Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 25

Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 25
FÖSTUDAGUR 13. desember 2013 | SKOÐUN | 25 Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Kæra (hugsanlega ímyndaða) barn. Já, þú sem sendir mér bréf og kvartaðir undan því að sumir í skólanum þínum hafi fengið iPhone 5 og dýrar græjur meðan þú fékkst bara tréliti og mandar- ínur. Þú spyrð af hverju ég gefi ekki öllum duglegum börnum sömu gjafir. Já, seisei. Það er nú því miður einfalt svar við því, kallinn minn. Ég er goðsagnavera. Það eru for- eldrarnir sem kaupa gjafirnar. Þannig að ástæðan fyrir því að þú fékkst mandarínu en Solla iPhone 5 (sem ég trúi nóta bene ekki að hún hafi í alvöru gert) er sú að mamma þín keypti handa þér mandarínu en mamma eða pabbi Sollu keyptu handa henni iPhone 5. Ég geri raunar ráð fyrir að þú vitir þetta nú þegar, rétt eins og flest börn gera svona tveimur- þremur árum áður en þau hætta að spila þennan leik með foreldr- um sínum. En ef það var ekki til- fellið, ef ég var að stinga á ein- hverri sápukúluveröld þá er það leitt en það var nú erfitt að halda áfram þessum blekkingum, úr því að þú spurðir svona hnitmið- að. Eitt er að fá barn til að haga sér vel með loforðum um gjafir. En annað er að reyna að útskýra að jólasveinninn gefi ríkra manna börnum dýrari gjafir. Kommon! Af hverju ætti ég að gera það? Og hvernig mögulega gæti ég réttlætt það? Þú veist aldrei alla söguna Sumir vilja reyndar meina að þú sért ekki til í alvörunni heldur uppspuni fullorðins fólks sem skrifaði þetta bréf í þínu nafni. Ef svo er: Engar áhyggjur, vel- kominn í klúbbinn. En sama hvort það er tilfellið eða ekki stendur eftir réttmæt spurn- ing: Er það sanngjarnt að börn fái misdýrar gjafir á jólunum? Og miðað við hve margir deila þessu bréfi þá finnst mörgum það ekki sanngjarnt. Það var nú við því að búast af okkur Norð- urlandabúunum. Við viljum ekki að neinn fái að halda að hann sé eitthvað spes, því þá gæti öðrum liðið illa. Fólk sem segist hata efnishyggjuna kvartar sáran undan því að aðrir fái flottara dót. Pössum okkur aðeins. Til að byrja með þarf ekki að vera að þeir sem segjast hafa fengið dýrar gjafir segi satt. Fólk ýkir, börn ýkja. Svo getur verið að sumt af þessu sé bara rógburð- ur og hluti af einhverju einelti. „Gunna er rík – pabbi hennar gaf henni dýran síma – lemjum hana.“ En jafnvel þótt einhver fái dýran hlut, þá veistu aldrei alla söguna. Sumir foreldrar hitta börn sín lítið. Sumir pabb- ar vinna kannski á sjó. Sumir foreldrar búa ekki einu sinni með börnunum sínum. Sumir eru kannski mikið lasnir. Svo koma jólin og sumir foreldrar reyna kannski að bæta fyrir eitthvað með því að gefa dýrar gjafir. Ég er ekki að segja að það sé eitthvað frábærlega sniðugt, en gefum fólki smábreik. Þetta eru jólin. Breytum jólunum ekki í norræna nornaveiðahátíð. Sumir foreldrar eru ríkari en aðrir og hafa þar af leiðandi efni á dýrari gjöfum. En það getur líka vel verið að foreldrar þess- arar stelpu, sem átti að hafa fengið dýran síma í skóinn, hafi ekkert frekar haft efni á þessu en mamma þín en keypt hann samt. Þau hafi hækkað heim- ildina á kortinu og steypt sér í skammtímaskuldir. Það er ekki mjög gáfulegt. Fyrirmyndargjöf Mömmu þinni þykir vænt um þig. Þess vegna verður hún leið þegar hún heyrir að þér finnist gjafirnar sem þú færð ekki nógu fínar. En þú mátt bara vera glað- ur yfir að