Fréttablaðið - 13.12.2013, Page 26

Fréttablaðið - 13.12.2013, Page 26
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 26 Þegar líða fer að sveitar- stjórnarkosningum langar undirritaða að benda á svið sem nýta mætti betur til uppbyggingar í velferðar- málum í samfélaginu. Ég held að flestir geti verið sammála mér í því að eitt helsta velferðar- málefni og áskorun í okkar samfélagi er að tryggja háa atvinnuþátttöku borg- aranna. Samkvæmt nýlegri skýrslu Fjölmenningar- seturs virðist þó vera hópur sem á erfiðara uppdráttar á atvinnu- markaðnum en aðrir. Það eru inn- flytjendur og afkomendur þeirra, sem í ríkari mæli en íslenskir rík- isborgarar hafa misst atvinnu sína eftir efnahagshrunið. Í skýrslunni er ekki greint svo mikið í tölurnar, enda er þetta tölfræðiskýrsla og því ekki greining á vandanum eða tillögur um úrbætur. Ég ætla því að fá að vitna í skýrslu frá ráðuneyti félags-, barna- og samþættingarmála (Soci- al-, børne- og integrationsminister- iet) í Danmörku sem hefur fram- kvæmt greiningu á sama vanda. Það þarf vart að taka fram að danskt samfélag er með mun lengri reynslu af fjölmenningarsamfélagi en hið íslenska. Þrátt fyrir að sam- setning og hlutfall þjóðerna sé ekki hið sama og á Íslandi má draga hliðstæður af greiningunni. Þar kemur fram að stór áhrifaþáttur er almennt lægra menntunarstig hjá innflytjendum og afkomend- um þeirra sem og vöntun á sterku tengslaneti við Dani. Ég ætla að dvelja aðeins við tengslanetagreininguna, því ég hef ennþá ekki hitt Íslending sem væri til í að hafna þeirri staðhæfingu að tengslanet skipti miklu máli í atvinnuleit á Íslandi. Sú þróun hefur átt sér stað á Íslandi að íslenskir ríkisborgarar af erlendum uppruna og erlendir ríkis- borgarar búa þéttbýlt á fáum stöðum í borginni. 30% íbúa á Kjalarnesi til- heyra þessum hóp og einn- ig 24% íbúa í Efra-Breið- holti. Þessi þróun þarf ekki að vera neikvæð, því oft getur skapast mikill sam- hugur hjá fólki sem er í svipuðum aðstæðum, það er að segja aðfluttir sem hjálpast að því þeir eru án stórfjölskyldunn- ar og vina frá heimalandinu. Hins vegar skapast vandamál ef megin- þorri tengslanetsins samanstend- ur af fólki sem ekki hefur sterka tengingu inn á atvinnumarkaðinn í landinu sem það býr í. Ef einstak- lingur missir atvinnu sína aukast líkurnar á að viðkomandi nái ekki fótfestu aftur á atvinnumarkaðn- um og festist í langtímaatvinnu- leysi. Hvernig má styrkja tengslanet? Rannsóknir á sviði íþrótta- og félagsvísinda hafa bent til að íþróttir hafa ákveðna kosti sem samskiptavettvangur milli fólks af ólíkum þjóðernum í fjölmenn- ingarsamfélagi. Undanfarinn ára- tug hefur danskt samfélag í ríkari mæli unnið að langtímamarkmið- um í fjölmenningarmálum. Þar er litið á íþróttaþátttöku barna sem vettvang til uppbyggingar ein- staklinganna, betri lýðheilsu og umfram allt aukinna samskipta og jafnræðis í samskiptum barna af ólíkum menningaruppruna. Ég ætla að fara örstutt yfir þá efnislegu kosti sem íþróttir hafa sem vettvangur samskipta, en bendi jafnframt á að ekki sé allt jákvætt við íþróttaþátttöku. Íþróttamenning getur haft ókosti eins og t.d. „ljótan tón“ í samskipt- um einstaklinganna í hita leiksins. Íþróttaleikvangurinn getur verið lýðræðislegur vettvangur; allir geta tekið þátt í íþróttinni frá fyrsta degi í nýju landi, því það eru engar formlegar hindranir fyrir þátttöku. Íþróttir hafa einnig verið kall- aðar alþjóðlegt tungumál, eða jafn- vel taldar „þjóðernisblindar“, því líkamstjáning og líkamleg geta í íþróttinni verður aðalsamskipta- miðillinn. Hugurinn tæmist við líkamlega áreynslu. Þetta getur því verið vettvangur þar sem húð- litur, uppruni, trúarbrögð, hefðir og tungumálaerfiðleikar eru í bak- grunni og skipta ekki máli í sam- skiptum. Íþróttaþátttaka getur stækkað tengslanet. Þar hittast einstak- lingar sem e.t.v. myndu ekki hafa samskiptagrundvöll í samfélaginu og byrja að hafa samskipti. Hóp- íþróttir krefjast samvinnu. Þar að auki geta íþróttasigrar á velli haft jákvæð áhrif á sjálfstraust ein- staklinganna og liðsheildina, því liðið getur orðið eins og önnur fjöl- skylda. Ég vil nýta tækifærið og hvetja