbótum í menntun barna eru yngstu kynslóð- inni tryggð betri tækifæri í fram- tíðinni og fullorðinsfræðsla gefur ólæsum áður óþekkta möguleika til þátttöku í samfélaginu og tækifæri sem annars eru takmörkuð. Almennt kostar ÞSSÍ kapps um að styðja við efnahagslega og félagslega þróun, meðal annars mannréttindi, jafnrétti og valdefl- ingu kvenna. Samstarfsþjóðir ÞSSÍ starfar eingöngu í Afríku, eins og áður segir. Samstarfs- þjóðirnar eru allar sunnan Sahara í Afríku: Malaví, Mósambík og Úganda. Þessar þjóðir eru allar í hópi þeirra fátækustu í heimi. Fyrir efnahagshrunið árið 2008 voru samstarfslönd Íslands í tví- hliða þróunarsamvinnu tvöfalt fleiri, sex talsins. Umdæmis- skrifstofum ÞSSÍ í Afríkuríkinu Namibíu, Níkaragva í Mið-Amer- íku og Srí Lanka [eyríki út af suð- austurströnd Indlandsskaga] var hins vegar lokað á árunum 2009 til 2011. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að gerð samstarfsáætl- ana með öllum þjóðunum þremur og einni lokið, önnur á lokastigi og sú þriðja langt komin. Hvert fara peningarnir? Það hefur verið látið að því liggja að fjármunir héðan rati í vasa ann- arra en þeirra sem þeir eru hugs- aðir fyrir. Eins að fjármunirnir séu jafnvel óbeint nýttir til kaupa á hertólum hvers konar, og hefur Úganda verið nefnt í því sambandi. Gunnar Salvarsson, útgáfu- og kynningarstjóri ÞSSÍ, svarar þessum álitamálum með því að greiðslur séu skilyrtar og fari ekki í ríkissjóð viðkomandi lands, held- ur gegnum héraðsstjórnir. „Greitt er til samstarfsaðila á grundvelli fjárhags- og verkáætlunar sem fylgst er með reglubundið. Ekki er greitt aftur fyrr en fjárhags- og framvindugreinargerð liggur fyrir. Við áskiljum okkur rétt til að geta hvenær sem er komið og skoðað fjármálagögn. Krafa er um viðurkennda árlega endurskoðun á öllum framlögum samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, auk þess sem gerðar eru úttektir á öllum verkefnum.“ Gunnar segir að það hafi ekki áhrif á samstarf við héraðsstjórnir, en stuðningur Íslands gengur beint til þeirra, þótt viðkomandi ríkis- stjórn verji hluta af ríkisútgjöld- um til málefna sem varða friðar- gæslu, varnir eða önnur atriði sem eru utan samstarfssamninga. „Rétt er að benda á í þessu sambandi að Úganda hefur tekið að sér það hlutverk, m.a. að beiðni Afríku- sambandsins, að vera með öfluga friðargæslu á átakasvæðum í Aust- ur-Afríku,“ segir Gunnar. Starfið felst í baráttu gegn fátækt Þróunaraðstoð Íslands er að uppistöðu bundin við þrjú af fátækustu ríkjum Afríku. Meginmarkmið í starfseminni er baráttan gegn fátækt, og stutt er við verkefni sem lúta að mannréttindum og jafnrétti. Umdæmisskrifstofum í þremur löndum var lokað eftir hrunið árið 2008. Verkefnið miðar að því að nýta íslenska sérþekkingu við jarðhitaleit, rann- sóknir og mannauðsuppbyggingu á sviði jarðhita í 13 löndum sem liggja í Sigdalnum mikla í austanverðri Afríku. Verkefnið er samstarfsverkefni milli Íslands, Alþjóðabankans og Norræna þróunarsjóðsins (NDF), sem