Fréttablaðið - 17.12.2013, Side 20
17. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 20
Ár liðið frá hrottalegri nauðgun
INDVERSKAR LÖGREGLUKONUR Á BEKK VIÐ VEGATÁLMA Í NÝJU-DELÍ Indverjar minntust þess í gær að ár var liðið frá
hrottalegri nauðgun í Nýju-Delí. Nokkrir menn óku um á strætisvagni til að leita sér að fórnarlömbum, tóku par upp í og mis-
þyrmdu þeim báðum svo illa að konan lét lífið á sjúkrahúsi nokkru síðar. Málið hefur vakið þjóðina til vitundar um það hve
alvarlegur vandi nauðganir hafa lengi verið í indversku samfélagi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Tveir lausir úr Guantanamo
1KÚBA Tveir fangar til viðbótar hafa verið látnir lausir úr Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjahers á Kúbu. Mennirnir eru báðir frá Sádi-Arabíu
og voru sendir þangað. Báðir hafa setið árum saman í fangabúðunum án þess
að hafa nokkurn tímann verið ákærðir fyrir afbrot af neinu tagi. Tugir fanga
hafa verið sendir til Sádi-Arabíu, en enn sitja 160 fangar í búðunum.
Tugir milljóna þurfa aðstoð
2SVISS Sameinuðu þjóðirnar segjast þurfa nærri 13 milljarða dala, eða ríflega 1.500 milljarða króna, til að standa straum af neyðaraðstoð víða
um heim á næsta ári. Reiknað er með að um helmingurinn af þessu fé fari til
Sýrlands og nágrannaríkja þess, en alls er talið að um 52 milljónir manna í 17
löndum þurfi á aðstoð að halda. Næst á eftir Sýrlandi þurfa Súdan, Sómalía,
Kongó og Filippseyjar mesta aðstoð.
Uppreisn kæfð
3SUÐUR-SÚDAN Hópur hermanna gerði tilraun til stjórnarbyltingar í Suður-Súdan en Salva Kiir, forseti landsins, sagði í gær að tekist hefði að brjóta
uppreisnina á bak aftur. „Árásarmennirnir fóru og herinn er að elta þá uppi,“
sagði forsetinn. Uppreisnarmennirnir réðust inn á herstöð í höfuðborginni
Júba á sunnudag og héldu skotbardagar áfram þangað til í gær.
ESB greiði fyrir íhlutun
4FRAKKLAND Frakkar vilja að stofnaður verði sjóður á vegum Evrópu-sambandsins, sem yrði notaður til þess að standa straum af hernaðar-
íhlutunum víða um heim. Francois Hollande Frakklandsforseti hvatti til
þessa í gær og varði jafnframt ákvörðun stjórnar sinnar um að senda
franska hermenn til Mið-Afríkulýðveldisins, þar sem hörð átök hafa geisað
undanfarið.
HEIMURINN
1
2
3
4
Komdu og skoðaðu úrvalið!
Laugavegi 174 | Sími 590 5040
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16
Kíkið inná:
heklanotadirbilar.is
MM Pajero 3,2 Instyle
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 43.000 km, sjálfskiptur
MIKIÐ ÚRVAL GÆÐABÍLA
Á GÓÐU VERÐI
Ásett verð: 8.490.000,-
Toyota Land Cruiser 150 GX
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 35.500 km, sjálfskiptur
Audi A4 Avant 2.0TDI AT
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 24.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 8.990.000,- Ásett verð: 5.650.000,-
VW Tiguan Trend&Fun
2,0 TDI. Árgerð 2012, dísil
Ekinn 61.300 km, beinskiptur
Ásett verð: 4.550.000,-
VW Passat Alltrack 4motion
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 26.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 6.250.000,-
Audi A6 2,0T
Árgerð 2007, bensín
Ekinn 88.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 3.690.000,-
Tilboð 2.890.000,-
Mazda 3 1600 Advance Dísil
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 12.000 km, beinskiptur
Ásett verð: 2.890.000,-
VW CC 2,0 TDi
Árgerð 2013, dísil
Ekinn 12.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 6.350.000,-