Fréttablaðið - 13.12.2013, Side 2
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín Rúss-
landsforseti segir mikilvægt að
standa vörð gegn „kynlausu og
ófrjóu“ umburðarlyndi Vesturlanda,
sem geri engan greinarmun á góðu
og illu. Í hinni árlegu stefnuræðu
sinni, sem hann flutti í Kreml í gær,
minntist hann reyndar hvergi bein-
um orðum á lög sem banna „áróð-
ur“ fyrir samkynhneigð, en þessi
lög hafa verið gagnrýnd fyrir að ýta
undir andúð á samkynhneigð.
Hins vegar sagði hann mikil-
vægt að leggja áherslu á hefðbund-
in fjölskyldugildi og sagði það ólýð-
ræðislegt að ráðast „ofan frá“ gegn
þessum hefðbundnu gildum því það
gangi þvert gegn vilja meirihlutans.
Þá neitaði hann því að Rússar
væru að beita Úkraínumenn þrýst-
ingi, en Úkraínustjórn hætti nýverið
við að undirrita samstarfssamning
við Evrópusambandið eftir að rúss-
nesk stjórnvöld höfðu dregið veru-
lega úr viðskiptum við Úkraínu.
Enn fremur gagnrýndi hann harð-
lega rússnesk fyrirtæki sem skrá
sig í skattaskjólum erlendis og boð-
aði ráðstafanir um að hvetja slík
fyrirtæki til að koma með tekjurn-
ar til Rússlands: „Viljið þið eiga af-
landsfyrirtæki? Fínt, en komið þá
með peningana hingað.“ - gb
Vladimír Pútín kom víða við í árlegri stefnuræðu sinni í Kreml í gær:
Varði af kappi íhaldsstefnu sína
VLADIMÍR PÚTÍN Flutti hina árlegu stefnuræðu sína í Kreml í gær. NORDICPHOTOS/AFP
LEIÐRÉTT
Ranglega var sagt að Íslandsbanki
og Arion banki hafi hlotið vottun
samkvæmt ISO 27001-staðlinum í
umfjöllun um netöryggi í Fréttablaðinu
í gær. Hið rétta er að í svörum frá bönk-
unum kom fram að þeir vinni sam-
kvæmt kröfum staðalsins, en þeir hafa
ekki fengið vottunina. Af viðskipta-
bönkunum hefur aðeins Landsbankinn
fengið formlega vottun samkvæmt ISO
27001-staðlinum.
UTANRÍKISMÁL „Þetta var mjög
hátíðleg stund í mínu lífi. Það
geislaði mikilli hlýju af Frans
fyrsta páfa. Hann er greini-
lega hlýr maður, léttur í lund
og skemmtilegur,“ segir Martin
Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands
í Genf og nýskipaður sendiherra
Íslands í Vatíkaninu. Hann er
fyrsti íslenski kaþólikkinn sem er
skipaður sendiherra í Páfagarði.
Martin afhenti páfa trúnaðarbréf
sitt í gær ásamt sautján öðrum
nýskipuðum sendiherrum.
„Um leið og ég afhenti páfa
trúnaðarbréfið sagði ég nokk-
ur orð við hann. Ég bar honum
kveðju forseta Íslands og íslensku
þjóðarinnar og sagði honum að
þetta væri mikill heiður fyrir
mig. Jafnframt sagði ég páfa
að ég myndi biðja fyrir honum.
Hann brosti út að eyrum enda
leggur páfi mikið upp úr bæninni
og mætti hennar,“ segir Martin.
Þegar hinir nýskipuðu sendi-
herrar höfðu afhent trúnaðar-
bréf sín hélt Frans fyrsti stutta
ræðu þar sem hann hvatti heima-
ríki sendiherranna til að berj-
ast gegn mansali með öllum til-
tækum ráðum, það væri svartur
blettur í samfélagi þjóðanna.
„Þegar páfi hafði lokið máli sínu
gafst mér tækifæri til að skiptast
á nokkrum orðum við hann.
Ég færði honum Kærleikskúlu
Styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðra að gjöf og sagði honum frá
verkefninu, sem hann blessaði,“
segir Martin.
Martin hefur þegar átt fundi
með háttsettum embættismönn-
um Páfagarðs. Þar lýsti hann yfir
ánægju með að Frans páfi hefði
fært boðskap kirkjunnar í átt
að grunngildum hennar og lagt
áherslu á þau málefni sem sam-
eina mannkyn.
Á fundunum ræddi Martin
meðal annars hörmulegt kyn-
ferðisofbeldi sem nemendur í
Landakotsskóla sættu á síðari
hluta síðustu aldar. „Ég lýsti yfir
mikill hryggð yfir því hvernig
kaþólska kirkjan á Íslandi virðist
ætla að taka á þeim málum og var
meðal annars að vísa til nýlegrar
umfjöllunar um sanngirnisbætur
til þolenda,“ segir Martin og hvet-
ur kaþólsku kirkjuna til að finna
viðunandi lausn á þessum málum.
Langalangafi Martins, Gunnar
Einarsson, var annar tveggja tólf
ára íslenskra drengja sem fóru
utan árið 1870 til náms hjá jesú-
ítum í Kaupmannahöfn. Hinn var
Jón Sveinsson, Nonni, sem hélt
áfram til Frakklands. Gunnar tók
kaþólska trú í Kaupmannahöfn en
sneri að því loknu heim aftur.
