Fréttablaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 52
Lífi ð
FRÉTTABLAÐIÐ Helgarmaturinn og Spjörunum úr.
HELGAR MATURINN MEXÍKANSKT PICADILLO
Sólveig Guðmundsdóttir
rekur veitingastaðinn
Culiacan og hefur alltaf
haft áhuga á hollum og
góðum mat. Hún kynnt-
ist mexíkóskri matar-
gerð í Denver í Colorado
þegar hún var að læra
iðnhönnun. Hún segir
fjölskylduna elska mexí-
kóskan mat sem gott er
að eiga í ísskápnum að
grípa í.
1 kg nautahakk (eða
nauta- og grísahakk)
2 hvítlauksrif
1 stór laukur
2 dósir tómatar kubbaðir
2,5 dl nautasoð (vatn og
teningur)
1 ½ dl rúsínur
1 ½ dl möndluflögur
2 msk. tómatpúrra
1 msk. kanill
1 msk. cumin
1 msk. kóríander
½ msk. chiliflögur
1 tsk. cayennepipar
1 ½ tsk. salt og ½ tsk.
pipar
½ dl rauðvínsedik
Ferskt kóríander (má
sleppa)
Léttsteikið hakkið með
lauknum og hvítlaukn-
um. Setjið kryddin út í og
steikið þau aðeins með
hakkinu. Restinni af inni-
haldi er hellt út á og látið
malla í ca. 30 mínútur.
Dreifið ferskum kóríander
yfir rétt áður en borið er
fram (má sleppa). Þessi
kássa er rosalega góð
með tortillum. Hægt er
að hafa t.d. ferskt salsa,
sterka eða milda sósu,
ost og sýrðan rjóma
með. Svo er auðvitað
æðislegt að hafa nachos
og ostasósu með þessu.
Uppskrift á culiacan.is.í
Hvern faðmaðir þú síð-
ast? Mína yndislegu móður.
En kysstir? Ég kyssti kær-
ustuna mína.
Hver kom þér síðast á
óvart og hvernig?
Þegar Danni bassaleikari
mætti rakaður í morgun.
Hann var búinn að heita því
að raka ekki af sér skeggið
(glerkuntuhýjunginn) út árið.
Hvaða galla í eigin fari
ertu búinn að umbera
allt of lengi? Líklega er
það óþolinmæði, hún hjálp-
ar víst ekki.
Ertu hörundsár? Já, lík-
lega innst inn við beinið.
Dansarðu þegar enginn
sér til? Nei.
Hvenær gerðirðu þig
síðast að fífli og hvern-
ig? Ég virðist oft lenda í því
að heilsa fólki sem tekur ekki
eftir því og stend eins og fífl
með útrétta höndina óþægi-
lega lengi. Þetta veldur
kjánalegri vanlíðan bæði hjá
mér og viðstöddum sem taka
eftir þessu.
Hringirðu stundum í
vælubílinn? Já, einu sinni
eða tvisvar.
Tekurðu strætó? Já, en
ekki nógu og oft.
Hvað eyðirðu miklum
tíma á Facebook á dag?
Ég er ekki persónulega á
Face book en hljómsveitin er
með síðu og við reynum að
vera virkir þar.
Ferðu hjá þér þegar þú
hittir fræga eða heils-
arðu þeim? Ætli ég heilsi
ekki án þess að fólk heyri
það eða taki eftir því og fari
þá hjá mér.
Lumarðu á einhverju
sem fáir vinir þínir vita
um þig? Ég tala dönsku
reiprennandi.
Hvað ætlarðu alls ekki
að gera um helgina?
Verða mér til skammar.
Jökull Júlíusson
ALDUR: 23
STARF: Tónlistarmaður
...SPJÖ
RU
N
U
M
Ú
R
FYRIR
AÐSTOÐ
INNANLANDS
gjofsemgefur.is
9O7 2OO2