Fréttablaðið - 12.12.2013, Page 100

Fréttablaðið - 12.12.2013, Page 100
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 84 FÓTBOLTI Chelsea, Schalke, Arsenal, Dortmund og AC Milan tryggðu sér síðustu farseðlana í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á lokakvöldi riðlakeppninnar í gær. Í F-riðli enduðu Arsenal, Dortmund og Napólí öll með tólf stig. Árangur í innbyrðisviðureignum liðanna þýða að Dortmund vann riðilinn en Napólí hafnaði í þriðja sæti og fer í Evrópudeildina. Arsenal tapaði 2-0 gegn Napólí á Ítalíu þar sem eitt mark ítalska liðsins til viðbótar hefði þýtt að lærisveinar Arsene Wenger hefðu farið í Evrópudeild- ina. Dortmund vann nauman 2-1 sigur á Marseille og tryggði sér topp- sæti riðilsins. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður hjá Ajax sem spilaði manni fleiri stóran hluta leiksins gegn AC Milan á Ítalíu í H-riðli. Gestunum tókst þó ekki að skora markið sem hefði komið liðinu áfram á kostnað AC Milan. Chelsea lagði Steaua Búkarest 1-0 og hafnaði í toppsæti E-riðils. Schalke lagði Basel 2-0 í hreinum úr- slitaleik um annað sætið í riðlinum. Galatasaray tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum fyrr í gær með sigri á Juventus. Dregið verður á morgun. -ktd Dramatík á lokakvöldi riðlanna MESSI HVAÐ? Neymar skoraði þrennu fyrir Barcelona í 6-1 sigri á Celtic. Börs- ungar náðu efsta sæti H-riðils. NORDICPHOTOS/GETTY SPORT FÓTBOLTI Lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA fer fram í kvöld og verða þrjú Íslendingalið í eldlín- unni. Tvö þeirra, Tottenham og AZ Alkmaar, eru þegar örugg áfram í 32-liða úrslit keppninnar og þá er Zulte Waregem, lið Ólafs Inga Skúlasonar, í ágætri stöðu í D- riðli. Liðið þarf jafntefli gegn Rubin Kazan á útivelli til að gulltryggja sér sæti í næstu umferð en Rússarnir eru þegar öruggir með sigur í riðlinum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham hafa þegar klófest efsta sæti K-riðils en AZ, með Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Jóhannsson innan- borðs, eiga fyrir höndum hreinan úrslitaleik gegn gríska liðinu PAOK á útivelli um sigur í L-riðli. Bæði lið fara þó áfram í 32-liða úrsiltin. Allir leikir Íslendingaliðanna verða sýndir á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í kvöld. - esá Toppsætið í húfi hjá Jóhanni og Aroni FÓTBOLTI Íslensku leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki fengið mörg tæki- færi með liðum sínum eftir að þeir sneru heim frá Króatíu þar sem íslenska landsliðið var 90 mínútum frá því að komast á HM í Brasilíu. Tapið á móti Króatíu var gríðarleg vonbrigði fyrir Gylfa og Aron Einar en það hefur ekki heldur verið yfir miklu að gleðjast hjá þeim félögum í vinnunni síðan þá. Knattspyrnu- stjórar Tottenham og Cardiff hafa nefnilega veðjað á aðra leikmenn í undanförnum fjór- um leikjum. Gylfi hefur ekki byrjað Aron Einar hefur verið í byrjunarliðinu í einum leik ólíkt Gylfa Þór sem hefur ekki byrjað neinn þessara leikja. Leikurinn er líka sá eini sem Aron Einar hefur fengið að spila frá því í förinni til Zagreb. Gylfi hefur verið inn og út úr liði Tottenham í vetur og þó svo hann spili mun minna núna en fyrr á tímabilinu þá er breytingin enn meiri fyrir Aron Einar. Hann hefur sjálfur talað um að hafa verið andlega og líkamlega laskaður eftir umspilsleikina en það er mikill munur að spila í 90 mínútur í nær öllum leikjum og að koma ekki við sögu í þremur af síðustu fjór- um leikjum. Gylfi Þór nær ekki að fylla einn hálfleik í síðustu fjórum leikjum Tottenham í deild- inni. Hann er í tíunda sæti yfir spilaðar mín- útur miðjumanna Tottenham í undanförnum fjórum leikjum. Þar hafa menn eins og Nacer Chadli, Lewis Holtby og Érik Lamela fengið stór tækifæri. Aron Einar spilaði 710 mínútur af 720 mögu- legum