Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 12

Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 12
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Amerískir með klakavél 20% afsláttur Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. P IP A R \T B W A - 1 02 97 5 LÁTUM FRIÐARLJÓSIÐ LÝSA UPP AÐVENTUNA SJÁVARÚTVEGUR „Reksturinn stendur í járnum á þessu ári eins og síðustu árin, en þá hefur jafnt og þétt gengið á svigrúmið til að halda úti kjarnastarfseminni. En það eru horfurnar á næsta ári sem setja þetta á alvarlegra stig, en líka þarf að tryggja fjárhags- forsendur starfseminnar árið 2015 og síðar, því hér er fyrst og fremst um að ræða árlega vöktun á fiskistofnunum, sem er nauðsyn- leg forsenda fiskveiðiráðgjafar og sjálfbærra veiða,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofn- unar. Jóhann skrif- aði grein í Morg- unblaðið í gær þar sem hann segir að þrátt fyrir margra ára aðhald í rekstri og hartnær tíu ára stöðuga rekstrarhagræðingu, hafi stofnuninni tekist að halda úti kjarnastarfsemi sinni. Þessu sé öfugt farið nú í ljósi niðurskurðar í ríkisfjármálum. „Eins og á við um flestar stofn- anir ríkisins eru horfur á að Haf- rannsóknastofnun muni þurfa að draga úr starfsemi sinni á næsta ári. Fullyrða má hins vegar, að nið- urskurður starfseminnar í viðbót við það sem þegar er orðinn, mun stefna sjálfbærri nýtingu fiski- stofna á Íslandsmiðum í hættu, sem og orðspori Íslands, íslenskra sjávarafurða og markaðssetningu þeirra,“ segir Jóhann. - shá Niðurskurður hjá Hafrannsóknastofnun setur að óbreyttu sjálfbæra nýtingu fiskistofna í uppnám: Segir að orðspori Íslands sé stefnt í hættu BUNDINN Viðbúið er að draga þurfi úr úthaldi skipa og fella niður rannsóknir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JÓHANN SIGURJÓNSSON Maí 2005 Century Aluminium, Reykjanesbær og Hitaveita Suðurnesja hefja könnun á möguleikum á álveri Norðuráls í Helguvík. Þetta eru fyrstu staðfestu fregnirnar um væntanlegt álver Apríl 2006 Lóðarsamningur undirritaður milli Norður- áls og Reykjanesbæjar. Með því tryggir Norðurál sér lóð, ásamt því að semja um gjöld til Reykjanesbæjar Apríl 2007 Samningur um orkusölu milli Hitaveitu Suðurnesja og Norðuráls. Þessi samningur var undirritaður í kjölfar viljayfirlýsingar milli Norðuráls, HS og Orkuveitu Reykjavíkur, sem undirritaði orkusölusamning nokkrum vikum síðar Mars 2008 Reykjanesbær og Sveitarfélagið Garður veita Norðuráli byggingarleyfi fyrir álveri. Tveimur dögum síðar hófust undirbúningsframkvæmdir í Helguvík Júní 2008 Fyrsta skóflustunga tekin að álveri í Helguvík. Ráðherrar, bæjarstjórar og þingmenn svæðisins tóku þátt í athöfninni þar sem andstæðingar álversins mótmæltu harðlega September 2008 Norðurál fær starfsleyfi frá Um- hverfisstofnun Júní 2009 Stöðugleikasáttmálinn undirritaður. Þar kveður á um að Helguvíkurálveri verði unnið brautargengi Ágúst 2009 Iðnaðarráðherra og forsvarsmenn Norðuráls undirrita fjárfestingarsamning Ágúst 2010 Iðnaðarráðherra stendur fyrir samstarfs- fundi með Norðuráli, orkufyrirtækjunum, sveitar- félögum og stofnunum, til að ræða stöðu mála og eyða óvissu varðandi framhaldið Desember 2011 Gerðardómur úrskurðar að HS Orka þurfi að standa við samninginn við Norðurál um að útvega álveri í Helguvík raforku Maí 2012 Gerðardómur úrskurðar að Norðuráli hafi verið óheimilt að skerða innkaup á rafmagni frá HS Orku og OR September 2012 Michael Bless, forstjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, segir að samningar um orku fyrir álver í Helguvík séu á lokametrunum Júní 2013 Forstjóri HS Orku segir álverð of lágt í heiminum til að hægt sé að byggja bæði arðsamt álver í Helguvík og arðbærar virkjanir Desember 2013 Bless segir á fundi með Bank of America að álver verði ekki byggt í Helguvík við núverandi aðstæður. Hann segist tilbúinn að líta á fjár- festingu fyrirtækisins í álveri í Helguvík sem „sokkinn kostnað“ Átta ára ferli á krossgötum?