Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 86

Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 86
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 62 Vínylplötutöffari „Það er nú bara konan mín sem er svona sniðug,“ segir Vignir Svavarsson, landsliðsmaður í handbolta, en hann fékk í ár jóladagatal sem hver vínylplötunördi yrði ánægð- ur með. „Ég kýs nú frekar ‚vínylplötutöffari‘,“ segir Vignir. Á heimili Vignis í Þýskalandi er ný plata opnuð á hverj- um degi og gætir þar ýmissa grasa. Meðal þeirra gersema sem Vignir hefur fengið undanfarna daga má nefna plötur með Bob Dylan, Rolling Stones og safnplötuna Black Gold, sem geymir smelli úr heimi sálartónlistar. Að sögn Vignis er þetta ekki í fyrsta sinn sem konan hans gleður hann svona á aðventunni. „Í fyrra fékk ég svona bjórdagatal og árið þar á undan gerði hún handa mér skafmiða með vinningum,“ segir Vignir. Meðal þess sem Vignir segist hafa grætt á skaf- miðunum voru húsgögn eftir uppskáldaða húsgagnahönn- uðinn Karl Farbman úr sjónvarpsþáttunum Seinfeld. „Ég var nýbúinn að kvarta undan því hvað húsgögnin mín væru ó-Karl Farbmansleg,“ segir hann. „Það var bætt úr því.“ Samverustund á hverjum degi „Þetta er nú ekki svo óvenjulegt, þetta snýst bara um að hafa smá samverustund á hverjum degi,“ segir Eva Einars- dóttir, borgarfulltrúi fyrir Besta flokkinn í Reykjavík. Eva heldur utan um jóladagatal fyrir börnin sín sem felst í því að bak við hvern glugga leynist hugmynd um eitthvað skemmtilegt sem fjölskyldan getur gert saman. Það getur verið allt frá því að baka laufabrauð yfir í að gera saman góðverk. „Í gær var til dæmis jólaföndur og þá bölvaði ég nú svo- lítið sjálfri mér,“ segir Eva. „En í dag er ferð á bókasafnið.“ Að þessu sinni keypti Eva sjálft jóladagatalið í IKEA, en segir að það verði heimagert á komandi ári. „Svo er það líka innihaldið sjálft sem skiptir máli,“ segir hún. Með þessari hugmynd sinni vill Eva reyna að kenna börnunum sínum að það sé samveran sem skiptir mestu máli um jólin. „Svo er ég ekki mikið jólabarn sjálf, þannig að þetta er svolítið eigingjarnt af mér,“ bætir hún við. „Með þessu er ég líka að reyna að gera sjálfa mig að aðeins meira jólabarni.“ Bock-bjórinn kom á óvart „Þetta er allt rosa vandað,“ segir Ásgeir Kolbeinsson, fjöl- miðlamaður, um jólabjórsdagatalið sem hann fékk að gjöf frá kærustu sinni á dögunum. „Hún lét gera svona kassa með hólfum sem eru pökkuð inn í jólapappír. Það eru mis- munandi bjórtegundir í hverju hólfi. Þetta segir sig rosa mikið sjálft, svo opnar maður bara hólfin og allir glaðir.“ Ásgeir segir dagatalið geyma bjór sem hann hefði ef til vill ekki smakkað annars. „Bock-bjórinn kom vel á óvart,“ segir Ásgeir, sem segir að þessi jólahefð sé komin til að vera. „Það er ekkert hægt að bakka út úr þessu,“ segir hann. „Maður getur ekki bara einu sinni sett í þvottavélina og svo hætt.“ bjarkia@frettabladid.is Svo opnar maður bara hólfin og allir glaðir. Ásgeir Kolbeinsson, fjölmiðlamaður Bjór, samverustundir og vinýlplötur Jóladagatöl eru ómissandi hluti aðventunnar að margra mati. Þau geta verið jafn mismunandi og þau eru mörg, en í ár njóta „öðruvísi“ dagatöl mikilla vinsælda. Fréttablaðið heyrði í þremur ólíkum einstaklingum sem prófuðu í ár að breyta út af hefðinni. EVA EINARSDÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIGNIR SVAVARSSON ÁSGEIR KOLBEINSSON „Ég ætla að hanga á manntal.is um helgina, og á vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur.“ Kristín Svava Tómasdóttir, ljóðskáld og sagn- fræðinemi. HELGIN Sky Blu, annar helmingur banda- ríska rafdansdúettsins LMFAO, mun halda tónleika í Laugardals- höll laugardaginn 4. janúar. Hann er mikill partípinni og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vill hann fá þrjú hundruð kampavínsflöskur til þess að búa til alvöru kampa- vínssturtu fyrir áheyrendur. Þá er hann sagður vilja halda stórt einka- partí í Bláa lóninu. Hann verður ekki einn á sviðinu því með honum verður hljómsveit og dansarar en alls koma hingað til lands sextán manns. Sérstak- ir VIP-miðar eru fáanlegir á tón- leikana en handhöfum þeirra gefst kostur á að stíga dansspor með stjörnunum. Kröfulistinn er þó hófsamleg- ur en spaugilegur í senn, en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins mega vatnsmelónur alls ekki vera nærri Sky Blu. LMFAO hefur sent frá sér tvær plötur, Party Rock og Sorry for Party Rocking. Tvíeykið er líklega þekktast fyrir lögin Party Rock Anthem, Champagne Showers og Sexy and I Know It. Á síðasta ári tók LMFAO sér frí svo frændurnir gætu einbeitt sér að sólóferli sínum. SkyBlue ætlar að gefa Íslending- um nýjustu plötuna sína á bigbad. com. - glp Vilja fá 300 kampavínsfl öskur og halda partí í Bláa lóninu Sky Blu úr LMFAO kemur fram á Íslandi í janúar og ætlar að djamma hressilega. PARTÍ Á ÍSLANDI Sky Blu úr raftón- listarsveitinni LMFAO kemur fram hér á landi, ásamt fríðu föruneyti í janúar. NORDICPHOTOS/GETTY Borgar Apótek | Borgartúni 28, 105 Reykjavík | sími 553-8331 747 kr. ... opnar í Borgartúni og býður lausasölulyf á góðum kjörum!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.