Fjölskylda Gunnars varð síðan
kjarninn í starfi kaþólska safnað-
arins á Íslandi fyrstu áratugina.
Jóhannes Gunnarsson, sonur
Gunnars, var fyrsti íslenski bisk-
upinn í Landakoti, en hann var
langömmubróðir Martins.
johanna@frettabladid.is
Ræddi ofbeldið við
embættismenn páfa
Nýskipaður sendiherra Íslands í Páfagarði er fyrsti kaþólikkinn sem gegnir því
embætti. Ræddi kynferðisofbeldi í Landakotsskóla við æðstu embættismenn í
Vatíkaninu og segist hafa lýst hryggð yfir því hvernig kaþólska kirkjan tók á málinu.
AFHENTI TRÚNAÐARBRÉF Martin Eyjólfsson, nýskipaður sendiherra Íslands í
Páfagarði, afhendir Frans fyrsta trúnaðarbréf sitt í gær.
BOÐIÐ TIL VEISLU Farþegum sem voru í fyrsta flugi easyJet frá Bristol til Keflavíkur
var boðið til veislu við komuna til landsins.
SAMGÖNGUR easyJet, eitt stærsta flugfélag Evrópu, hóf í gær beint
áætlunarflug milli Íslands og Bristol í Englandi. Þetta er fjórða flug-
leið easyJet frá Íslandi en félagið flýgur einnig í beinu flugi milli
Keflavíkur, London, Manchester og Edinborgar.
Flogið verður til Bristol tvisvar í viku allt árið um kring.
easyJet hóf flug á milli London og Keflavíkur í mars árið 2012.
Fyrsta árið flaug félagið 72 sinnum til og frá landinu en á næsta ári
áætlar það að flogið verði 832 sinnum til og frá landinu. Næsta vor
bætist ný flugleið við og verður jafnframt fimmti áfangastaðurinn
sem flogið verður til allt árið en það er borgin Basel í Sviss. - jme
Flugfélagið easyJet flýgur í beinu flugi til Bristol:
Fjórða beina flugið frá landinu
REYKJAVÍK Bandaríska fréttastofan CNN hefur
valið tíu jólalegustu staði í heiminum og er
Reykjavík einn þeirra. Á vefsíðu CNN er fjallað
um séreinkenni Íslendinga yfir jólahátíðina.
Fram kemur á vefnum að hér á landi séu
þrettán jólasveinar sem gefa góðum börnum í
skóinn á hverjum degi fyrir jól. Jólamarkaður-
inn á Ingólfstorgi ku einnig vera einn sá jólaleg-
asti í heiminum. „Þarna geta ferðalangar keypt
litríkar jólagjafir, skreytingar og fleira,“ sagði í
fréttinni.
Þegar Reykjavík er þakin snjó og norðurljósin
lýsa upp borgina mun höfuðborg Íslands vera ein
sú jólalegasta í heiminum, samkvæmt CNN. - fb
Bandaríska fréttastofan CNN telur Reykjavík einn af tíu jólalegustu stöðum heims í nýrri samantekt:
Norðurljós og 13 jólasveinar slá í gegn
● Reykjavík, Íslandi
● Barcelona, Spáni
● Rovaniemi, Finnlandi
● New York, Bandaríkjunum
● Nürnberg, Þýskalandi
● Quebec, Kanada
● San Miguel de Allende,
Mexíkó
● Santa Claus, Indlandi
● c, Frakklandi
● Valkenburg, Hollandi
➜ Jólalegustu staðirnir
JÓLALEG BORG Reykjavík hefur verið valin einn af tíu jólalegustu
stöðum heimsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BRUNI
Eldur í ruslagámi
Eldur kom upp í ruslagámi við Gullin-
brú í Reykjavík í gærkvöldi við hús sem
áður hýsti útibú Landsbankans. Húsið
fylltist af reyk og er ein hlið þess sviðin
og skemmd. Slökkvistarf gekk vel. Talið
er að kveikt hafi verið í.
„Örvar, mun jólamaturinn
þinn smakkast vel?
„Mig grunar það óþægilega.“
Örvar Þór Guðmundsson safnaði 1,5 millj-
ónum króna handa foreldrum langveikra
barna. Hann segir að þeir sem tóku þátt í
söfnuninni finni hugsanlega betra bragð af
jólamatnum.
SPURNING DAGSINS
Hann brosti út að
eyrum enda leggur páfi
mikið upp úr bæninni og
mætti hennar.
Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í
Vatíkaninu
EVRÓPUMÁL Evrópuþingið undir-
strikar í nýrri ályktun um fram-
gang aðildarumsóknar Íslands að
ESB, að sambandið styðji það að
aðildarferlinu verði haldið áfram
og það leitt til lykta. Þar er einnig
áréttað að Ísland sé enn skilgreint
sem umsóknarríki.
Þingmenn segjast fagna því að
Alþingi skuli gera úttekt á stöðu
viðræðnanna og þróun mála í ESB
og bjóða fram aðstoð sína í þeim
efnum. Loks segjast þeir vonast
til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla,
sem fara skal fram áður en við-
ræðunum verði haldið áfram,
verði skipulögð. - þj
Ályktun Evrópuþingsins:
Viðræðurnar
verði kláraðar