Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 50

Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 50
FRÉTTABLAÐIÐ Hönnun og nudd. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 14 • LÍFIÐ 13. DESEMBER 2013 Nýleg bambus-nuddmeð- ferð sem hefur notið mik- illa vinsælda um allan heim er komin til Íslands. „Við fórum tvær til Lond- on á námskeið til að læra þetta nudd og vorum strax alveg heill- aðar. Sjálf er ég sérstak- lega hrifin af svona heit- um meðferðum þar sem mér finnst þær vinna mjög vel á vöðvabólgu og stífum vöðvum. Hitinn er róandi og nuddþeg- inn nær djúpri slökun. Bambusnudd er einstök upplifun,“ segir Ágústa Kristjánsdóttir, eigandi snyrtistofunnar Ágústu. „Nudd hefur verið notað í gegnum aldirnar til að vinna á meinum og viðhalda góðri heilsu. Í þessu nuddi mætast vestrænar og aust- rænar nuddaðferðir og útkoman er áhrifarík.“ Ágústa segir nudd- þegann fá nudd á allan líkamann með heitum bambus sem gefur djúpt og áhrifaríkt nudd. Nuddarinn rúllar bambusnum eftir líkaman- um með sérstakri tækni sem er afskaplega slakandi og róandi. Hitinn af bambusnum er róandi og nuddið sjálft er slakandi, sem dregur úr streitu og þreytu. Bambusinn örvar alla starfsemi líkamans og eykur súrefnis- og blóðflæði til húðarinnar. „Þessi meðferð er fyrir alla sem vilja fá jafnvægi á líkama og sál með djúpu og heitu nuddi, en þetta er líka góð dekurgjöf í jólapakkann,“ segir Ágústa. Nánari upplýsingar um bambusnuddið er að finna á snyrtistofanagusta.is. HEILSA HIMNESKT BAMBUSNUDD SEM DREGUR ÚR STREITU OG VEITIR VELLÍÐAN Ágústa Kristjánsdóttir segir nuddið unaðslegt. É g stofnaði fyrirtækið mitt, Dimmblá, snemma á þessu ári og hannaði fyrstu fatalínuna með norðurljósin sem þema því þau eru glæsilegt sjónar- spil í einstakri náttúrufegurð Íslands,“ segir Heiðrún Ósk Sigfús dóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Dimmblá. Fatalínan kemur á markað innan skamms en hún varð að veruleika í samstarfi við landslagsljósmyndar- ann Sigurð Hrafn Stefnisson en ljós- myndir hans af norðurljósunum eru prentaðar á flíkurnar. „Það er mik- ill heiður að fá að nota myndir Sigurð- ar í fyrstu línu Dimmblár því hann er talinn meðal þeirra fremstu á þessu sviði á Íslandi,“ segir Heiðrún Ósk. Hún segist bera mikla umhyggju fyrir íslenskri náttúru og telur mjög dýr- mætt að Íslendingar eigi ósnortna náttúru. Verkefni af þessu tagi kost- ar skildinginn og því hefur Heiðrún Ósk óskað eftir aðstoð frá velunnur- um til að greiða niður framleiðslu- kostnaðinn. Hægt er að styrkja verk- efnið á hópfjármögnunarvefsíðunni Karolina Fund til 31. desember. „Þetta er frábær leið fyrir lítil fyrirtæki sem eru að hefja rekstur til að fjár- magna verkefnin sín. Þeir sem styrkja Dimmblá um ákveðna upphæð geta valið sér flík úr nýju fatalínunni svo að þeir sem styrkja mig eru jafnframt að tryggja sér flík úr þessari fallegu fatalínu.“ TÍSKA NÝ FATALÍNA MEÐ LJÓSMYNDUM AF ÍSLENSKRI NÁTTÚRU Í VERSLANIR Á NÆSTUNNI Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir óskar eftir styrk fyrir fyrstu fatalínunni frá vörumerkinu Dimmblá. Hluti af ágóð- anum af sölunni mun renna til Landverndar sem stendur vörð um íslenska náttúru. Nánar um verkefnið á karolinafund.com og dimmbla.is Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Dimmblá. Á flíkunum eru myndir af norðurljósunum. Fyrirsæta: Ásdís Svava Hallgrímsdóttir. MYNDIR/ ATLI MÁR HAFSTEINSSON Fallegar gjafir og sérvara fyrir fjölskyldu og vini fást hjá okkur. Erum við gömlu höfnina í Reykjavík. Allir fá þá eitthvað fallegt Hönnuður: Hendrikka Waage Hönnuður: Jón Ólafsson Hönnuður: Linda Húmdís Hönnuður: Varma Hönnuður: SveinbjörgHönnuður: Kristín Þ. Helgadóttir Geirsgata 5c | 101 Reykjavík | Sími: 522 777 | facebook.com/OldHarbourSouvenirs
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.