Fréttablaðið - 13.12.2013, Page 1
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Föstudagur
Sími: 512 5000
13. desember 2013
293. tölublað 13. árgangur
SKOÐUN Breytum jólunum ekki í
norræna nornaveiðihátíð skrifar Pavel
Bartoszek. 25
SPORT Liðsfélagi Hannesar Þorsteins
Sigurðssonar var handtekinn fyrir
veðmálabrask. 58
FRÉTTIR
Iðrun betri en dómar
Aðstandendur fórnarlamba gáleysis-
aksturs segja iðrun ökumannsins betri
en þungan dóm. 6
Vilja hlutabréf Almennir fjárfestar
á hlutabréfamarkaði eru að verða
áhugasamari eftir mika ládeyðu í
kjölfar bankahrunsins 2008. 6
Dæla í Dauðahafið Ísrael, Jórdanía
og Palestína ætla að leggja vatns-
leiðslu til að dæla í Dauðahafið. 10
Fá niðurfærslu í bakið Skulda-
leiðréttingar ríkisstjórnarinnar auka
á vanda Íbúðalánasjóðs að mati
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 16
OPIÐ TIL
22
Í KVÖLD
11 DAGARTIL JÓLA
KRINGLUNNI & SMÁRALIND
JÓLAGESTIR BJÖRGVINSJólatónleikar Björgvins Halldórssonar fara fram í Laugardalshöll
á morgun kl. 16 og kl. 21. Margir þekktir tónlistarmenn koma
fram með Björgvin á tónleikunum sem verða einstaklega til-
komumiklir. Þetta er í sjöunda skipti sem Björgvin er með sér-
staka jólatónleika.
Facebook JólaleikurParísartízkunnarÁ þorláksmessu munum við draga úteinn heppinn þáttakanda sem vinnur okkarvinsælu kuldaskó með mannbroddum.Lífi ð
FÖSTUDAGUR
13. DESEMBER 2013
2 SÉRBLÖÐ
Lífið | Fólk
MENNING Eva Einarsdóttir borgar-
fulltrúi gerir skemmtilegt jóladagatal
fyrir börnin sín. 62
FÓLK Afmæli Ása í Bæ verður
fagnað með tónleikum í Hörpu
í febrúar, en
þá hefði hann
orðið 100 ára
hefði hann lifað.
Kristinn R.
Ólafsson, hálf-
bróðir Ása,
verður kynnir
á en 38 árum
munar á þeim.
Móðir Krist-
ins var 28 árum yngri en Ólafur
faðir þeirra og sex árum yngri en
Ási. „Þegar ég fæddist stóð karl
faðir minn á sextugu en mamma
var 32 ára.“
Bræðurnir ólust upp í Eyjum
og Ási í Bæ hélt uppi líflegu tón-
listarlífi í bænum. - ue / sjá síðu 54
Fagna afmæli Ása í Bæ:
Bróðir kynnir á
aldarafmælinu
KRISTINN R.
ÓLAFSSON
Bolungarvík 3° SA 10
Akureyri 2° S 5
Egilsstaðir 4° SA 6
Kirkjubæjarkl. 4° NA 4
Reykjavík 4° SA 6
Dregur úr vindi Allhvasst N-til fyrrihluta
dags en dregur úr vindi með deginum.
Úrkoma víða, einkum SA-til í fyrstu en
bætir svo í V-til síðdegis. 4
DÓMSMÁL Fjórmenningarnir sem
voru ákærðir í Al-Thani málinu
voru fundnir sekir í öllum ákæru-
atriðum í Héraðsdómi Reykjavík-
ur í gær. Hreiðar Már Sigurðsson,
fyrrverandi forstjóri Kaupþings,
var dæmdur í fimm og hálfs árs
fangelsi og Sigurður Einarsson,
fyrrverandi stjórnarformaður
bankans, í fimm ára fangelsi.
Þetta eru þyngstu dómar sem
kveðnir hafa verið upp í efnahags-
brotamálum hér á landi.
Jafnframt voru Ólafur Ólafsson,
fyrrverandi hluthafi í Kaupþingi,
og Magnús Guðmundsson, fyrrver-
andi forstjóri Kaupþings í Lúxem-
borg, dæmdir sekir. Dómarnir eru
óskilorðsbundnir en enginn hinna
ákærðu lét sjá sig í héraðsdómi.
„Þetta voru alvarleg brot sem
þarna voru framin og verðskulda
þessar alvarlegu refsingar sem
þarna voru ákveðnar,“ sagði Björn
Þorvaldsson, sem sótti málið fyrir
hönd sérstaks saksóknara.
Í dóminum kemur fram að
hinir ákærðu hafi verið meðal
helstu áhrifamanna í stærsta
viðskiptabanka á Íslandi .
