Fréttablaðið - 13.12.2013, Side 36
FÓLK|| FÓ K | HELGIN4
HUNDASVÆÐI
Hægt er að finna
öll hundasvæði
landsins á
www.bestivinur.is
er að finna öll
hundasvæði
landsins. Fleiri
upplýsingar má
einnig finna undir
bestivinur.is á
facebook.
Síðastliðið sumar vorum við fjöl-skyldan á ferðalagi um landið og hundurinn okkar með í för. Þá lent-
um við iðulega í vandræðum með hvar
við mættum sleppa honum lausum. Mörg
bæjar- og sveitarfélög hafa opnað sérstök
hundasvæði þar sem hundar mega vera
lausir en við rákum okkur á að upplýs-
ingar um þessi svæði liggja ekki á lausu,“
segir Geir Gígja sem heldur ásamt konu
sinni, Jónínu Einarsdóttur, úti vefnum
tjalda.is þar sem er að finna upplýsingar
um tjaldsvæði á landinu. „Okkur datt í
framhaldinu í hug búa til vefsíðu þar sem
hægt væri að finna öll hundasvæði lands-
ins,“ segir hann og þannig vaknaði hug-
myndin að vefsíðunni bestivinur.is.
Geir segir fólk almennt ekki mjög
upplýst um þau hundasvæði sem eru í
boði. „Við búum í Hafnarfirði og þegar
við höfum hitt hundaeigendur og sagt
þeim frá hundasvæðinu hér í bænum vita
fæstir af því.“
Geir segir ekki hafa verið hlaupið að
því að útvega upplýsingar fyrir síðuna.
„Ég margsendi pósta á sum sveitarfélögin
en ég held að ég sé kominn með öll svæð-
in,“ segir hann og vonar að sveitarfélögin
sjái sér hag í að láta hann vita þegar ný
svæði bætast við. „Ég veit til þess að slík
svæði eru í vinnslu á nokkrum stöðum á
landinu.“
Á vefsíðunni bestivinur.is er að finna
kort sem sýnir hundasvæði á öllu land-
inu. „Höfuðborgarsvæðið stendur ágæt-
lega, líkt og Austurland og ákveðinn hluti
af Norðurlandi, en á Vesturlandi og Vest-
fjörðum er ekki að finna nein slík svæði,“
upplýsir Geir sem telur síðuna ekki síst
gagnast hundaeigendum á ferðalagi.
Fleiri upplýsingar er að finna á síðunni.
„Við höfum safnað saman lista yfir hunda-
þjálfara og -námskeið, hvar finna má
pössun fyrir hundinn, annars vegar hótel-
pössun og hins vegar heimapössun. Við
setjum inn fréttir og skemmtileg mynd-
bönd af hundum og verðum auk þess
með sérfræðinga sem skrifa pistla,“ segir
Geir og lofar lifandi og skemmtilegum vef.
Hundur fjölskyldunnar heitir Ronja og
er af labradorkyni. Hún er fyrsti hundur
þeirra og Geir segir þau læra eitthvað
nýtt af henni á hverjum degi. „Hún er
þriggja ára, getur gert mann gráhærðan
á köflum og er yndisleg þess á milli,“
segir hann hlæjandi. „Maður lærði ekki
almennilega þolinmæði fyrr en maður
eignaðist hund,“ segir hann kíminn.
■ solveig@365.is
HVAR MÁ BESTI
VINURINN VERA?
HUNDAHALD Á nýju vefsíðunni bestivinur.is er hægt að fá upplýsingar um
öll hundasvæði landsins auk fróðleiks, skemmtilegra myndbanda, upplýsinga
um námskeið og hvar finna megi hundagistingu.
BESTU VINIR
Hjónin Geir Gígja og
Jónína Einarsdóttir
með fjölskylduhundinn
Ronju. Hugmyndin að
vefsíðunni bestivinur.
is vaknaði á ferðalagi
með hundinn síðastliðið
sumar.
MYND/DANÍEL
Tónleikarnir eru í kirkjum lands-
ins en í dag verða þau í Egils-
staðakirkju kl. 20, á morgun kl. 16
í Norðfjarðarkirkju og í Kirkju- og
menningarmiðstöðinni á Eskifirði
kl. 21. Á sunnudag troða þau
síðan upp í Skálholtskirkju kl. 15
og í Selfosskirkju kl. 21.
Þetta er í fjórða sinn sem Frið-
rik Ómar ferðast um landið á
aðventunni og hann segir að það
sé ákaflega skemmtilegt og gef-
andi. Hann er í fyrsta skipti með
þessum hópi. „Okkur hefur verið
mjög vel tekið á öllum stöðum.
Það myndast mjög góð stemning
þar sem við komum fram og fólk
er þakklátt fyrir svona jólatón-
leika á aðventunni,“ segir Friðrik
Ómar. „Maður hefur stundum lent
í því að vera veðurtepptur eða
ekki komist á staðinn en núna
hefur færðin ekkert spillt ferðalag-
inu. Við syngjum aðallega jólalög,
gömul og ný, en síðan flyt ég Faðir
vor, eins og ég geri á plötu minni,“
segir Friðrik Ómar enn fremur.
Efnisskráin er hátíðleg en í
senn skemmtileg og því tilvalin
fyrir alla fjölskylduna. Auk þeirra
koma fram barnakórar frá hverj-
um stað fyrir sig.
SYNGJA Í KRINGUM LANDIÐ
Söngvararnir Greta Salóme, Friðrik Ómar, Heiða Ólafs og Jógvan Hansen hafa
verið á ferð um landið með jólatónleika sem þau kalla Jólin eru alls staðar.
GÓÐUR HÓPUR Jógvan og Friðrik Ómar
fara um landið og syngja jólalög með
þeim Gretu Salóme og Heiðu Ólafs.
MYND/GVA
Öll börn eiga rétt á
Gleðilegum Jólum
www.hvitjol.is
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Landsins mesta úrval
af sófasettum
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
laugard. 11-16
AFSLÁTTUR AF VÖLDUM
VÖRUM TIL JÓLA
Rín
Río
30%
Allt a
ð
Valencia
TILBOÐ
Roma