– Álver í Helguvík 2005-2013 VIÐSKIPTI Matvælaframleiðslu- fyrirtækið Bakkavör hefur selt dótturfyrirtæki sitt í Tékklandi, Heli Food Fresh. Kaupverðið er ekki gefið upp. Dótturfyrir- tækið hefur fram að þessu haldið utan um fram- leiðslu Bakka- varar í Tékk- landi á tilbúnum réttum. Ágúst Guð- mundsson, forstjóri Bakkavarar, segir í tilkynningu vegna sölunn- ar að hún sé annað skref í átt að markmiði fyrirtækisins um að ein- blína eingöngu á þá markaði sem bjóði upp á bestu vaxtarskilyrðin. - hg Bakkavör losar sig við eign: Seldi tékkneskt dótturfyrirtæki ÁGÚST GUÐMUNDSSON IÐNAÐUR „Það er ekkert nýtt í þessu en það eru heldur ekki góðar fréttir. Það eru engar góðar fréttir í kringum álver í Helgu- vík,“ segir Árni Sigfússon, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ. Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að forstjóri Century Alum- inium, Michael Bless, hefði sagt á fundi með bandarískum greining- araðilum að ekki yrði farið lengra með álver í Helguvík nema arð- semi yrði góð. Viðskiptablaðið segir að sam- kvæmt þeim gögnum sem það hafi, hafi Bless sagt að orku- verð sem HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur bjóði sé of hátt og Landsvirkjun geti ekki útvegað þá orku sem til þarf. Sagðist Bless tilbúinn að líta á fjárfestingu í Helguvík sem „sokkinn kostnað“. Árni segir að menn séu ekki hættir við verkið þó enn sé ekki búið að semja um orkuverð eða afhendingu orkunnar. „Þegar forstjórinn talar um sokkinn kostnað þá meinar hann að það sé ekki hægt að gera ráð fyrir að það verði ávöxtun af framkvæmdinni. Það verði að taka tillit til þess mikla vaxtakostnaðar sem hafi orðið af því og hann verði að fella niður.“ Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að enn sé áhugi á verkefninu. „Það þarf að klára orkumálin en ekkert liggur fyrir með orku- afhendingu frá HS Orku og Orku- veitunni. Við höfum verið að kanna hvort fleiri séu aflögufærir en það hefur verið lítið um svör enn þá. Menn vísa til endurskoðunar rammaáætlunar,“ segir Ragnar. Hann bætir við að menn hafi verið að bjóða hærra verð fyrir orkuna og það yrði litið fram hjá þeim kostnaði sem kominn sé en það hafi ekki dugað til enn þá. Ásgeir Margeirsson, stjórn- arformaður HS Orku, segir að fyrir tækið hafi fullan hug á að ná samningum um orkusölu til álvers Norðuráls í Helguvík. „Við höfum enn fullan hug á að ná samning- um og höfum unnið að því allan tímann. Við trúum því að það geti gerst. En hvort það gerist veit ég ekki,“ segir Ásgeir johanna@frettabladid.is Engar góðar fréttir af álveri í Helguvík Enn er vonast til að álver rísi í Helguvík. Forstjóri Norðurorku segir að enn sé áhugi á verkefninu. Stjórnarformaður HS orku segir að menn hafi fullan hug á að ná samningum um orkusölu. Hvort það gerist viti hann hins vegar ekki. Í UPPNÁMI Fréttir bárust af því í gær að forstjóri Century Aluminium hefði sagt að ekki yrði farið lengra með álver í Helgvík nema tryggt væri að arðsemi yrði góð. For- stjóri Norðuráls segir að enn sé hugur í mönnum að reisa álver. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÁRNI SIGFÚSSON MICHAEL BLESS Við höfum ennþá fullan hug á að ná samn- ingum. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku. DÓMSMÁL Samningur Fluga- straums ehf. við SP-Fjármögnun hf. um fjármögnun á kaupum á dráttarvél var lánssamningur að mati Hæstaréttar og gengis- trygging fjárhæða því ólögmæt. Í samningnum, sem gerður var árið 2006, var kveðið á um geng- istryggingu fjárhæða. Slík geng- istrygging telst vera ólögmæt ef um er að ræða lánssamning en lögmæt ef um er að ræða leigu- samning. Í tilkynningu frá Landsbankan- um segir að ljóst sé að dómurinn hafi áhrif á mat á því hvort sam- bærilegir samningar hjá Lands- bankanum teljist vera leigusamn- ingar eða lánssamningar með ólögmæta gengistryggingu. Farið verður yfir fordæmisgildi dóms- ins á næstunni. - hva Gengistrygging ólögmæt: Hefur áhrif á aðra samninga LÖGREGLUMÁL Svo virðist sem karl og kona hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stela. Parið var handtekið í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar í gær og á því fundust skartgripir fyrir á fjórðu milljón króna. Þau komu til landsins á mánu- dag og sama dag hafði lögregla afskipti af þeim vegna þjófnaðar á fatnaði og matvælum. Þau héldu svo áfram að láta greipar sópa uns þau voru handtekin, yfir- heyrð og send úr landi. - jme Handtekin í flugstöðinni: Stálu djásnum fyrir milljónir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.