Fréttablaðið - 13.12.2013, Side 16
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 16
SAMFÉLAGSMÁL Samtökin Röddin – baráttusamtök
fyrir réttindum utangarðsfólks voru stofnuð á fjöl-
mennum fundi í Iðnó.
Í stjórn eru sjö félagsmenn og þrír til vara.
Stjórnarformaður var einróma kjörinn Alma Rut
Lindudóttir. Auk hennar eru í stjórn þau Bjarni
Tryggvason, Elísabet Kristjánsdóttir, Gunnhildur
Bragadóttir, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Laufey
Bára Einarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Samtökin eru landssamtök og tilgangur þeirra er,
eins og nafnið bendir til, að berjast fyrir réttindum
og vinna að málefnum utangarðsfólks.
Samtökin munu leitast við að koma að og hafa
mótandi áhrif á allar aðgerðir stjórnvalda sem lúta
að málefnum utangarðsfólks. Það verður m.a. gert
með því að efla samtakamátt þeirra sem láta sig
málið varða og vinna með öðrum félagasamtökum
og hópum sem hafa svipuð markmið. Einnig skal sjá
til þess að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar verði
virt og þeim mannréttindasáttmálum sem Ísland á
aðild að sé framfylgt.
Efla skal gagnrýna og málefnalega umræðu um
þjónustu við utangarðsfólk og stuðla að því að þeim
sem lenda utangarðs verði búin skilyrði til að njóta
hæfileika sinna.
Þeir sem vilja gerast stofnfélagar geta haft
samband við Ölmu Rut Lindudóttur á netfanginu
Almarut@internet.is. - fb
Baráttusamtök fyrir réttindum utangarðsfólks voru stofnuð í Iðnó í gær:
Röddin fyrir utangarðsfólk
STJÓRNARFORMAÐUR Alma Rut Lindudóttir hefur verið
kjörin stjórnarformaður Raddarinnar. MYND/ERNIR EYJÓLFSSON
HEILBRIGÐISMÁL Landssamband eldri borgara
(LEB) og Securitas hafa gert með sér langtíma-
samning um kynningu, þróun og innleiðingu á
tæknilausnum sem auðvelda öldruðum búsetu á
eigin heimili. Með slíkum lausnum má tryggja
að fólk geti búið á eigin heimili eins lengi og
mögulegt er.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður
LEB, tekur í sama streng „Það er mikilvægt
fyrir farsæld þeirra 21 þúsund einstaklinga
sem eru félagsmenn í 53 aðildarfélögum LEB að
velferðartækni sé nýtt þar sem hennar er þörf
og þetta samstarf er liður í þeirri viðleitni.“
Um er að ræða svonefnda velferðartækni sem
auk öryggismála felur í sér notkun ýmiss konar
tækja til að auðvelda daglegt líf aldraðra. Þar
á meðal til samskipta, hreyfiaðstoðar, heilsu-
farsvöktunar og heimilisstarfa. Með breyttri
aldurssamsetningu þjóðarinnar þar sem hlut-
fall aldraðra fer vaxandi verður velferðartækni
sífellt mikilvægari, að því er segir í fréttatil-
kynningu.
„Þessi samningur við LEB er þýðingar mikill
fyrir okkur í Securitas til að skilja sem best
þarfir þessa mikilvæga hóps sem við viljum
þjóna vel og lengi við síbreytilegar aðstæður,“
segir Guðmundur Arason, forstjóri Securitas.
- fb
Landssamband eldri borgara og Securitas semja um tæknilausnir sem auðvelda fólki að búa heima:
Tæknin nýtt þar sem hennar er þörf
SAMIÐ Guðmundur Arason, forstjóri Securitas
hf., og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður
LEB, handsala samkomulagið.
EFNAHAGSMÁL Að mati Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins (AGS) kemur
boðuð skuldaniðurfærsla ríkis-
stjórnarinnar til með að auka byrð-
ar Íbúðalánasjóðs.
Í viðtali við Bloomberg-frétta-
veituna segir Daria Zakharova,
sendifulltrúi AGS sem fer með
málefni Íslands,
að aðgerðirnar
hafi í för með
sér aukna hættu
fyrir Íbúðalána-
sjóð vegna þess
að þær ýti undir
uppgreiðslu lána
hjá sjóðnum.
Uppgreiðsla lána
skapar sjóðnum
vandræði þar
sem hann getur
ekki endurfjár-
m a g n a ð e ð a
breytt kjörum
skuldabréfa sem
gefin voru út til
að fjármagna
útlánin. Þetta
segir Zakharova
að kalli á enn aukin fjárframlög
ríkisins til sjóðsins.
Í frétt Bloomberg segir að AGS
áætli að ríkið kunni að þurfa að
leggja sjóðnum til 40 milljarða
króna til viðbótar á næstu fjórum
árum til þess að eiginfjárhlutfall
hans haldist yfir 2,5 prósentum.
Það sé þó ekki nema helmingurinn
af lögboðnu 5,0 prósenta eiginfjár-
hlutfalli.
