Fréttablaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 66
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 42 „Ég ólst upp við það austur á Hér- aði að klukkan sex á aðfangadag var Mahalia Jackson sett á fóninn og þá voru jólin komin,“ segir Est- her Jökulsdóttir söngkona, sem sjö- unda árið í röð efnir til tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem hún syngur lög sem Mahalia Jack- son hljóðritaði. „Ég syng aðallega lög af plötunni Silent Night,“ segir Esther. „En svo eru líka nokkur lög af I believe og You‘ll never walk alone.“ Esther segir tónleikana tvískipta, fyrrihlutinn sé almennt gospel en í seinnihlutanum sé svifið inn í jólin. „Þetta byrjaði nú bara vegna þess að Silent Night er mín uppáhaldsplata og Mahalia á svo stóran sess í hjarta mér,“ svar- ar hún spurð hvað hafi ýtt verk- efninu af stað. „Ég hef lengi verið viðloðandi gospel en hef samt aðallega sungið blús. Þetta tvennt er náttúrulega mjög líkt og þótt ég hafi menntað mig í klassísk- um söng hafa blúsinn og gospelið eiginlega alveg tekið yfir.“ Esther hefur reyndar líka sungið rokk, folk-músík og kántrí og byrjaði meira að segja í pönkhljómsveit fimmtán ára. „Það entist í tvö ár,“ segir hún og hlær. „Þá fann blúsinn mig og það var eiginlega hann sem leiddi mig út í klassískt söngnám.“ Á tónleikunum á mánudags- kvöldið hefur hún stuðning kvart- etts sem í syngja Björn Thor- arensen tenór, Gísli Magna tenór, Skarphéðinn Hjartarson tenór og Örn Arnarson bassi. Meðspil er í höndum einvala liðs hljómlistar- manna þar sem Aðalheiður Þor- steinsdóttir spilar á píanó, Scott McLemore á trommur, Gunnar Gunnarsson á Hammondorgel og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Esther segir tónleikana vera orðna fastan lið í undirbúningi jólanna hjá mörgum. „Það eru engin jól án Mahaliu og jólin byrja sem sagt í Fríkirkjunni klukkan 20.30 á mánudagskvöld.“ fridrikab@frettabladid.is Engin jól án Mahaliu Esther Jökulsdóttir söngkona heldur gospeltónleika í Fríkirkjunni á mánudaginn þar sem hún syngur lög af plötum Mahaliu Jackson sem hún elskar. „Klukkan sex var Silent Night sett á fóninn og þá voru jólin komin,“ segir hún. ÚR PÖNKI Í GOSPEL Esther hefur sungið eiginlega allar tegundir tónlis- tar, er klassískt menntuð í söng, en blúsinn og gospelið eiga þó hjarta hennar. Jólatónleikar Söngfjelagsins verða haldnir í Grafarvogskirkju á morgun og á sunnudaginn. Á efnisskránni verða þekkt og sígild jólalög í bland við nýrri tón- list frá ýmsum löndum. Gestir Söngfjelagsins eru að þessu sinni kórinn Vox Populi og kvartettinn Mr. Norrington, Björg Þórhallsdóttir sópran, Kristjana Arngrímsdóttir alt og Ragnheiður Gröndal, ásamt kammersveit skipaðri einvala hljóðfæraleik- urum. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Frumflutt verður nýtt jóla- lag eftir Hreiðar Inga Þorsteins- son tónskáld, sem samið var fyrir Söngfjelagið af þessu tilefni, og Ragnheiður Gröndal frumflytur einnig nýtt jólalag. Þetta er í þriðja sinn sem Söngfjelagið heldur tónleika á aðventunni. Er það í anda hefðar sem Hilmar Örn skapaði í Skál- holti en hann stóð árum saman fyrir aðventutónleikum sem nutu mikilla vinsælda þar um slóðir og urðu ómissandi þáttur í tónlistar- lífinu á aðventu. Söngfjelagið held- ur nú þessu starfi áfram á höfuð- borgarsvæðinu. Tónleikarnir laugardaginn 14. desember hefjast klukkan 17 en á sunnudaginn 15. desember hefjst þeir klukkan 18. Flytja tvö ný jólalög Söngfj elagið heldur sína árlegu jólatónleika um helg- ina. Þar verður meðal annars frumfl utt nýtt jólalag sem Hreiðar Ingi Þorsteinsson samdi fyrir félagið. SÖNGFJELAGIÐ Jólatónleikar Söngfjelagsins verða haldnir í Grafarvogskirkju á morgun og á sunnudaginn. ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT YONANAS ÍSGERÐARVÉL Yonanas 282700 Yonanas ísgerðarvél sem notar allar gerðir af frosnum ávöxtum. Auðvelt að hreinsa. VERÐ FRÁBÆRT VERÐ 12.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.