Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 38

Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 38
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og tíska. Tónleikar og heilsa. Jóladressið. Aníta Briem. Skart og förðun. Hönnun og nudd. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 2 • LÍFIÐ 13. DESEMBER 2013 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Marín Manda Magnúsdóttir marinmanda@frettabladid.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Constantine Paraskevopoulos Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært N ú er tíminn þar sem fólk er í hátíðarskapi og er að gera sig fínt fyrir jólin svo mér fannst tilvalið að búa til leik þar sem fjölskyldur gætu tekið þátt, sameinað skemmti- lega samverustund og unnið til frábærra verðlauna í leiðinni,“ segir Theódóra Mjöll Skúladóttir Jack, höfundur nýju bókarinnar Lokkar. Theódóra Mjöll skrif- aði bókina Hárið í fyrra en hún er hárgreiðslusveinn. „Ég held að fólki finnist einstaklega gaman að taka þátt í leikjum og mér þætti mjög gaman ef einhver nýtti sér greiðslurnar í bókinni minni.“ Theódóra Mjöll segir leikinn vera einfaldan þar sem allir geta tekið þátt. Dæmt verður út frá út- færslunni á greiðslunni og sjálfri myndatökunni. „Hugmyndin þarf ekki að vera fullkomin en miklu máli skiptir að greiðslan sjáist vel, hvort sem um er að ræða uppsett hár, fléttur eða annað. Ég vona að sem flestir taki þátt því að það eru svo frábærir vinningar í boði.“ Leikurinn Gerðu fallega hárgreiðslu í þig eða litlu stelpuna, vinkonu eða fjölskyldumeðlim og taktu þátt í leiknum. Sendu myndina á Facebook-síðuna Lífið á Vísi eða í gegnum Instagram með því að merkja myndirnar með #lokk- aroglifið eða sendu með tölvu- pósti á netfangið marinmanda@ frettabladid.is. Myndirnar birtast á Vísi og úrslitin verða tilkynnt 20. desember. Flottustu greiðslurnar að mati dómnefndar hljóta glæsi- lega vinninga en dæmt verður út frá gæðum hárgreiðslunnar og myndatökunni. Vinningslíkurn- ar aukast sé bakgrunnurinn stíl- hreinn og skemmtilegur. Glæsilegir vinningar fyrir 1. 2. og 3. sæti Nánar um leikinn á Vísir.is TAKTU ÞÁTT HÁRGREIÐSLU- LEIKUR LOKKA OG LÍFSINS Theódóra Mjöll Skúladóttir Jack hvetur fólk til að taka þátt í hárgreiðsluleik en stórir vinningar eru í boði. Theódóra Mjöll Skúladóttir Jack, höfundur hárbókarinnar Lokkar. Grínistinn og fjölmiðlastjarn- an Russell Brand hélt seinna uppistand sitt í Hörpu á þriðjudaginn. Sýningin ber heitið Messiah Complex. Ís- lendingar eru ólmir í grín ef marka má fjölda gesta sem lögðu leið sína í tónlistar- húsið. Þar mátti sjá Jón Gnarr borgarstjóra, Sunnu Ben, útvarpskonu á X-inu, og Björk Guð- mundsdóttur tónlistarkonu. Þá mátti einnig sjá systurn- ar Elínu, Elísabetu og Sig- ríði Eyþórsdætur sem saman skipa hljómsveitina Sísý Ey, í góðu yfirlæti. Hugmynd að greiðslu úr bókinni Lokkar. H erraföt eru bara eitt- hvað sem er í DNA-inu mínu og ég hef sakn- að þess að gera herra- föt þar sem ég hef meira og minna verið að skoða blúnd- ur og perlur undanfarin miss- eri fyrir Freebird,“ segir Gunn- ar Hilmarsson fatahönnuður. „Ég var fenginn til að vinna fyrir Kor- mák og Skjöld og ég veit ekkert skemmtilegra en að sitja fyrir há- degi og drekka kaffi með þeim og ræða lögun á tölum. Kaffið er ágætt en félagsskapurinn frábær,“ segir Gunnar. Hann segir sam- starfið hafa verið til fyrirmynd- ar og að augljóst sé að þeir deili sömu ástríðu hvað varðar gæði, snið og söguna á bak við herrafatn- að, sérstaklega áður en iðnaðar- framleiðslan tók yfir. Gunnar segir tíðarandann henta einstak- lega vel hugmyndafræði Kormáks og Skjaldar þar sem fyrirtækið sé byggt upp á skemmtilegum hefð- um og gildum. „Áður fyrr entust föt svo lengi en hér í seinni tíð eru flíkur oft of hannaðar og menn eru bara orðnir eins og jólatré. Í dag vill fólk ákveðin gæði fyrir pen- inginn en það er eitthvað sem við leggjum mikið upp úr,“ segir hann. Nýja herra fatalínan var að mestu unnin úr ítölskum efnum og fram- leidd í Tyrklandi á sömu stöðum og Armani og Paul Smith láta fram- leiða sínar vörur. Kormákur Geir- harðsson segir umræðurnar yfir kaffibollanum snúast um hvernig hægt sé að betrumbæta hönn- unina og þróa grunnhugmynd- ina til að hanna gæðaflíkur, sem henta íslensku veðurfari, á skikk- anlegu verði. „Við notum gömul snið og klassískar hugmyndir en það er alltaf eitthvert tvist í flík- unum. Okkur hefur fundist tweed- efnið heillandi og við erum ótrú- lega sáttir við þróunina á hönnun- inni með samstarfinu við Gunna,“ segir Kormákur og bætir við: „Í skyrtulínunni okkar kennir einnig margra grasa en við höfum verið að prófa okkur áfram með þykk- ari efni þannig að skyrturnar henti jafn vel sem vinnuskyrtur.“ Meira um nýju herrafatalínuna á Facebook undir Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar. TÍSKA TÍÐARANDINN HENTAR HUGMYNDAFRÆÐI KORMÁKS OG SKJALDAR Fatahönnuðurinn Gunnar Hilmarsson hannar nýja og spennandi herrafatalínu með tvíeykinu Kormáki og Skildi. Kormákur, Skjöldur og Gunni. Kormákur og Skjöldur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.