Sigurður Erlingsson, forstjóri
Íbúðalánasjóðs, kveðst ekki tjá sig
um tölulegar fullyrðingar Bloom-
berg. Hvað áhrif skuldaleiðréttinga
ríkisstjórnarinnar varði þá sé enn
nokkur óvissa um endanleg áhrif
þeirra á Íbúðalánasjóð.
„Málið á eftir að fara í þing-
lega meðferð og þar geta ýmsir
hlutir breyst. En ljóst er að þetta
er bæði stór aðgerð og eins og hún
hefur verið kynnt þá er ljóst að hún
kemur til með að hafa jákvæð áhrif
á lánasafn sjóðsins.“
Með aðgerðunum getur greiðslu-
geta lántaka aukist og þar með
gætu heimtur sjóðsins á lánum
batnað. Að auki kunna veð sem,
sjóðurinn hefur fyrir lánum, að
hækka með hækkandi eignaverði.
Sigurður segir hins vegar erfitt á
þessu stigi að meta mögulega upp-
greiðsluáhættu sjóðsins af aðgerð-
unum. „Heilt yfir þá líður manni
ekkert illa með þetta.“
Sigurður segir um leið ljóst að
við aðgerðirnar þurfi sjóðurinn að
færa niður lán í lánasafni sínu, en
á móti komi framlag úr ríkissjóði.
„Það er að segja fullar bætur fyrir
þau lán sem við þurfum að færa
niður. Þannig að nettóáhrifin eru
þau að lánasafnið minnkar og við
fáum fjármuni á móti því.“
Í rökstuðningi vaxtaákvörðunar
peningastefnunefndar Seðlabank-
ans í vikunni kom fram að nefnd-
in teldi að áhrif skuldaniðurfærsl-
unnar á verðbólgu hafi verið
vanmetin. Í viðtali Bloomberg við
sendifulltrúa AGS kemur jafnframt
fram að sjóðurinn telji að fjármun-
um sem verja eigi í niðurfærsluna
yrði betur varið í að greiða niður
skuldir ríkisins. olikr@frettabladid.is
Segja Íbúðalánasjóð
fá niðurfærslu í bakið
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar við leiðréttingu hús-
næðisskulda auka á vanda Íbúðalánasjóðs. Forstjóri sjóðsins segir endanleg áhrif
aðgerðanna vegna uppgreiðslu lána óljós. Aðgerðirnar hafi einnig jákvæð áhrif.
SÉRTÆKAR AÐGERÐIR KYNNTAR Fjármálaráðherra og forsætisráðherra kynntu
fyrir hálfum mánuði niðurfærslu lána og hugmyndir um að séreignarlífeyrissparn-
aður nýtist í niðurgreiðslu húsnæðislána. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SIGURÐUR
ERLINGSSON
DARIA
ZAKHAROVA
ORKUMÁL Byggja á sex þúsund rúmmetra heitavatnstank á Akranesi í
stað tvö þúsund rúmmetra tanks sem þar er.
Vandamál hafa verið með heitt vatn á Akranesi sem veitt er til bæj-
arins frá Deildartunguhver í Borgarfirði. Bæjarstjórnin segist ánægð
með nýja heitavatnsgeyminn en að byrja verði á að leita að framtíð-
arlausn. „Í því felst bæði að hefja tilraunaboranir eftir heitu vatni í
nágrenni Akraness og að flýta endurbótum við Deildartunguæðina
eins og kostur er,“ segir bæjarstjórnin. - gar
Brugðist við ítrekuðum vanda hitaveitu á Akranesi:
Þrefalda tank fyrir heitt vatn
HEITAVATNSLÖGN Pípur frá Deildartunguhver voru endurnýjaðar 2011.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EVRÓPUSAMSTARF
Opnað fyrir umsóknir
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í
Horizon 2020, nýrri rannsókna- og
nýsköpunaráætlun Evrópusambands-
ins. Áætlunin nær til áranna 2014 til
2016. Hér hefur Rannís umsjón með
áætluninni. Íslensk heimasíða Horizon
2020 er sögð í smíðum.
EFNAHAGSMÁL
Viðspyrnu náð í OECD
Í nýrri mánaðarskýrslu Efnahags- og
framfarastofnunarinnar, OECD, eru
horfur í heimshagkerfinu sagðar
jákvæðari á næsta ári. Í umfjöllun IFS
Greiningar kemur fram að merki séu
sögð um viðspyrnu og ráð gert fyrir
aukinni iðnframleiðslu.
RÁÐNING Finnur Árnason hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
Þörungaverksmiðjunnar á Reyk-
hólum.
Finnur hefur komið víða að
stjórn og rekstri fyrirtækja, svo
sem í sútun og harðviðarþurrk-
un, auk þess sem hann var fram-
leiðslustjóri Slippfélagsins.
Finnur, sem er fæddur 1958,
lauk B.Sc.-námi í efnafræði við
HÍ árið 1985 og Fil.cand.-prófi í
rekstrarhagfræði frá Háskólan-
um í Gautaborg 1988. - fb
Þörungaverksmiðjan:
Finnur Árnason
ráðinn til starfa
milljarða króna
gætu stjórnvöld
þurft að leggja Íbúðaláni til
næstu fj ögur árin til að
halda eiginfj árhlutfalli
sjóðsins yfi r 2,5 prósentum.
40