einnig leggur 5 milljónir evra til framkvæmdar þess á móti framlagi Íslands að sömu upphæð yfir 5 ára tímabil. Verkefnið hefur farið vel af stað á árinu 2013. Einnig hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu við Afríkusambandið um aðstoð við uppbyggingu þekkingar á jarðhitamálum. Löndin sem í hlut eiga eru Kenía, Tansanía, Úganda, Eþíópía, Búrúndí, Erítrea, Malaví, Mósambík, Djíbútí, Rúanda, Austur-Kongó, Sambía og Kómoroseyjar. ➜ Orkuöflun fyrir þrettán lönd Austur-Afríku Þróunarsamvinna Íslands og Malaví hófst árið 1989. Fyrstu árin voru verkefni ÞSSÍ nánast eingöngu á sviði fiskimála en hafa síðustu 15 árin í auknum mæli færst yfir á heilbrigðis-, mennta- og félagsmál. Langstærsti hluti verkefna hefur frá upphafi verið bundinn við Mangochi- hérað í sunnanverðu landinu, eitt það fátækasta með um eina milljón íbúa. Vegna stuðnings ÞSSÍ hafa um 120-130 þúsund manns fengið aðgang að hreinu vatni, bættri hrein- lætisaðstöðu og heilbrigðisþjónustu, þ. á m. hefur verið byggt sjúkrahús og heilsugæslustöðvar. 1 MALAVÍ UM 130.000 MANNS HAFA FENGIÐ HREINT VATN Þróunarsamvinna Íslands og Mósam- bík hófst árið 1996, fjórum árum eftir að grimmilegri borgarastyrjöld lauk í landinu. Sex af hverjum tíu íbúum sveitahéraða landsins eru undir fátækt- armörkum. Stærstu verkefni ÞSSÍ hafa frá upphafi verið tengd sjávarútvegi; rannsóknum, gæðamálum og menntun, en einnig hafa verkefni verið unnin á sviði félags- og heilbrigðismála, einkum fullorðinsfræðslu í Inhambane-héraði. Stærsti hluti framlaga ÞSSÍ í Mósam- bík rennur í sjóð sem styrkir fiskimála- ráðuneytið og undirstofnanir þess við framkvæmd áætlana stjórnvalda í fiskimálum og er verkefnið unnið í samvinnu við Norðmenn. 2 MÓSAMBÍK AÐSTOÐ EFTIR GRIMMILEGA BORGARASTYRJÖLD Þróunarsamvinna Íslands og Úganda hófst árið 2000. Verkefni ÞSSÍ hafa frá upphafi verið fjölbreytt en stærsta verkefnið hefur verið á sviði héraðsþróunar. Einnig hefur verið unnið að fiskgæðaverkefni með fiski- mannasamfélögum við stöðuvötnin Kyoga og Albert, að stefnumótun og framkvæmd fullorðinsfræðslu með stjórnvöldum, frumkvöðlafræðslu og tilraunaverkefni um kynbundin áhrif loftslagsbreytinga. Stærsta verkefni ÞSSÍ á síðustu árum hefur verið héraðsþróunarverkefni í Kalangala-héraði, eyjum í Viktoríuvatni, þar sem búsetuskilyrði eru mjög erfið. Íbúar eyjanna eru um 50 þúsund með dreifða búsetu á 43 eyjum af 84 í norð- vesturhluta vatnsins. 3 ÚGANDA FÁ HREINT VATN OG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Á FÆÐINGARDEILDINNI Móðir með nýfætt barn á fæðingardeild svæðissjúkrahúss- ins í Monkey Bay í Malaví sem byggt var fyrir íslenskt þróunarfé. MYND/GUNNAR SALVARSSON Í SKÓLASTOFUNNI Fullorðinsfræðsla í Inhambane-héraði í Mósambík. MYND/GUNNAR SALVARSSON Í HÖFN Í öllum samstarfslöndum Íslendinga í tvíhliða þróunarstarfi eru fiski- mannasamfélög sem njóta góðs af íslensku þróunarfé. MYND/GUNNAR SALVARSSON 1 2 3 Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.