„Hin refsiverðu viðskipti ákærðu
vörðuðu verulegum fjárhæðum.
Eiga brotin sér ekki hliðstæðu í
íslenskri réttarframkvæmd. Þá
er við ákvörðun refsingar litið til
þess að verulegt fjárhagslegt tjón
hlaust af brotum ákærðu. Eiga
ákærðu sér engar málsbætur,“
segir í dóminum.
Þórólfur Jónsson, verjandi
Ólafs, telur sig hafa sýnt fram
á sakleysi skjólstæðings síns og
dómurinn hafi komið þeim í opna
skjöldu. „Við niðurstöðu sem þessa
er ekki hægt að una og hefur skjól-
stæðingur minn því ákveðið að
áfrýja málinu til Hæstaréttar,“
segir Þórólfur í yfirlýsingu. Við-
brögð annarra sakborninga liggja
ekki fyrir.
Á næsta ári verður tekið fyrir
annað dómsmál sem snýst um
markaðsmisnotkun Kaupþings
banka. Hreiðar Már, Sigurður og
Magnús eru á meðal ákærðra í því
máli. - fb, þþ / sjá síðu 4
Sekir um öll ákæruatriðin
Hinir fjórir ákærðu í Al-Thani-málinu voru dæmdir í þriggja til fimm og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi
Reykjavíkur. Tveir dómanna eru þeir þyngstu sem hafa verið kveðnir upp í efnahagsbrotamálum hér á landi.
■ Hreiðar Már Sigurðsson var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir
umboðssvik og markaðsmisnotkun
■ Sigurður Einarsson var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir umboðssvik og
markaðsmisnotkun
■ Ólafur Ólafsson var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir hlutdeild
í umboðssvikum Hreiðars Más og Sigurðar og fyrir hlutdeild í markaðsmis-
notkun þeirra beggja
■ Magnús Guðmundsson var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir hlutdeild
í umboðssvikum Hreiðars Más og fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun
Hreiðars Más og Sigurðar
➜ Brotin eiga sér ekki hliðstæðu
HREIÐAR MÁR
SIGURÐSSON
SIGURÐUR
EINARSSON
ÓLAFUR
ÓLAFSSON
MAGNÚS
GUÐMUNDSSON
HJÓLASTÍGAR MALBIKAÐIR Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Hverfisgötu í Reykjavík að undanförnu. Í gær
batnaði aðgengið þegar hjólastígar voru malbikaðir fyrir framan Bíó Paradís og verslunina Sjáðu. „Við erum rosalega ánægð
með þetta og erum bjartsýn á framtíðina,“ segir Gylfi Björnsson, verslunarstjóri Sjáðu, spurður út í hið bætta aðgengi. „Þetta er
búið að vera ógeðslega erfitt en vonandi fer þetta aðeins að liðkast til.“ Sjá síðu 6. FRÉTTABLAÐIÐ/PJÉTUR
LÍFIÐ „Mig langaði að búa til barn en var mjög
hikandi og áhyggjufull yfir að kippa mér svona
af markaðnum,“ segir leikkonan Anita Briem
sem á von á sínu fyrsta barni í lok desember.
Anita hefur notið velgengni í kvikmynda-
borginni Hollywood. Hún segist hafa unnið
hörðum höndum að ferli sínum til að geta klifið
hærra og hærra og til að hafa meira frelsi til
að velja leikstjóra til að vinna með og verkefni
sem hafa merkingu fyrir hana.
„Þó ég hafi áorkað miklu þá er þetta allt
ósköp brothætt. En þetta kraftaverk gaf mér
þá gjöf að sleppa aðeins óttanum og kvíðanum.
Maður fær bara að vera barnshafandi í fyrsta
skipti einu sinni og ég ætla ekki að leyfa nein-
um að taka frá mér þá stórbrotnu upplifun,“
segir Anita. Hún segir einmanalegt að vera
ólétt í Hollywood. Engin af vinkonum hennar
eigi börn.
Anita segist ekki geta tekið sér fæðingaror-
lof. „Það er ekkert til sem heitir fæðinga orlof
í þessum bransa þar sem ég er bara ráðin í
eitt verkefni eftir annað og ekki með fastan
vinnuveitanda.“
Anita segist ekki ætla í keisaraskurð eins
og margar konur í Hollywood gera. „Nátt-
úrulega alla leið. Það hljómar kannski masó-
kismalega en ég myndi alls ekki vilja missa
af þessari upplifun,“ segir Anita.
- mm / sjá síðu 44
Leikkonan Anita Briem var hikandi við að búa til barn en á nú von á stúlku:
Læt ekki taka óléttuna frá mér