Fréttablaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 48
FRÉTTABLAÐIÐ Skart og förðun. Hönnun og nudd. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 12 • LÍFIÐ 13. DESEMBER 2013 Svava Halldórsdóttir hefur opnað nýja netverslun, Brother&Sister, sem selur einstök viðarúr. Verslunin leggur áherslu á umhverfisvernd og gróðursetur tré fyrir hvert selt úr. „Við erum í samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarð- ar sem gróðursetur tré fyrir okkur í nafni verslunarinnar fyrir hvert selt úr. Úrunum fylgir GPS-netkóði sem vísar viðskiptavinum á staðsetningu trés- ins sem gróðursett hefur verið fyrir nýja úrið. Framleiðandur WeWood-úr- anna í Bandaríkjunum gróðursetja einnig eitt tré fyrir hverja sölu,“ segir Svava glöð í bragði. Úrin hafa vakið mikla athygli erlendis og hafa stjörnur á borð við Paris Hilton og Colin Firth sést með þau. „Við opnuðum um síð- ustu helgi og viðtökurnar voru rosalega góðar. Við erum langt komin með að klára fyrstu pöntunina og það lítur út fyrir að við þurfum að panta aftur fyrir jólin, sem kemur okkur ánægjulega á óvart,“ segir Svava. Árstíðirnar setja svip sinn á úrin og engin tvö eru nákvæmlega eins á litinn. „Það er mismunandi litur á viðnum og fer hann eftir því á hvaða árstíð viðurinn var nýttur í úrasmíði. Úrin koma í endurnýttum umbúðum og allt kynningarefnið og nafnspjöldin okkar eru einnig prentuð á endurnýttan pappír.“ Í netversluninni brotherandsister.is fást að auki skartgripir frá spænska fyrirtækinu Depeapa. „Hönnuður fyrirtækisins gerir allt sjálfur, endurnýtir tré í gerð skartgripa og fallegra hluta fyrir heimilið.“ ● Þegar við erum komnar á besta aldur verðum við að huga að breytingum í förðun og leggja áherslu á aðra hluti, eins og að draga augun fram með skyggingu og forðast mikla liti. Nota frekar „smokey“ förð- un og er alveg tilvalið að nota fölsk augnhár sem eru hálf og mjög auðvelt er að setja sjálfar á með Duo-lími sem er sérstakt lím fyrir augnhár. ● Farðann eigum við að velja vandlega og muna að fá ráð- gjöf um réttan lit sem hentar og nota fallega kinnaliti með ferskjulit til að ná fram frísk- legu útliti eða sólarpúður og gott er að venja sig á að fara yfir skilin á eftir með farða- burstanum til að koma í veg fyrir skörp skil. Gott er að minnka púðurnotkun þar sem púður kallar fram allar fínar línur og nota það í hófi. ● Varalitinn eigum við að velja eftir okkar eigin tilfinningu og ekki láta ráðleggja okkur liti sem við notum ekki nema þetta eina skipti. Fjárfesta frek- ar í nýjum varalitablýanti sem breytir gamla góða varalitnum og glossi yfir. ● Jólaförðunin í ár eru dökk augu með „smokey“ förðun og rauðar varir, klassískt jó- laútlit sem allar konur geta notið, tilvalið að fá aðstoð við að finna sinn rétta rauða lit en allar konur eiga að geta fundið rauðan lit sem hentar þeim, því mismunandi styrk- leikar og tónar eru til sem hægt er að velja úr. FÖRÐUN Á 5 MÍNÚTUM YFIR Í KVÖLDFÖRÐUN Kristín Stefánsdóttir, höfundur bók ar innar Förðun, skref fyrir skref, ráðleggur konum á besta aldri. SKART TÖFF ÚR Í ÞÁGU NÁTTÚRUVERNDAR Keyptu viðarúr í netversluninni brotherandsister.is og Skógræktin gróðursetur tré. Svona lítur Fimm mínútna förðun út. Kvöld-galaförðun með fölskum augnhárum. Dökk augu með grárri og „beige“ skyggingu og rauðar varir. Svava Halldórsdóttir, eigandi netverslunarinnar Brotherandsister.is Fræga fólkið hefur verið mjög hrifið af úrunum frá WeWood en bæði Colin Firth og Paris Hilton eiga slík. