Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 44

Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 44
FRÉTTABLAÐIÐ Aníta Briem. Skart og förðun. Hönnun og nudd. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 8 • LÍFIÐ 13. DESEMBER 2013 A nita Briem býr í Los Angeles með grísk- ættuðum eiginmanni sínum Constantine Paraskevopoulus. Í fjölda ára hefur hún sinnt leik- konuferli sínum en um jólin eiga þau hjónin von á frumburðinum. Anita segir meðgönguna vera stórbrotna reynslu og hlakkar til að kynnast litla englinum sínum. Til hamingju með óléttuna. Hvenær áttu von á þér? „Takk fyrir. Ég er sett á 28. desemb- er, svo hún gæti í rauninni komið hvenær sem er frá þess- ari stundu. Hún er orðin svo stór og sterk að hún ýtir líffærum mínum til miskunnarlaust. Þetta er allt alvöru núna. Litlir fætur potast upp í rifbein.“ Hvernig hefur þér liðið á með- göngunni? „Ég hef verið ótrú- lega heppin. Ég fann fyrir smá ógleði fyrst en síðan bara smá þreytu einstöku sinnum. Ég get tekið mér 10 mínútna „djúp- svefns-kríu“ næstum því hvar og hvenær sem er. Þegar ég var í tökum á Fólkinu í blokkinni í sumar festi ég oft djúpan svefn á milli atriða, þá vissi enginn af þessu enn og allir héldu ábyggi- lega að ég þjáðist af drómasýki,“ segir hún og hlær. Þetta barn er kraftaverk Hefurðu fengið einhverja sér- staka löngun í mat á meðgöng- unni? „Ég fæ ekki nóg af korn- fleksi. Stundum vakna ég um miðja nótt að drepast úr hungri og verð að fara og fá mér korn- fleks með ískaldri mjólk. Þetta er alveg orðið vandamál. Svo er ég frekar sjúk í ávexti og hangi stundum aðeins í ávaxtadeildinni í búðinni til að njóta ilmsins af ferskum fíkjum og ferskjum.“ Er meðgangan eitthvað í lík- ingu við það sem þú bjóst við? „Ég er orðlaus næstum daglega yfir öllu því sem líkami minn er að gera. Þetta er margfalt meira undur en ég gat ímyndað mér. Svo hefur þetta líka verið ánægjulegra. Mig langaði lengi til að búa til barn en var mjög hikandi og áhyggjufull yfir að kippa mér svona af markaðinum. Ég hef unnið alveg rosalega hörð- um höndum að mínum ferli til að geta klifið hærra og haft meira frelsi til að velja mér leikstjóra til að vinna með og verkefni sem hafa virkilega merkingu fyrir mig. Þó að ég hafi áorkað miklu er þetta allt ósköp brothætt. En þetta kraftaverk gaf mér þá gjöf að sleppa aðeins óttanum og kvíðanum. Maður fær bara að vera barnshafandi í fyrsta skipti einu sinni og ég ætla ekki að leyfa neinum að taka frá mér þá stórbrotnu upplifun.“ Amerískt gjafaregn Hefurðu upplifað eitthvað óvenjulegt á þessum tíma? „Almenna kurteisi og tillits- semi sem maður finnur á allt annan hátt þegar maður er sýni- lega óléttur. Svo upplifði ég al- vöru amerískt „baby shower“. Vinkona mín hélt veislu fyrir mig og var hún líkust brúðkaups- veislu. Ég vildi endilega hafa bæði stelpur og stráka því ég hef alltaf verið mjög óttaslegin yfir þessum „barnasturtum“ sem þú sérð í bíómyndunum. Það eina sem ég bað um var að strákarnir mættu vera með og nóg væri til af áfengi svo við gætum nú hald- ið gott partí. Mamma kom ásamt Evu Ásrúnu, bestu vinkonu sinni, (sem var líka ljósmóðir mömmu og tók á móti mér) og þær héldu uppi stuðinu fram á kvöld með söng og kennslustund í íslenskum drykkjusiðum.“ Veistu kynið? „Við eigum von á lítilli dömu.“ Fórstu í 3D-sónar sem er svo vinsælt? „Já, ég bað reyndar ekki um það en þeir gerðu það bara óumbeðnir. Fyrst um 20 vikur þar sem hún leit út eins og gam- all krumpaður karl, og svo núna aftur nýlega þar sem dásamlega litla andlitið hennar og gígan- tísku varirnar hennar færðu for- eldrum hennar mikinn létti og gleði. Við fengum meira að segja vídeó af henni í 3D þar sem hún er að naga á sér handarbakið. Þetta litla vídeó getur lyft hjart- anu til tunglsins í hvaða kringum- stæðum sem er.“ Eruð þið hjónin búin að velja nafn? Kannski íslenskt nafn? „Við erum ekki búin að velja nafn ennþá en erum komin með nokkur í úrslit. Þetta er gríðar- lega mikið ábyrgðarstarf. Það er mér mikilvægt að nafnið sé íslenskt og við viljum gjarnan fi nna nafn sem virkar bæði á ís- lensku og grísku þar sem barns- faðir minn er af grískum upp- runa. Svo þarf það líka að vera eitthvað sem auðvelt er að bera ANITA MEÐGANGA ER MEIRA UNDUR EN ÉG GAT ÍMYNDAÐ MÉR Anita Briem leikkona býr í Hollywood og hefur unnið hörðum höndum að frama sínum þar ytra. Á næstu vikum tekst hún á við stærsta hlutverk sitt hingað til, sem móðir. Lífi ð ræddi við Anitu um framann, brenglaða móðurímynd í Hollywood og draumabarnið sem er á leiðinni. Uppáhalds Anita Briem er stórglæsileg verðandi mamma. NAFN Anita Briem ALDUR 31 STARF Leikkona HJÚSKAPARSTAÐA Gift En óvissan fylgir svoldið þessu lífi sem ég hef kosið mér og ég verð bara að lifa líf- inu af hugrekki en ekki í áhyggju- kasti yfir hvað gerist næst. Það er hægt að sóa hálfu lífi í áhyggj- ur og missa af öllu því mikil- væga á meðan. Ég veit ég myndi sjá eftir því að lifa svoleiðis. MATUR Sushi, Dan Tanas steik, harð- fiskur, silungur og íslenskt lamb. Grænkál, brokkólí og rauðrófur. DRYKKUR Malt er í uppáhaldi, kaldur bjór, grískt hvítvín, vatn og lífræn nýmjólk. VEITINGAHÚS Allir veitingastaðirnir í nýja hverf- inu mínu. VEFSÍÐA thedailyshow.com til að byrja daginn hlæjandi og ruv.is til að horfa á Kastljós. VERSLUN Amazon.com, Free People, West Elm og The Pump Station. HÖNNUÐUR Harpa Einarsdóttir, Stella McCartney. HREYFING Ég er ónýt ef ég geri ekki jóga á hverjum degi. DEKUR Hand- og fótsnyrting. Stund- um í kóreskt baðhús þar sem ég baða mig bæði í heitum pott- um og ísköldum laugum til skipt- is svo er allur líkaminn skrúbb- aður í bak og fyrir af kóreskum konum í svörtum blúndunærfötum og að lokum er ég svo böðuð upp út mjólk. Einstaklega mögn- uð reynsla. IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk. opið til 22 alla daga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.