Fréttablaðið - 13.12.2013, Side 70
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 46
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FÖSTUDAGUR
13. DESEMBER 2013
Tónleikar
12.00 Í dag verða haldnir árlegir
hádegisjólatónleikar í Háteigskirkju,
sem eru einnig styrktartónleikar.
Flutt verður hátíðleg jólatónlist
af ýmsum flytjendum. Ágóði tón-
leikanna verður notaður til að kaupa
L-Z-BOY stóla fyrir fæðingardeild
Landspítalans. Stólarnir koma að
góðum notum fyrir verðandi foreldra
sem og nýbakaða.
20.00 útskriftartónleikar Glódísar
M. Guðmundsdóttur verða haldnir í
Víðistaðakirkju. Hún útskrifast með
Bmus-gráðu í píanóleik frá Listahá-
skóla Íslands í janúar.
20.00 Sváfnir Sigurðarson skemmtir
á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8.
21.00 Söngdjamm á Café Rosenberg.
22.00 Hljómsveitin In the Company
of Men fagnar útgáfu smáskífunnar
„A Very ITCOM Christmas“ með tón-
leikum og hefur hún fengið hljóm-
sveitina Icarus til að spila með sér á
Bar 11. Aðgangur er ókeypis.
Tónlist
23.00 Steed Lord DJ Set á skemmti-
staðnum Park, Hverfisgötu 20.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er hægt
að skrá þá inni á visir.is
Hönnunarsjóður úthlutaði í
fyrsta skipti til hönnuða og arki-
tekta, ríflega 41 milljón króna,
í gær. Alls hlutu 29 verkefni
styrk auk þess sem veittir voru
ferðastyrkir til þrettán verk-
efna. Hæsta styrkinn hlaut Vík
Prjónsdóttir, alls 3,8 milljónir.
„Við erum rosalega þakklátar
fyrir að hafa fengið styrkinn og
þetta mun hafa gríðarlega mikið
að segja fyrir okkur. Við sóttum
um styrkinn til að geta farið í
samstarfsverkefni við aðra hönn-
uði. Annars vegar við tískuhús-
ið JÖR og hins vegar við Hjalta
Karlsson, sem er grafískur hönn-
uður og rekur stofuna Karlsson-
wilker í New York,“ segir Guð-
finna Mjöll Magnúsdóttir, sem
skipar hönnunarteymið Vík
Prjónsdóttur ásamt þeim Bryn-
hildi Pálsdóttur og Þuríði Rós Sig-
þórsdóttur.
„Við höfum fengið mikið út
úr því að vinna með hönnuðum,
þverfaglega. Þá gerast hlutir
sem myndu annars ekki gerast ef
við værum bara einar að vinna,“
segir Guðfinna jafnframt.
Rúmlega tvö hundruð umsókn-
ir bárust sjóðnum og var sótt um
yfir fjögur hundruð milljónir,
eða tífalda upphæðina sem var til
skiptanna.
„Fjöldi umsókna sýnir skýrt
fram á þörfina á slíkum sjóði.
Það er því bæði sjokkerandi og
mikil synd að stjórnvöld sjái ekki
ástæðu til að eyrnamerkja þetta
fé áfram uppbyggingu í hönnun-
arfaginu. Rannsóknir og þróun-
arverkefni eru lífsnauðsynlegir
þættir í uppbyggingu fagsins,“
segir Guðfinna, en útlit er fyrir að
Hönnunarsjóðurinn verði lagður
niður eftir sína fyrstu og einu
úthlutun. olof@frettabladid.is
Vík Prjónsdóttir
hlaut hæsta styrkinn
Fyrsta úthlutun Hönnunarsjóðs fór fram í gær. Rífl ega 41 milljón var úthlutað.
FENGU 3,8 MILLJÓNIR Á bak við Vík Prjónsdóttur eru þær Þuríður Rós Sigþórsdótt-
ir og Brynhildur Pálsdóttir ásamt Guðfinnu. MYND/ARI MAGG
Þessir hlutu styrki yfir eina milljón:
Vík Prjónsdóttir 3.800.000 kr.
Studiobility ehf. 2.200.000 kr.
Dögg Guðmundsdóttir 2.100.000 kr.
Katrín Ólína Pétursdóttir 2.000.000 kr.
Dagný Bjarnadóttir 2.000.000 kr.
Signý Kolbeinsdóttir 2.000.000 kr.
G. Orri Finnbogason 2.000.000 kr.
María Kristín Jónsdóttir 1.800.000 kr.
Anna Leoniak 1.500.000 kr.
As We Grow ehf. 1.500.000 kr.
Bryndís Bolladóttir 1.500.000 kr.
Scintilla ehf. 1.500.000 kr.
Steinunn Sigurd ehf. 1.500.000 kr.
ÚTHLUTUN
HÖNNUNARSJÓÐS
Hönnunarsjóður veitir styrki til
margvíslegra verkefna á sviði
hönnunar og arkitektúrs; þróunar
og rannsókna, verkefna og markaðs-
starfs auk sérstakra ferðastyrkja.
Í ágúst síðastliðnum stóð hljóm-
sveitin Of Monsters and Men
ásamt Garðabæ fyrir opnum tón-
leikum án aðgangseyris á Vífils-
staðatúni. Aftur á móti var allur
ágóði af sölu stuttermabola og
geisladiska á tónleikunum látinn
renna til Barnaspítala Hringsins.
Of Monsters and Men ákvað að
jafna þá upphæð sem safnaðist og
gaf Barnaspítalanum eina milljón
króna.
Bolurinn sem seldur var á tón-
leikunum sló svo rækilega í gegn
að hljómsveitin leitaði leiða til að
selja hann þeim sem ekki komust
á tónleikana og þannig safna enn
meiri peningum fyrir Barnaspít-
alann.
Bolurinn, sem er með mynd eftir
tvö börn sem lágu á spítalanum, er
nú til sölu í gegnum vefverslun Of
Monsters and Men og í versluninni
Sturlu við Laugaveg. Allur ágóði
af sölu á bolnum fer óskiptur til
Barnaspítalans. - glp
Omam gerir góðverk
Bolir sem seldir voru á tónleikum Omam til styrktar
Barnaspítala Hringsins eru komnir í almenna sölu.
GÓÐ OG GJAFMILD Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf eina milljón króna til
Barnaspítala Hringsins. NORDICPHOTOS/GETTY
Miðasala er hafin á Málmmessu áratugarins sem sýnd verður í frá-
bærum gæðum á sunnudaginn í Háskólabíói.
Um er að ræða sýningu á mynd- og hljóðupptöku af tónleikum
Skálmaldar, í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Karlakór
Reykjavíkur, Kammerkórinn Hymnodiu og barnakór Kársnesskóla.
Tónleikarnir fóru fram í Eldborg fyrir fullu húsi í lok nóvember.
Mynd- og hljóðupptaka er væntanleg í verslanir á sambyggðum CD
og DVD þann 17. desember og verður vísast í fjölmörgum jólapökkum
þetta árið.
Sýningin fer hins vegar fram klukkan 21.00 í sal 1 í Háskólabíói að
kvöldi sunnudagsins 15. desember. - glp
Málmmessa áratugarins í bíó
Í HÁSKÓLABÍÓI Upptaka af tónleikum Skálmaldar í samstarfi við Sinfóníu-
hljómsveit Íslands verður sýnd í Háskólabíói á sunndaginn . FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is
NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF ÓTRÚLEGUM TILBOÐUM
8BLS
SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP