Fréttablaðið - 13.12.2013, Side 10
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
MIÐAUSTURLÖND Ísrael, Jórd-
anía og Palestína hafa gert með
sér sögulegt samkomulag um
að leggja 180 kílómetra langa
vatnsleiðslu frá Rauðahafi til
Dauðahafsins. Verkefnið snýst
um að vinna gegn látlausri
lækkun vatnsborðs Dauðahafs-
ins með því að dæla 200 millj-
ónum rúmmetra vatns þar á
milli.
Fulltrúar stjórnvalda frá
löndunum þremur undirrituðu
samninginn í höfuðstöðvum
Alþjóðabankans í Washington
á mánudag. Við það tækifæri
sagði orkumálaráðherra Ísra-
els, Silvan Shalom, að samning-
urinn sé sögulegur en um leið
niðurstaða draums til margra
ára. Samningurinn væri mikil-
vægur í umhverfislegu- og
efnahagslegu tilliti en ekki
síður skref í átt til bættra sam-
skipta ríkjanna.
Á sama tíma sem verkefnið
er kynnt sem björgunarleiðang-
ur fyrir Dauðahafið, þá njóta
borgir í Ísrael og Jórdaníu góðs
af verkefninu, en þær fá fersk-
vatn og rafmagn frá orkuverum
sem tengjast lögninni.
Gagnrýnendur segja að
vatnsveitan muni aðeins flytja
tíunda hluta þess vatnsmagns
sem þarf til að snúa þróun-
inni við, og verkefnið sé aðeins
skugginn af þeirri framkvæmd
sem rætt hefur verið um í ára-
tugi. Aukinheldur er sagt að
vatnsveitan ógni vel þekktum
sérkennum Dauðahafsins.
Austurströnd Dauðahafsins
er í Jórdaníu en vesturströndin
er undir stjórn Ísraela, þó tveir,
þriðju þess sé hluti af heima-
stjórnarsvæði Palestínumanna
á Vesturbakkanum. Palestínu-
LANDBÚNAÐUR Neysla á alifugla-
kjöti hafði í lok síðasta árs sexfald-
ast miðað við stöðuna í árslok 1983.
Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins
er rýnt í gögn Hagstofu Íslands um
kjötneyslu landans.
Fram kemur í blaðinu að veru-
legar breytingar hafi orðið á neyslu-
mynstri Íslendinga frá 1983. „Sam-
kvæmt þessum tölum var neyslan
á kindakjöti í árslok 2012 innan við
helmingur þess sem hún var í árs-
lok 1983.“
Áður var kindakjöt uppistaðan, en
1983 neyttu Íslendingar að meðal-
tali 45,3 kílóa á mann. „Neysla á
kindakjöti minnkaði síðan jafnt og
þétt þar til hún náði lágmarki árið
2011 í 18,8 kílóum á mann, eða 24
prósentum af heildarkjötneyslunni,“
segir í Bændablaðinu. Frá þeim
tíma hafi neysla kindakjöts svo auk-
ist aftur, komin í 26 prósent í árslok
2012. Alifuglar eru hins vegar enn í
sókn, tóku fram úr kindakjöti 2007
og var neysla alifuglakjöts í lok síð-
asta árs komin í 26 kíló á mann, 32
prósent af heildarneyslu. - óká
Alifuglar hækkuðu enn flugið í kjötneyslumynstri landsmanna á síðasta ári:
Helmingi minna kindakjöt borðað en 1983
➜ Kjötneysla landans árin 1983 og 2012LANDBÚNAÐUR Í ár hafa þegar selst
fleiri egg en selst hafa á einu ári
áður, jafnvel þótt desember sé ekki
nema hálfnaður. Á þetta er bent í
nýútkomnu Bændablaði.
