Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 14
17. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 14
STYTTA AFHJÚPUÐ Í SUÐUR-AFRÍKU Níu metra há bronsstytta af Nelson Mandela var í gær afhjúpuð í Pretoríu,
höfuðborg Suður-Afríku. Styttan stendur fyrir utan stjórnarráðsbygginguna, þar sem lík Mandela lá á viðhafnarbörum
fyrir helgi, áður en hann var jarðsunginn. Í þessu sama húsi tók hann formlega við forsetaembætti landsins árið 1994, fjórum
árum eftir að hann var látinn laus úr fangelsi. NORDICPHOTOS/AFP
LAGAR LYFTU Í NEPAL Byggingaverkamaður vinnur þarna að því að lagfæra
lyftubúnað á byggingarstað í Katmandú, höfuðborg Nepal. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
MÓTMÆLI NÁMSMANNA Á ÍTALÍU Til átaka kom milli námsmanna og lögreglu í Mílanó á Ítalíu í gær. Námsmennirnir
höfðu efnt til mótmæla gegn niðurskurði í ríkisfjármálum, sem meðal annars kemur niður á skólahaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
ÚTFÖR Í PAKISTAN Sérsveitarmenn og ættingjar þeirra taka þátt í útför
manna sem létu lífið þegar vegasprengja sprakk í Peshawar. Sprengju hafði
verið komið fyrir við vegbrúnina og var hún sprengd þegar bifreið frá sprengjueyð-
ingarhópi pakistönsku lögreglunnar ók framhjá. Að minnsta kosti fjórir starfsmenn
sprengjueftirlitsins létu lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
TRÚARHÁTÍÐ Á SRÍ LANKA Búddistar færa fórnir við búddistahof í Colombo
á Srí Lanka. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
BÓLUSETNINGARHERFERÐ Í JEMEN Stúlka bólusett gegn mænusótt í
Sanaa, höfuðborg Jemen. Þriggja daga herferð stendur nú yfir og er takmarkið
að bólusetja meira en fjórar milljónir barna yngri en fimm ára. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÁSTAND
HEIMSINS
42
5
3
6
1
1
2
3
4
5
6
SMASSSALAT
Glæsibæ • Dalvegi • N1 Ártúnsbrekku • Bæjarhrauni • Skoðaðu matseðilinn á saffran.is