Fréttablaðið - 12.12.2013, Page 74

Fréttablaðið - 12.12.2013, Page 74
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 58 BÆKUR ★★★ ★★ Kamban– Líf hans og störf Sveinn Einarsson MÁL OG MENNING Ævi Guðmu nda r Kambans hefur lengi verið mönnum nokkur ráðgáta og skyldi engan undra. Ævilok hans, þegar hann var skot- inn til bana af dönsk- um andspyrnumanni í stríðslok, eru ein og sér nóg til að vekja forvitni flestra. Sveinn Einarsson rekur ævi og störf Kamb- ans í nýrri bók sinni með áherslu á störfin, Sveinn fjallar um öll helstu verk Kambans, leikrit, skáldsögur og kvikmyndir og bregður nýju ljósi á margt á ferli hans bæði sem rit- höfundar og leikhúsmanns. Sé Guðmundur Kamban bor- inn saman við stærstu höfunda íslenskrar bókmenntasögu, Hall- dór Laxness, Gunnar Gunnars- son og Þórberg Þórðarson, er einn áberandi munur á. Kamban gerði aldrei eigin ævi að uppistöðu í skáldskap sínum. Raunar er mjög lítið til af persónulegum heimild- um frá hendi hans. Það hafa ekki varðveist bréf þar sem hann opnar inn í innstu sálarkima og hann virðist ekki hafa átt marga trún- aðarvini. Margt í lífi hans hefur þess vegna verið fræðimönnum ráðgáta og svo er enn. Enginn veit hvað hann aðhafðist í Ameríku á árunum 1915 til 1917 og eyð- urnar í heimildum um ævi hans eru fleiri. Vegna þessa hlýtur ævisaga Kambans fyrst og fremst að fjalla um opinbert líf hans og þá hlið persónunnar sem sneri að öðrum. Með þeim tak- mörkunum sem heimildaleysið setur að þessu leyti hefur Sveini Einarssyni tekist vel að draga upp mynd af Kamban, hann er ekki alltaf þægilegur í viðkynn- ingu, stór upp á sig og þrjóskur en á líka oft innistæðu fyrir stór- lyndinu. Sveinn velur að rekja æviferil Guðmundar í fyrsta kafla verks- ins en fjalla svo um einstakar list- greinar í sérköflum. Þessi aðferð hefur bæði kosti og galla. Hún gefur færi á ítarlegri umfjöllun um einstök verk og samræðu við aðra fræðimenn sem skrifað hafa um Kamban en stóri gallinn við þessa aðferð er sá að það er alltof mikið um endurtekningar í bók- inni, einstök efnisatriði eru endur- tekin, en þetta á líka við um stíl- inn, einstakar setningar og glósur koma óþarflega oft fyrir, stundum með stuttu millibili. Þegar kemur að viðkvæmasta þættinum í ævi Kambans, sam- skiptum hans við Þjóðverja á stríðsárunum stígur Sveinn var- lega til jarðar, en það er þó ljóst að hann lítur svo á að Kamban hefði aldrei verið dæmdur fyrir fram- göngu sína á stríðsárunum. Hann byggir ályktanir sínar á eigin rannsóknum og annarra, ekki síst Ásgeirs Guðmundssonar og bókar hans Berlínarblús. Sveinn heldur uppi vörnum fyrir sinn mann, eins og algengt er í ævisögum og það á líka við um umfjöllun hans um verk Kambans, jafnvel þau sem hafa fengið misjafnasta dóma ann- arra fræðimanna. Þessi afstaða litar auðvitað alla umfjöllun bókarinnar en aldrei um of. Sveinn færir ávallt góð rök fyrir mati sínu á einstökum verk- um og sá sem les bók hans um Kamban alla þarf ekki að velkjast í vafa um það að hann var meðal merkustu leikskálda tuttugustu aldarinnar og að skáldsagnabálkur hans um Skálholt skipar honum á bekk meðal fremstu höfunda sögu- legra skáldsagna. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Vönduð og merk ævisaga sem líður þó fyrir endur- tekningar í stóru og smáu. Um líf Kambans og þó aðallega störf Aðventa, saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum, verður að venju lesin í Gunnarshús- um, bæði í Reykjavík og á Skriðuklaustri, þriðja sunnudag í aðventu. Hjá Rithöfundasambandi Íslands á Dyngjuvegi 8 lesa hjónin Olga Guðrún Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson söguna og hefja lestur klukkan 13.30. Hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri hefst lestur Svan- hildar Óskarsdóttur klukkan 14. Allir eru velkomnir á þessa kyrrðarstund í amstri aðventunnar meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á kaffi og smákökur með lestrinum sem tekur rúmar tvær klukkustundir. Lestur Aðventu í desember er hefð sem breiðst hefur út hin síðari