Fréttablaðið - 12.12.2013, Qupperneq 18
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 18
Kenía
Tansanía
Eþíópía
Búrúndí
Eritrea
Djíbútí
Rúanda
Austur- Kongó
Sambía
Þróunarsamvinnustofnun Íslands
(ÞSSÍ) starfar nú eingöngu í Afr-
íku. Samstarfsþjóðirnar eru aðal-
lega þrjár en voru sex fyrir efna-
hagshrunið 2008. Þróunarhjálp
Íslendinga er mikið til umræðu í
samfélaginu vegna niðurskurð-
ar til málaflokksins á fjárlögum
og því ekki úr vegi að skoða hvar
þjóðin leggur hönd á plóg í barátt-
unni gegn fátækt.
0,26 prósent
Ísland hefur undirgengist alþjóð-
legar skuldbindingar um þróun-
arsamvinnu gegnum samþykktir
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna,
þar sem efnuð lönd gangast undir
að veita 0,7% af vergum þjóðar-
tekjum í aðstoð við fátækar þjóð-
ir. Þetta markmið hefur ítrekað
verið staðfest af Alþingi. Ísland
hefur hins vegar aldrei veitt þá
fjármuni til málaflokksins sem
alþjóðlegar skuldbindingar kveða
á um, og á yfirstandandi ári nema
íslensk framlög 0,26% af þjóðar-
tekjum.
Áherslur
Meginmarkmið í starfsemi ÞSSÍ
er að styðja viðleitni stjórnvalda í
þróunarríkjum í baráttunni gegn
fátækt. Áhersla er lögð á að bæta
lífskjör þeirra sem verst eru settir
í fátækustu samfélögunum. Stuðn-
ingur við almannaþjónustu er
fyrirferðarmestur, við menntun,
vatns- og hreinlætismál, og lýð-
heilsu. Enn fremur er áhersla lögð
á stuðning við nýtingu auðlinda,
einkum endurnýjanlega orku og
fiskveiðar og -vinnslu.
Árangur
Samkvæmt upplýsingum frá ÞSSÍ
miðar allt starf stofnunarinn-
ar í Afríku að því að bæta lífs-
kjör almennings. Með umbótum í
heilsugæslu og gerð vatnsbóla með
hreinu vatni má fullyrða að manns-
lífum er bjargað; með umbótum í
menntun barna eru yngstu kynslóð-
inni tryggð betri tækifæri í fram-
tíðinni og fullorðinsfræðsla gefur
ólæsum áður óþekkta möguleika til
þátttöku í samfélaginu og tækifæri
sem annars eru takmörkuð.
Almennt kostar ÞSSÍ kapps
um að styðja við efnahagslega og
félagslega þróun, meðal annars
mannréttindi, jafnrétti og valdefl-
ingu kvenna.
Samstarfsþjóðir
ÞSSÍ starfar eingöngu í Afríku,
eins og áður segir. Samstarfs-
þjóðirnar eru allar sunnan Sahara
í Afríku: Malaví, Mósambík og
Úganda. Þessar þjóðir eru allar
í hópi þeirra fátækustu í heimi.
Fyrir efnahagshrunið árið 2008
voru samstarfslönd Íslands í tví-
hliða þróunarsamvinnu tvöfalt
fleiri, sex talsins. Umdæmis-
skrifstofum ÞSSÍ í Afríkuríkinu
Namibíu, Níkaragva í Mið-Amer-
íku og Srí Lanka [eyríki út af suð-
austurströnd Indlandsskaga] var
hins vegar lokað á árunum 2009
til 2011. Undanfarin tvö ár hefur
verið unnið að gerð samstarfsáætl-
ana með öllum þjóðunum þremur
og einni lokið, önnur á lokastigi og
sú þriðja langt komin.
Hvert fara peningarnir?
Það hefur verið látið að því liggja
að fjármunir héðan rati í vasa ann-
arra en þeirra sem þeir eru hugs-
aðir fyrir. Eins að fjármunirnir
séu jafnvel óbeint nýttir til kaupa
á hertólum hvers konar, og hefur
Úganda verið nefnt í því sambandi.
Gunnar Salvarsson, útgáfu-
og kynningarstjóri ÞSSÍ, svarar
þessum álitamálum með því að
greiðslur séu skilyrtar og fari ekki
í ríkissjóð viðkomandi lands, held-
ur gegnum héraðsstjórnir. „Greitt
er til samstarfsaðila á grundvelli
fjárhags- og verkáætlunar sem
fylgst er með reglubundið. Ekki
er greitt aftur fyrr en fjárhags-
og framvindugreinargerð liggur
fyrir. Við áskiljum okkur rétt til
að geta hvenær sem er komið og
skoðað fjármálagögn. Krafa er um
viðurkennda árlega endurskoðun
á öllum framlögum samkvæmt
alþjóðlegum stöðlum, auk þess
sem gerðar eru úttektir á öllum
verkefnum.“
Gunnar segir að það hafi ekki
áhrif á samstarf við héraðsstjórnir,
en stuðningur Íslands gengur beint
til þeirra, þótt viðkomandi ríkis-
stjórn verji hluta af ríkisútgjöld-
um til málefna sem varða friðar-
gæslu, varnir eða önnur atriði sem
eru utan samstarfssamninga. „Rétt
er að benda á í þessu sambandi
að Úganda hefur tekið að sér það
hlutverk, m.a. að beiðni Afríku-
sambandsins, að vera með öfluga
friðargæslu á átakasvæðum í Aust-
ur-Afríku,“ segir Gunnar.