stjórnmálaflokkana til að setja æskulýðsmálefnin á oddinn og styrkja hag barna, svo að kostn- aður komi ekki í veg fyrir þátttöku í æskulýðsstarfi. Langtímaávinn- ingurinn gæti orðið stór fyrir sam- félag okkar. Getur íþróttavöllurinn verið vettvangur jafnræðis? Ferðamennska á öku- tækjum þarf á nýjum tengileiðum að halda. Ekki er verið að tala um malbikaða vegi, heldur vegslóða. Ferðaþjónustan þarf á öllum þeim leið- um sem til eru í dag og nokkrum nýjum að halda til að dreifa álaginu á landið. Sumum finnst þetta kannski til nokkuð mikils mælst, en ferða- þjónustan er og verð- ur mikilvægur þáttur í efnahag landsins til framtíðar. Tímabært er að líta á ferða- þjónustuna sem alvöru atvinnu- grein sem leggur engu minna til þjóðarbúsins en fiskveiðar og stóriðja. Þar vegur afþreyingar- ferðamennska þungt, enda koma ráðstefnugestir og hvatahópar gjarnan til landsins utan sumar- vertíðar. Veturinn er kjörinn tími með tilliti til náttúruverndar og nýtingar á innviðum. Þessir ferðamenn koma gjarnan til að ferðast í ofurjeppum eða á vél- sleðum um fjöll og firnindi, til að geta notið náttúrunnar fjarri mannabyggðum í ævintýraleg- um ferðum. Þarna hefur íslensk ferðaþjónusta sérstöðu. Þessu þurfa lög og reglugerðir að taka mið af og stuðla þannig að upp- byggingu framsýnnar ferðaþjón- ustu. Uppbygging í stað niður- rifs er það sem ferðaþjónustan þarf á að halda. Ekki boðlegt Með gildistöku nýrra náttúru- verndarlaga stóð til að þrengja að ferðafrelsi almennings. Um margt voru lögin til góðs, en annmarkar þó mun meiri. Lítið sem ekkert samráð var haft við ýmsa hagsmunaaðila líkt og innan ferðaþjónustunnar – það er ekki boðlegt þegar lagasetn- ing sem þessi hefur neikvæð áhrif á ferðafrelsi fólks í leik og starfi. Frá því ég man eftir mér hefur landið heillað, ég ferðað- ist frá barnæsku með fjölskyldu og vinum. Ég sem svo margir aðrir hef atvinnu af því að fara með fólk um landið og það eru mér for- réttindi og heiður að fá að sýna gestum okkar þetta einstaka land og náttúru þess og kenna þeim að koma fram við það af virðingu. Að geta farið um spennandi vegslóða sem eru jafnvel áratuga gamlir þar sem vart er aðra ferðamenn að finna. Fagna ég því frestun gildistöku nýrra náttúruverndarlaga sem engin þjóðarsátt var um. Reyndin er að náttúruvernd hefur verið annaðhvort í ökkla eða eyra. Í þessu málefni sem og öðrum þarf að finna hinn gullna meðalveg. Notum, nýtum, njót- um og verndum í sátt og sam- lyndi. Á Hveravöllum á Kili er minnisvarði um Fjalla-Eyvind og Höllu sem nefnist „Fangar frelsisins“. Gerum ekki alla Íslendinga að föngum frelsisins! Ferðafrelsi á Íslandi? Þriðji hluti ➜ Íþróttaþátttaka getur aukið tengslanet. Þar hittast einstaklingar sem e.t.v. myndu ekki hafa samskipta- grundvöll í samfélaginu og byrja að hafa samskipti. SAMFÉLAG Eva Dögg Guðmundsdóttir cand. mag. í menningar- og innfl ytjendafræðum FERÐAÞJÓN- USTA Þorvarður Ingi Þorbjörnsson fj allabílstjóri og leiðsögumaður ➜ Reyndin er að náttúruvernd hefur verið annað hvort í ökkla eða eyra. Í þessu málefni sem og öðrum þarf að fi nna hinn gullna meðal- veg. Notum, nýtum njótum og verndum í sátt og samlyndi. HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgiSkaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is MÉR VAR HALDIÐ NIÐRI Adolf Ingi Erlingsson, sem nýlega var sagt upp störfum hjá RÚV, segir það ekki hafa farið fram hjá neinum sem fylgist með íþróttum þegar hann hvarf af skjánum. Hann telur ýmislegt óeðlilegt viðgangast í stjórn RÚV. „Löggan í þessari bók gerir ekkert sem ég hef ekki gert sjálfur í starfi mínu hjá lögreglunni“ Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræði, er höfundur glæpasögunnar Hlustað, þar sem meðal annars er lýst umfangs- miklum hlerunum lögreglu og sérstaks saksóknara. FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ Nýliðar ná góðum árangri Álitsgjafar Frétta- blaðsins velja bestu íslensku plötur ársins. Þegar lýðræðið hentar ekki Ólgan í Taílandi undanfarnar vikur á sér margra ára rætur í valdatogstreitu gamla íhalds- flokksins og hinnar auðugu Shinawatra-fjölskyldu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.