eiga mömmu sem er þér svona góð fyrirmynd. Hún ætlar ekki að nota peninga sem hún á ekki til að kaupa handa þér hluti sem þú þarft ekki á að halda. Hún kaupir handa þér það sem hún hefur efni á. Hún má vera stolt af þeirri gjöf sem hún er að gefa þér með þessu góða fordæmi. Með þá fyrirmyndar- gjöf ættirðu að pluma þig ágæt- lega í lífinu. Gleðileg jól - Jólasveinninn (Samt bara Pawel) Jólasveinninn svarar Breytum jólunum ekki í norræna nornaveiðihátíð. Ekkert lát virðist á vin- sældum loðfelda á Íslandi og er það ekki síst áberandi nú í aðdraganda jólanna þegar kuldinn sækir að landsmönnum. Búið er að fylla á lagera verslana og mikið úrval tegunda er að finna í hillum. Loðfeldur er vinsæl jólagjöf í ár líkt og undanfarið. Flík sem áður var munaðarvara, kostaði handlegg og var oft aðeins gefin á stórafmælum er nú seld í flestum tískuvöru- verslunum á verði sem neytendur ráða auðveldlega við. Hvernig má það vera? Kínverjar eru stærstu framleið- endur loðfelda á heimsvísu. Kín- versk bú eru óteljandi og þeim fer fjölgandi. Sögum ber ekki saman um það hvort lög um dýravelferð séu yfirhöfuð til staðar í Kína. Aðferðir, sem beitt er við loð- dýraframleiðslu þar, eru vægast sagt hræðilegar og næsta víst að íslensku búi yrði samstundis lokað, gerðist íslenskur framleiðandi upp- vís að því að beita sömu aðferðum. Framleiðslan í Kína miðar að því einu að hámarka hagnað. Búin stækka og framleiðslukostnaðurinn lækkar. Keppst er við að koma sem flestum dýrum á hvern fermetra, sem minnstu er kostað til við fóður, vatn, hita og birtu; rétt þannig að dýrin haldist á lífi nógu lengi til þess að hægt sé að koma loðfeld- inum í verð. Kostnaður við aflífun er mismikill og aðferðirnar margar eins og ógrynni myndbanda á ver- aldarvefnum sýna. Dýrin eru ýmist kæfð með útblæstri frá mótor, gefið raflost í enda- þarm, barin til dauða með prikum, stigið á háls þeim og stappað og þau jafnvel fláð lifandi. Þessar mynd- bandsklippur geta eflaust fáir horft á til enda. Loðfeldur í íslenskum verslunum er iðulega merktur íslensk hönnun, en hvergi kemur fram upprunaland feldar- ins. Íslenskir loðdýrabændur selja allan sinn loðfeld úr landi og þar sem Kínverjar framleiða mest allra af loðfeldi er ekki erfitt að gera sér í hugarlund hvaðan ódýri loðfeldur- inn, sem við sjáum hér í verslunum, kemur. Samstillt átak tískuhúsa og fram- leiðenda hefur byrgt okkur sýn á það hvers dýrin raunverulega gjalda til þess að við getum klæðst þessari tískuvöru. Standa íslensk- ir neytendur kannski í þeirri trú að lög og reglugerðir komi ein- hvern veginn í veg fyrir að vörur framleiddar á þennan hátt nái inn á íslenskan markað? Á meðan við gerum ekki lágmarkskröfur til framleiðenda um að velferð dýr- anna sé tryggð mun þessi tísku- vara halda sessi sínum á íslenska markaðnum. Hvar drögum við lín- una? Hvers eiga dýrin að gjalda? Munum að við kjósum með veskinu. Hvers eiga dýrin að gjalda? DÝRAVELFERÐ Guðný Nielsen iðnaðarverk- fræðingur og stjórnarmeðlimur í Velbú, sam- tökum um velferð í búskap. ➜ Kínverjar eru stærstu framleið- endur loðfelda á heimsvísu. RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS HEIMABÍÓ Í EINUM HÁTALARA JBL Cinema SB200 59.990 VERÐ HELSTU KOSTIR • Getur notað sömu fjarstýringu og sjónvarpið • Harman Display Surround tækni • Þráðlaus Bluetooth tenging • Einfalt í uppsetningu SM.I S
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.