Fréttablaðið - 13.12.2013, Side 40

Fréttablaðið - 13.12.2013, Side 40
FRÉTTABLAÐIÐ Tónleikar og heilsa. Jóladressið. Aníta Briem. Skart og förðun. Hönnun og nudd. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 4 • LÍFIÐ 13. DESEMBER 2013 Sjá fleiri myndir á FLOTT FYRIR JÓLIN Kápur Áður 24.990 Nú 19.990 kr. Kjólar Áður 14.990 Nú 11.990 kr. 20% afsláttur af öllum vörum um helgina Desember er runninn upp, fullur af skemmtilegum uppákomum og veisluhöldum en jafnframt er þetta tímabil sem margir kvíða. Sérstak- lega þeir sem eiga í baráttu við aukakílóin. Jólahlaðborðin, en margir fara á 2-3 slík í desember, auk aðventuveislanna í vinnunni og jólabakstursins heima geta skapað mikinn kvíða og stress fyrir einstak- ling sem er umhugað um að halda aftur af sér og passa upp á að neyta ekki of margra hitaeininga. Félagsleg pressa frá vinum og vandamönnum um að smakka og vera með er mikil og gerir fólki erf- itt fyrir. Mörgum finnst einnig erf- itt að finna sér tíma til þess að mæta í ræktina og viðhalda heil- brigðum lífsstíl. Af hverju ættum við að hætta að næra og bæta líkam- ann? Ekki hættum við að tannbursta okkur þó að það sé mikið álag hjá okkur. 10 góð ráð fyrir jólamánuðinn 1. Haltu þinni daglegu rútínu og ekki sleppa úr máltíðum yfir dag- inn. 2. Borðaðu mikið grænmeti og hreint gæðakjöt. 3. Passaðu skammtastærðirnar, notaðu lítinn disk, veldu á diskinn það sem þú telur hollt/betri kost. 4. Drekktu vel af vatni yfir daginn, vatn fyllir magann og eykur grunn- brennsluna. 5. Áfengi er hitaeiningaríkt, í einu rauðvíns- eða hvítvínsglasi eru um 110-130 hitaeiningar, ekki bæta á þig fljótandi og innihaldslausum hitaeiningum, vandaðu valið! 6. Skrifaðu niður raunhæf mark- mið í jólamánuðinum og límdu upp á ísskáp. Það heldur okkur betur við efnið. 7. Ef þú ert að fara í jólahlaðborð um kvöldið, borðaðu léttan há- degisverð, grænmeti og ávexti yfir daginn og drekktu vel af vatni. 8. Ekki fara í megrun, hreyfðu þig frekar meira. 9. Ekki halda að allt sé ónýtt þó að þú eigir einn slæman dag, það er 31 dagur í desember. 10. Passaðu magnið af óhollust- unni sem þú setur í matinn þinn, það er hægt að minnka smjörið, sykurinn og hveitið sem við notum mikið í jólamánuðinum. Maturinn og kökurnar þurfa ekki að bragð- ast neitt verr og okkur líður betur í kjölfarið. HEILSA TÍU GÓÐ RÁÐ FYRIR JÓLAMÁNUÐINN Hægt er að njóta allsnægta um jólin með góðri samvisku Tinna Arnardóttir. TÓNLEIKAR ILMUR AF JÓLUM Í GRAFARVOGSKIRKJU Gestir skemmtu sér konunglega á tónleikum Heru Bjarkar og félaga í Grafarvogskirkju. Hera Björk og Pétur Örn í góðum gír. S tandandi fagnaðarlæti urðu í lok tónleikanna Ilmur af jólum í troð- fullri Grafarvogskirkju þar sem Hera Björk, Eyþór Ingi, Pétur Örn og Mar- grét Eir komu fram með stór- kór Lindakirkju, gospelröddum og hjómsveit undir stjórn Óskars Einarssonar. Flutt voru lög af nýrri plötu Heru, Ilmur af jólum 2, ásamt lögum af þeirri eldri sem kom út fyrir 13 árum. Til viðbótar voru sungin þekkt jólalög. Þá komu Eyþór Ingi og Pétur Örn fram og fluttu lagið Ég á líf, ásamt kórn- um, gospelröddunum og hljóm- sveitinni svo fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Eftir tónleikana myndaðist löng röð í áritun hjá Heru Björk sem flytur af landi brott fljótlega eftir áramót. Eyþór Ingi, Hera Björk og Margrét Eir komu fram á tónleikum í Grafarvogskirkju. Óskar Einarsson var í miklu stuði. „Hugsunin á bak við Ígló og Indí hefur verið að búa til föt sem börn hafa fulla hreyfigetu í, föt sem eru litrík og glaðleg með flottri grafík, því börn tengja svo mikið við myndir,“ segir Guð- rún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló & Indí. Hún segir að þær Helga hafi uppgötvað að foreldrarnir, einkum mæðurn- ar, hafi gríðarlega mikinn áhuga á að hafa systkini klædd í stíl, sérstaklega þegar kemur að sparifötum. „Við tókum þá ákvörðun fyrir tveimur árum að hanna sparilínuna okkar út frá svokölluðu „systkinakonsepti“ þar sem fötin passa saman fyrir börn á aldr- inum 0 til 12 ára,“ segir Guðrún Tinna og heldur áfram: „Nú hafa náttfötin bæst í hópinn með eitt af uppáhaldsdýrunum okkar úr Ígló & Indí-heiminum, sem er ljónið, en þau fást bæði fyrir stelp- ur og stráka.“ Náttfötin fást í stærðunum 92/98 til 152/158 í verslun Ígló & Indí í Kringlunni eða í vefversluninni igloandindi.com. ÚLFUR OG YLFA NÁTTFÖTIN FRÁ ÍSLENSKA BARNAFATAMERKINU ÍGLÓ & INDÍ Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló & Indí, segir mæður vilja hafa systkini í stíl, sérstaklega yfi r hátíðirnar. Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló & Indí. Sæt systkini í nátt- fötum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.