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, einka- þjálfari í World Class, hóf að keppa í módelfitness árið 2009 og hefur síðan rakað til sín verðlaunum en hún er meðal annars Íslandsmeist- ari, bikarmeistari og heimsbikar- meistari í greininni. Aðalheiður notar mikið af brúnku- kremi til að ýta undir vöxtinn. „Það gerir vöðvana sýnilegri og er ein aðal ástæðan fyrir því að það er notað jafn mikið í fitness og raun- in er. Ég hef notað Brasilian Tan frá því ég var sextán ára og ber það á mig vikulega til að halda jöfnum lit og frísklegu útliti allt árið. Vörurnar frá Jan Tana nota ég svo í kringum keppnir,“ segir Aðalheiður sem hefur þegar hafið niðurskurð fyrir Arnold Classic í Ohio í febrúar en hún varð í öðru sæti á sama móti í fyrra. Aðal- heiður stefnir ótrauð á toppinn en sigur myndi tryggja henni atvinnu- mannsskírteini í greininni. Heildsalan AT-hús sér um inn- flutning á Jan Tana og er framleið- andi Brasilian Tan sem hefur verið fáanlegt í þrettán ár og verið mest selda brúnkukremið á markaðnum frá upphafi. Það er mikið notað af dönsurum, vaxtarræktarfólki og fólki sem notar brúnkukrem yfir höfuð. AT-hús hefur styrkt Aðalheiði frá upphafi ferilsins. Hún segir Brasilian Tan rauðtóna en Jan Tana gultóna. „Jan Tana er aðallega hugsað fyrir keppendur en undir merkjum þess fást þó líka hefðbundin brúnkukrem, svipuð Brasilian Tan.“ Þremur dögum fyrir keppni notar Aðalheiður Jan Tana Skin Prep en með því er líkaminn skrúbb- aður hátt og lágt til að gera húðina jafna og hreinsa burt dauðar húðfrumur. Næstu daga er Jan Tana Fast Tan borið á í nokkrum lögum. Að lokum er Jan Tana Glaze sett yfir svo litur- inn haldist og húðin fái ljóma. Ef eitthvað mis- ferst er svo alltaf hægt að nota Glaze og svamp til að stroka út. Aðalheiður mælir hik- laust með vörunum frá AT-hús. „Þær lita ekki föt en komi slikja í ljósan fatn- að fer hún auðveldlega úr í þvotti.“ Aðalheiður segir alls ekki ráðlegt að fara í ljós. „Kremin gefa mun betri árangur og fara miklu betur með húðina.“ Þess má geta að allir keppendur í Ungfrú Ísland 2013 notuðu Brasili- an Tan og var Brasilian Tan-stúlk- an valin í fyrsta skipti. Þá nafnbót fékk Hildur Karen Jóhannsdótt- ir. Brasilian Tan verður framveg- is fáanlegt víðar en á Íslandi en nýlega var gerður samningur við Kris J. sem mun dreifa vörunni í Bretlandi. Eins liggur fyrir samningur við Skandinavian Tan. Nánari upplýsingar á www.heilsa ogutlit.is. Jan Tana fæst í Lyfju og Fjarðkaup og Brasilian Tan fæst í Hagkaup, Fjarðarkaup og apótekum. Hér er Aðalheiður með brúnku- krem og glans frá Jan Tana sem hún notar til að gera vöðvana sýnilegri. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir snyrtifræðingur er Íslands- bikar- og heimsbikarmeist- ari í módelfitness. AUGLÝSING: AT-hús kynnir EITT VINSÆLASTA BRÚNKUKREMIÐ Módelfitnesskeppandinn Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir notar Brasilian Tan-brúnkukrem og vörur frá Jan Tana þegar hún keppir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.