Fréttablaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 82
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 58 Ég tók minnst fjög- ur flug í hverjum mán- uði. Það tekur rosalega orku frá manni. Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari EM HÓPURINN 2013 MARKVERÐIR: Aron Rafn Eðvarðsson Guif Björgvin Páll Gústavsson Bergischer Daníel Freyr Andrésson FH Hreiðar Levý Guðmundsson Nötteroy AÐRIR LEIKMENN: Ásgeir Örn Hallgrímsson PSG Árni Steinn Steinþórsson Haukar Atli Ævar Ingólfsson Nordsjælland Aron Pálmarsson Kiel Alexander Petersson Rhein-Neckar Löwen Ernir Hrafn Arnarson Emsdetten Arnór Atlason St. Raphael Bjarki Már Gunnarsson Aue Guðjón Valur Sigurðsson Kiel Bjarki Már Elísson Eisenach Snorri Steinn Guðjónsson GOG Ólafur Andrés Guðmundsson Kristianstad Ólafur Bjarki Ragnarsson Emsdetten Róbert Gunnarsson PSG Arnór Þór Gunnarsson Bergischer Ólafur Gústafsson Flensburg Guðmundur Árni Ólafsson Mors-Thy Gunnar Steinn Jónsson Nantes Sverre Jakobsson Grosswallstadt Stefán Rafn Sigurmannsson RN Löwen Rúnar Kárason Hannover-Burgdorf Kári Kristján Kristjánsson Bjerringbro-Silkeborg Vignir Svavarsson Minden Þórir Ólafsson Kielce Landsliðið kemur saman til æfinga 28. desember. Liðið spilar svo á æfingamóti í Þýskalandi gegn heimamönnum, Austurríki og Rússlandi dagana 3., 4., og 5. janúar HANDBOLTI „Það eru góð nöfn í þessum hópi og það er að koma spenningur,“ segir Aron Krist- jánsson, landsliðsþjálfari karla, en hann tilkynnti í gær hvaða 28 leikmenn geta spilað með Íslandi á EM í janúar. Aðeins 16 munu fara með liðinu til Danmerkur og æfingahópurinn fyrir mótið verður með um 20 leik- mönnum. „Það eru ákveðin spurninga- merki eins og með Alexander en það skýrist eftir helgi hvort hann verður með okkur á EM. Arnór Þór er að koma aftur eftir meiðsli og svo er Vignir reyndar meiddur líka. Við sjáum hvernig það fer.“ Alexander Petersson fór á kost- um með Rhein-Neckar Löwen gegn Kiel á miðvikudag. Engu að síður er öxlin á honum ekki góð þó að hann spili mikið með Löwen þessa dagana. Það er taugatrekkjandi tími fram undan fyrir landsliðsþjálfar- ann en hann vonast eftir því að fá sína leikmenn heila heilsu í verk- efnið. „Ég krosslegg fingur fram að jólum og vona að allir haldi heilsu.“ - hbg Krosslegg fi ngur fram að jólum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tilkynnti 28 manna EM-hóp sinn í gær. ERFITT VAL Aron mun tilkynna æfingahóp sinn í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRJÁLSAR „Ég hef gaman af upp- byggingartímabilinu. Það er kannski ekki alveg að marka mig. Mér finnst þessi erfiðis- vinna ofboðslega skemmtileg og nýt hennar í botn,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. Spjótkastarinn ver miklum tíma þessa dagana í lyftingasalnum líkt og fjölmarg- ir frjálsíþróttamenn þjóðarinn- ar á undirbúningstímabilinu sem stendur yfir frá hausti fram yfir áramót. „Ég er aðeins byrjuð í tækniæf- ingum og að kasta spjótinu. Það er ofboðslega gaman eftir hlé frá köstunum.“ Ásdís býr í Zürich þar sem hún æfir hjá þjálfara sínum, Terry McHugh. Samstarf hennar við Írann er tæplega ársgamalt og hafa þau unnið í að breyta tækni hennar á árinu. Æfingarnar gengu betur en mótin „Ég gerði mér grein fyrir því að árið í ár yrði algjört spurninga- merki, gæti farið hvernig sem er,“ segir Ásdís sem bætti Íslands- metið í spjótkasti á Ólympíuleik- unum sumarið 2012 með kasti upp á 62,77 metra. Spjótið flaug hins vegar aldrei yfir 60 metrana á árinu þótt aðeins hafi munað þremur sentimetrum í Stokkhólmi í júní. „Það gekk vel á æfingum en undir pressu á mótum er svo auð- velt að detta út úr því og fara að gera það sem þú hefur vanið þig á undanfarin tíu ár,“ segir Ármenn- ingurinn. Sömuleiðis hafi sífelld ferðalög