„Það fór að bera á því fyrir
svona tveimur til þremur árum að
sala á eggjum fór að aukast,“ er
haft eftir Þorsteini Sigmundssyni,
eggja- og kjúklingabónda í Elliða-
hvammi. Hann rekur breytinguna
til lífsstílsbreytinga sem áhrif hafi
á mataræði með áherslu á lítið af
einföldum kolvetnum í fæðu. - óká
Breyttur lífsstíll hefur áhrif:
Egg seljast nú
sem aldrei fyrr
Dæla úr Rauðahafi í
hverfandi Dauðahaf
Ísrael, Jórdanía og Palestína leggja um 180 kílómetra vatnsleiðslu frá Rauðahafi
til Dauðahafs. Leiðslan er svar við því að yfirborð Dauðahafsins lækkar um einn
metra á ári. Gagnrýnendur efast og segja annað liggja að baki framkvæmdinni.
13%
5%
7%7%
68%
26%
17%
2%23%
32%
Kindakjöt
Nautakjöt
Hrossakjöt
Svínakjöt
Alifuglakjöt
SKIPTINGIN Gögn
Hagstofunnar sýna
breytt neyslu-
mynstur landans.
● Dauðahafið er stórt stöðuvatn á landamærum
Ísraels og Jórdaníu
● Nafn Dauðahafsins má vísast rekja til þess að það
er svo salt að þar þrífast hvorki fiskar né aðrar
stærri sjávarlífverur. Eina lífið sem þar finnst eru
smásæir þörungar og gerlar
● Dauðahafið er miklu saltara en sjór. Ástæðan fyrir
seltu þess er sú að þar ríkir ekki jafnvægi á milli
innstreymis og útstreymis. Áin Jórdan streymir í
Dauðahafið, auk þess sem minni ár leggja því til
vatn. Hins vegar er ekkert útstreymi úr vatninu
enda er það undir sjávarmáli
● Selta Dauðahafsins er nú 26-35%, um 10 sinnum
meiri en selta hafsins
● Þessi mikla selta gerir það að verkum að menn
sem baða sig í Dauðahafinu geta hvorki synt né
sokkið
● Yfirborð Dauðahafsins er meira en 420 metra
undir sjávarmáli og er það lægsti staður á yfir-
borði jarðar. Á 20. öld lækkaði yfirborð Dauða-
hafsins um rúma 25 metra; þróun sem nú er mun
hraðari.
Heimild: Vísindavefurinn
Hvorki er hægt að synda né sökkva
HVERFANDI Á síðustu öld lækkaði yfirborð Dauðahafsins um
rúma 25 metra en nú er þróunin enn hraðari. NORDICPHOTOS/AFP
PI
PA
R\
TB
W
A
S
ÍA
1
33
6
39
Fallegar jólagjafir
- okkar hönnun og smíði
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
Lokað í dag föstudag!
Opnum mánudag 16.12.
að Dvergshöfða 27 110 Rvk
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Á FLOTI Vegna seltu Dauðahafsins er mönnum lífsins ómögulegt að sökkva, og því
sækja milljónir manna þangað til heilsubaða. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Ísrael
Elat
AqabaRauðahafið
Egypta-
land
Jerúsalem
Vesturbakkinn
Hebron
Jeríkó Amman
65 km.
Dælustöð
Afseltunarstöð
Uppistöðulón
Vatnsaflsvirkjun
Dauðahafið
Vatnspípa
Jórdanía
Afseltunarstöð
Vatnsaflsvirkjun
Dreifistöð
VATNSLEIÐSLA FRÁ
RAUÐAHAFI Í DAUÐAHAFIÐ
Gaza
1983 2012
menn njóta í engu þeirrar auð-
lindar sem svæðið er.
Dauðahafið, sem liggur 400
metra undir sjávarborði, er
segull fyrir ferðamenn. Þar
leita menn sér lækninga og
dægrastyttingar með því að
láta sig fljóta um í vatni sem er
tíu sinnum saltara en sjór, en
Dauðahafið er í raun stöðuvatn.
Ísraelsk fyrirtæki selja auk
þess heilsu- og fegrunarvörur
unnar á svæðinu fyrir geipi-
háar upphæðir.
Vatnsleiðslan mikla mun
liggja um Jórdaníu og það mun
taka fimm ár að leggja hana,
með ærnum kostnaði. Talið er
að framkvæmdin muni kosta
500 milljónir punda, eða tæpa
100 milljarða íslenskra króna.
svavar@frettabladid.is