Starfið felst í baráttu gegn fátækt
Þróunaraðstoð Íslands er að uppistöðu bundin við þrjú af fátækustu ríkjum Afríku. Meginmarkmið í starfseminni er baráttan gegn fátækt,
og stutt er við verkefni sem lúta að mannréttindum og jafnrétti. Umdæmisskrifstofum í þremur löndum var lokað eftir hrunið árið 2008.
Verkefnið miðar að því að nýta íslenska sérþekkingu við jarðhitaleit, rann-
sóknir og mannauðsuppbyggingu á sviði jarðhita í 13 löndum sem liggja í
Sigdalnum mikla í austanverðri Afríku. Verkefnið er samstarfsverkefni milli
Íslands, Alþjóðabankans og Norræna þróunarsjóðsins (NDF), sem einnig
leggur 5 milljónir evra til framkvæmdar þess á móti framlagi Íslands að sömu
upphæð yfir 5 ára tímabil. Verkefnið hefur farið vel af stað á árinu 2013.
Einnig hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu við Afríkusambandið um
aðstoð við uppbyggingu þekkingar á jarðhitamálum.
Löndin sem í hlut eiga eru Kenía, Tansanía, Úganda, Eþíópía, Búrúndí, Erítrea,
Malaví, Mósambík, Djíbútí, Rúanda, Austur-Kongó, Sambía og Kómoroseyjar.
➜ Orkuöflun fyrir þrettán lönd Austur-Afríku
Þróunarsamvinna Íslands og Malaví
hófst árið 1989. Fyrstu árin voru
verkefni ÞSSÍ nánast eingöngu á
sviði fiskimála en hafa síðustu 15
árin í auknum mæli færst yfir á
heilbrigðis-, mennta- og félagsmál.
Langstærsti hluti verkefna hefur frá
upphafi verið bundinn við Mangochi-
hérað í sunnanverðu landinu, eitt það
fátækasta með um eina milljón íbúa.
Vegna stuðnings ÞSSÍ hafa um
120-130 þúsund manns fengið
aðgang að hreinu vatni, bættri hrein-
lætisaðstöðu og heilbrigðisþjónustu,
þ. á m. hefur verið byggt sjúkrahús og
heilsugæslustöðvar.
1 MALAVÍ UM 130.000 MANNS HAFA FENGIÐ HREINT VATN
Þróunarsamvinna Íslands og Mósam-
bík hófst árið 1996, fjórum árum eftir
að grimmilegri borgarastyrjöld lauk
í landinu. Sex af hverjum tíu íbúum
sveitahéraða landsins eru undir fátækt-
armörkum. Stærstu verkefni ÞSSÍ hafa
frá upphafi verið tengd sjávarútvegi;
rannsóknum, gæðamálum og menntun,
en einnig hafa verkefni verið unnin á
sviði félags- og heilbrigðismála, einkum
fullorðinsfræðslu í Inhambane-héraði.
Stærsti hluti framlaga ÞSSÍ í Mósam-
bík rennur í sjóð sem styrkir fiskimála-
ráðuneytið og undirstofnanir þess
við framkvæmd áætlana stjórnvalda
í fiskimálum og er verkefnið unnið í
samvinnu við Norðmenn.
2 MÓSAMBÍK AÐSTOÐ EFTIR GRIMMILEGA BORGARASTYRJÖLD
Þróunarsamvinna Íslands og Úganda
hófst árið 2000. Verkefni ÞSSÍ hafa
frá upphafi verið fjölbreytt en
stærsta verkefnið hefur verið á sviði
héraðsþróunar. Einnig hefur verið
unnið að fiskgæðaverkefni með fiski-
mannasamfélögum við stöðuvötnin
Kyoga og Albert, að stefnumótun og
framkvæmd fullorðinsfræðslu með
stjórnvöldum, frumkvöðlafræðslu og
tilraunaverkefni um kynbundin áhrif
loftslagsbreytinga.
Stærsta verkefni ÞSSÍ á síðustu árum
hefur verið héraðsþróunarverkefni í
Kalangala-héraði, eyjum í Viktoríuvatni,
þar sem búsetuskilyrði eru mjög erfið.
Íbúar eyjanna eru um 50 þúsund með
dreifða búsetu á 43 eyjum af 84 í norð-
vesturhluta vatnsins.
3 ÚGANDA FÁ HREINT VATN OG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU
Á FÆÐINGARDEILDINNI Móðir með nýfætt barn á fæðingardeild svæðissjúkrahúss-
ins í Monkey Bay í Malaví sem byggt var fyrir íslenskt þróunarfé. MYND/GUNNAR SALVARSSON
Í SKÓLASTOFUNNI Fullorðinsfræðsla í Inhambane-héraði í Mósambík.
MYND/GUNNAR SALVARSSON
Í HÖFN Í öllum samstarfslöndum Íslendinga í tvíhliða þróunarstarfi eru fiski-
mannasamfélög sem njóta góðs af íslensku þróunarfé. MYND/GUNNAR SALVARSSON
1
2
3
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is