á milli Íslands og Sviss frá janúar fram á sumar tekið sinn toll. „Ég tók minnst fjögur flug í hverjum mánuði. Það tekur rosa- lega orku frá manni,“ segir Ásdís sem flutti til Sviss í júní þar sem hún hefur dvalið síðan. Mikill munur sé að hafa þjálfara sinn á öllum tækniæfingum ólíkt því að hitta hann bara vikulega eins og var fyrri hluta árs. Komin í doktorsnám „Það var rosalega mikið áreiti og mikið að gerast í lífi mínu yfirhöf- uð. Mér líður vel í rútínu og það er gott að hún er komin aftur,“ segir Ásdís sem hóf doktorsnám í ónæm- isfræði við háskólann í Zürich í nóvember. Hún starfar á húðsjúk- dómadeildinni á háskólasjúkrahús- inu og kann vel við sig. „Þetta er mjög spennandi,“ segir Ásdís en verkefni hennar snýr að því að bæta ónæmismeðferð við ofnæmi. Spjótkastarinn segir henta sér vel að vera upptekin og geta einbeitt sér að fleiru en íþrótt sinni. Get ekki setið heima og beðið „Ég virka ekki ef ég er heima að bíða eftir næstu æfingu,“ segir Ásdís. „Ef þú gerir ekkert nema að mæta á æfingar, hugsa um æfing- ar og lífið snýst um það þá geturðu fengið nóg einn daginn.“ Sömuleiðis geti meiðsli gert vart við sig og ekkert sé verra en að vera aðgerðarlaus og velta sér upp úr meiðslum. „Svo er um að gera að nýta tím- ann og ná sér í menntun og vera búin að öllu þegar íþróttaferlin- um lýkur. Þá getur maður farið að gera hvað sem mann langar til að gera,“ segir Ásdís sem hlakk- ar til næsta tímabils. Hápunktur- inn er Evrópumeistaramótið sem fer einmitt fram í Zürich í ágúst. Ásdís hefur þegar náð lágmarkinu, 57,40 metrum, með köstum sínum á árinu sem er að líða, „Það er ansi hæpið að ég væri að stressa mig á þessu lágmarki,“ segir Ásdís sem kastaði margoft lengra á árinu. Líklegt er að Guð- mundur Sverrisson, frjálsíþrótta- maður ársins, verði einnig á meðal keppenda. ÍR-ingurinn kastaði 80,66 metra síðastliðið sumar og er til alls líklegur. Guðmundur gerður úr stáli Ásdís þekkir Guðmund vel og fagnar árangri hans. „Gummi hefur lent í miklum meiðslum og alls kyns leiðind- um. En það er þegar fólk lendir í meiðslum sem maður sér úr hverju það er gert. Þessi strákur er gerð- ur úr stáli og það er frábært að sjá hann uppskera.“ Ásdís kemur til Íslands í næstu viku og verður í faðmi fjölskyld- unnar fram yfir áramót. Hún mun þó áfram æfa af kappi. „Ætli það verði ekki bara frí á aðfangadag, jóladag og gamlárs- dag.“ kolbeinntumi@365.is Ekkert verra en aðgerðarleysi „Ég vissi að árið yrði algjört spurningamerki,“ segir spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem hyggur á nýja sigra á nýju ári í íþróttinni. Hún býr nú í Sviss þar sem hún hefur hafi ð doktorsnám í ónæmisfræði. EINBEITT Ásdís Hjálmsdóttir stefnir á þátttöku í Evrópumeistaramótinu í Zürich í sumar, þar sem hún er nú búsett. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNStúdíó – Hallgerði, Nóatúni 17 Tímapantanir 561 5455 Allir velkomnir Kv. Bjöggi klippari Ég hef hafið störf á Jakkaföt frá kr. 19.980. FÓTBOLTI Sænsku meistararn- ir í LdB Malmö hafa farið fram á að Glódís Perla Viggósdóttir komi utan til æfinga í janúar. Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir spila með Malmö. „Hún er samningsbundin okkur fram yfir tímabilið 2014. Við ætlum ekki að láta hana fara fyrir þann tíma,“ segir Einar Páll Tamini, formaður meistara- flokksráðs kvenna hjá Stjörn- unni. „Þeir leituðu til okkar og vildu fá hana í skoðun,“ segir Einar Páll. Hann telur sænska félagið meðvitað um vilja Stjörnunnar til að halda miðverðinum út næsta tímabil. „Þeir vildu samt fá hana og vilja væntanlega byggja upp gott samband við hana.“ - ktd Glódís eft irsótt EFNILEG Glódís, sem er 18 ára, spilaði tólf A-landsleiki á árinu. MYND/ÓSKARÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.