ár. Sagan var lesin þriðja sinni á þýsku í íslenska sendiráðinu í Berlín þann 1. desember og þann 14. desember mun rússneski leikarinn Veniamin Smekhov lesa hana í sendiráðinu í Moskvu. Aðventa lesin í tveimur húsum Gunnars Sú hefð hefur skapast að saga Gunnars Gunnarssonar, Aðventa, er lesin í húsum hans á aðventu. LESARAR Hjónin Olga Guðrún Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson lesa Aðventu í Gunnarshúsi í Reykjavík. Ljóðabókin Hold eftir Braga Pál Sigurðarson er önnur bók höfund- ar. Bókin skiptist í nokkur texta- brot sem öll lýsa sama ástandi en eiga einnig í innbyrðis samræðum. „Textarnir eiga í rifrildi og þeir gera grín hver að öðrum, í raun- inni eins og maður er sjálfur. Mig langaði líka til að koma til skila því hreinskilna ástandi að oft stemma ekki skoðanir manns og maður er stundum í mótsögn við sjálfan sig.“ Aðspurður segist Bragi Páll sjálf- ur vera ljóðmælandi í bókinni en textarnir eru á köflum gífurlega hreinskilnir og grafískir. Ástandið sem textarnir lýsa segir Bragi vera ástandið að vera manneskja. „Ég var sjálfur í mik- illi sjálfsvinnu á sama tíma og ég var að skrifa bókina og hún verð- ur á köflum alveg óbærilega heið- arleg. Ég hef alveg legið andvaka yfir sumum textunum í þessari bók, hvort ég ætti yfirhöfuð að þora að gefa þetta út og setja nafn- ið mitt við.“ Kápa bókarinnar er hönnuð af Braga sjálfum og ljósmyndaran- um Hallgerði Hallgrímsdóttur. Hún sýnir ljóðmælanda sjálfan, nakinn á miðri götu með svínshöf- uð. „Það er mjög algengt að tón- listarmenn setji sjálfa sig framan á plötuna sína og ég hef velt því fyrir mér af hverju skáld gera ekki meira af því. Listir verða oft svo formfastar í sínum venjum. Hallgerður kom fyrst með þá hug- mynd að taka þetta úti á miðri götu sem ég var fyrst ekkert sérstak- lega spenntur fyrir en svo ákvað ég að slá til. Útkoman er svo nokk- urs konar martraðarkennd Abbey Road-útgáfa.“ Þegar Bragi Páll birti kápumyndina á Facebook-síð- unni sinni til að benda vinum og vandamönnum á nýútkomið verk- ið var hann settur í bann á sam- félagsmiðlinum. „Kápan er svo grafísk að ég var settur í þriggja daga Facebook-bann sem er alveg „Hildar Lilliendahl-lengd“ á banni.“ Bragi er sjálfur ljóðanörd og reynir að höfða til annarra ljóða- nörda en skrifa jafnframt aðgengi- leg ljóð sem vekja tilfinningar hjá óvönum ljóðalesendum. „Margir upplifa ljóðið mjög ógnvekjandi og treysta sér ekki í ljóðalestur. Grunnskólar hafa skemmt ljóðin fyrir þjóðinni með því að gera þau of hátíðleg. Mig langar að sýna fram á að ljóð geta skapað með manni öfgafullar tilfinningar rétt eins og önnur listform, bæði meðal ljóðanörda og leikmanna.“ Júlía Margrét Einarsdóttir Lá andvaka yfi r hreinskilnum textum Hold er önnur ljóðabók Braga Páls Sigurðarsonar. Bragi vill að ljóð geti verið aðgengileg bæði ljóðaunnendum og leikmönnum sem sumir hverjir óttist ljóðformið. Kammerkór Mosfellsbæjar heldur sína árlegu aðventutónleika í Guð- ríðarkirkju á sunnudaginn. Á efnisskránni verða auk þekktra sígildra jólalaga, fjölbreytt tónlist frá ólíkum tímabilum og tónskáldum, allt frá endurreisn fram til dags- ins í dag. Má þar m.a. nefna kórlög eftir M. Preatorius, F. Schubert, F. Gruber, G. Carissimi, Gunnar Reyni Sveinsson, J. Williams, M. Flecta, P. Peña og nokkur gospellög. Þá verður sungið úrval laga úr spænsku söngbókinni „Cancionero de Upsala“ og mun kórinn frum- flytja nýjan jólatexta við lagið „Riu, riu chiu“ úr áðurnefndri bók, eftir Viktor A. Guðlaugsson. Einsöngvarar með kórnum eru Ásdís Arnalds, Ástrún Friðbjörns- dóttir, Heiðrún K. Guðvarðardóttir og stjórnandi er Símon H. Ívarsson. Meðleik annast Jón Sigurðsson á píanó og Ívar Símonarson á gítar. Þá kemur söngtríóið Söngvasveinar fram í fyrsta sinn. Frumfl ytur nýjan jólatexta Aðventutónleikar Kammerkórs Mosfellsbæjar. VAR SJÁLFUR Í MIKILLI SJÁLFSVINNU Ljóðin í bókinni eru bæði persónuleg og grafísk en þau eru lýsing á því daglega ástandi að vera maður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.