í fyrstu átta deildarleikjum tímabils- ins en var inn og út úr liðinu í síðustu leikjum fyrir umspilið þar sem hann meiddist meðal annars á öxl í einum þeirra. Jordon Mutch hefur spilað meira upp á síðkastið og Don Cowie er annar leikmaður sem hefur fengið meiri spilatíma eftir að Aron Einar datt út. Betri með þá inni á vellinum Ef knattspyrnustjórarnir hafa augun á gengi liðsins með íslensku strákana inni á vellinum þá ættu þeir nú að spila meira. Ekki fer á milli mála að Tottenham og Cardiff gengur betur með Gylfa og Aron inn á grasinu. Fimm mörk- um munar á báðum stöðum. Tottenham hefur unnið þær 615 mínútur sem Gylfi hefur spilað 5-3 (Gylfi með þrjú markanna) en markatala liðsins þær 735 mín- útur sem hann hefur verið á bekknum er aftur á móti 10-13. Aron Einar er búinn að spila 946 mínútur og markatalan á þeim er 9-12 fyrir mótherja Cardiff. Það er ekki gott en miklu betra en markatalan þær 404 mínútur sem Cardiff hefur verið án Arons. Þá er markatala liðsins skelfileg eða 2-10. Tottenham hefur unnið tvo síðustu deild- arleiki sína og því ekki miklar líkur á því að André Villas-Boas geri breytingar á liðinu fyrir leikinn á móti Liverpool um helgina. Gylfi ætti hins vegar að fá tækifæri á móti Anzhi í Evrópudeildinni í kvöld og hver veit nema góð frammistaða þar setji pressu á Villas-Boas að gefa honum alvöruhlutverk á móti fyrrverandi knattspyrnustjóra Gylfa, Brendan Rodgers. Aron og félagar mæta West Bromwich Albion í mikilvægum leik á heimavelli. Tap á móti Crystal Palace og Arsenal í síðustu leikjum án Arons Einars ættu að opna dyrn- ar fyrir landsliðsfyrirliðann í byrjunarliðið en það er þó ómögulegt að spá fyrir um hvað knattspyrnustjórinn Malky Mackay gerir á laugardaginn. Mikið leikjaálag í jólatörninni ætti að auka líkurnar á því að Gylfi og Aron fái að spila og þá er það bara fyrir okkar menn að nýta tæki- færið þegar það gefst. ooj@frettabladid.is Úti í kuldanum eft ir umspilið Landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa aðeins spilað samanlagt átján prósent mínútna sem í boði hafa verið hjá liðum þeirra, Cardiff og Tottenham, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eft ir þeir komu til baka eft ir umspilsleikina við Króata. Gylfi Þór Sigurðsson– Tottenham Gengi Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þegar Gylfi er inni á vellinum Markatala: 5-3 Mínútur: 615 Gengi Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þegar Gylfi er á bekknum Markatala: 10-13 Mínútur: 735 Aron Einar Gunnarsson– Cardiff City Gengi Cardiff í ensku úrvalsdeildinni þegar Aron er inni á vellinum Markatala: 9-12 Mínútur: 946 Gengi Cardiff í ensku úrvalsdeildinni þegar Aron er á bekknum Markatala: 2-10 Mínútur: 404 MÍNÚTUR MIÐJUMANNA TOTTENHAM FRÁ UMSPILI - 4 leikir, 360 mínútur í boði 1. Aaron Lennon 334 mínútur 2. Paulinho 330 3. Sandro 266 4. Moussa Dembélé 192 5. Nacer Chadli 189 6. Lewis Holtby 168 7. Érik Lamela 167 8. Etienne Capoue 135 9. Andros Townsend 51 10. Gylfi Þór Sigurðsson 43 MÍNÚTUR MIÐJUMANNA CARDIFF CITY FRÁ UMSPILI - 4 leikir, 360 mínútur í boði 1. Peter Whittingham 360 mínútur 1. Gary Medel 360 3. Jordon Mutch 346 4. Don Cowie 315 5. Bo-Kyung Kim 147 6. Aron Einar Gunnarsson 90 7. Craig Noone 87 GYLFI ÞÓR OG SÍÐUSTU 4 LEIKIR 0-6 TAP FYRIR MANCHESTER CITY Varamaður - spilaði í 30 mínútur 2-2 JAFNTEFLI VIÐ MAN.UNITED Varamaður - spilaði í 6 mínútur 2-1 SIGUR Á FULHAM Á bekknum allan tímann 2-1 SIGUR Á SUNDERLAND Varamaður - spilaði í 7 mínútur ARON OG SÍÐUSTU 4 LEIKIR 2-2 JAFNTEFLI VIÐ MAN. UNITED Á bekknum allan tímann 0-3 TAP FYRIR ARSENAL Á bekknum allan tímann 0-0 JAFNTEFLI VIÐ STOKE Byrjaði - spilaði í 90 mínútur 0-2 TAP FYRIR CRYSTAL PALACE Á bekknum allan tímann -3 +2 -8 -3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.