Fréttablaðið - 17.12.2013, Síða 24
17. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 24
Garðabær hefur á síðastliðnum
árum unnið markvisst að mál-
efnum fjölskyldunnar og skipu-
lagt þjónustu sveitarfélagsins að
þörfum hennar. Þegar unnið er á
markvissan hátt við að koma til
móts við fjölskylduna er í leiðinni
unnið að samræmingu vinnu og
einkalífs.
Örugg daggæsla
fyrir yngstu börnin
Fjölskyldustefna Garðabæjar var
fyrst samþykkt á fundi bæjar-
stjórnar árið 2001 og endurskoð-
uð fjölskyldustefna var samþykkt
5. júní 2008. Eitt meginstefið í
stefnunni er að örugg daggæsla
sé til staðar eftir að fæðingaror-
lofi lýkur, á ungbarnaleikskólum
eða hjá dagforeldrum. Garðabær
gerir þjónustusamning við dag-
foreldra sem felur í sér hærri
niðurgreiðslur en almennt gerist.
Bærinn styður einnig við bakið á
dagforeldrum með því að greiða
fyrir þá grunnnámskeið, bjóða
þeim styrk til að bæta aðstöðu á
heimili sínu, veita þeim aðgang
að leikfangasafni og með því að
gera reglulegar viðhorfskannanir
meðal foreldra.
Í nýlegri meistararitgerð kemur
fram:
Í Garðabæ hefur tekist að móta
stefnu í dagvistunarmálum sem
önnur sveitarfélög ættu að líta til.
Þar hefur verið stuðst við þjón-
ustusamninga og sveitar félagið
nær þannig að halda stjórn á
kostnaðinum sem og auknu eftir-
liti með starfseminni. Markmið
sveitarfélagsins er að hafa dag-
vistun barna að raunverulegu vali
foreldra með því að bjóða háar
niðurgreiðslur og gæta að því að
dagforeldrar hækki ekki verðskrá
sína sem því nemur. Í Garðabæ er
að auki rekinn ungbarnaleikskóli
sem fyllist hvert ár og börn eru
tekin inn á leikskóla eigi síðar en
18 mánaða og stundum fyrr. Þessi
stefna virðist samræmast jafnrétt-
ismarkmiðum stjórnvalda best af
þeim sveitarfélögum sem til grein-
ingar eru.
Frá vöggu til grafar 2012; Herdís
Sólborg Haraldsdóttir
Leikskólar opnir allt árið
Leikskólar í Garðabæ eru opnir
allt árið en hvert barn þarf að
taka sér frí í 4 vikur. Fjölbreytni
er mikil í leikskólastarfinu bæði
hvað varðar rekstrarform og upp-
eldisstefnur. Mikil ánægja hefur
verið með þjónustu leikskóla í
Garðabæ skv. þjónustukönnun-
um Capacent og meiri en í öðrum
sveitarfélögum.
Samræmt skóladagatal
Í Garðabæ velja foreldrar grunn-
skóla fyrir börn sín og haldnar eru
skólakynningar þar sem skólarnir
kynna starf sitt. Samræmt skóla-
dagatal þýðir að kennsla hefst á
sama tíma að hausti og henni lýkur
á sama tíma að vori í öllum grunn-
skólum bæjarins. Einnig eru vetr-
arfrí, skipulagsdagar starfsmanna
o.fl. samræmd á milli skóla. Tóm-
stundaheimili eru opin í vetrar-,
jóla- og páskafríum. Hver skóli
hefur sína sérstöðu enda hafa
einkaskólar fest rætur í Garða-
bæ og mikil ánægja mælist með
skólana í áðurnefndum þjónustu-
könnunum Capacent.
Hvatapeningar fyrir öll börn
Hvatapeningar eru til að lækka
kostnað við skipulagt íþrótta- og
æskulýðsstarf. Hvatapeningar
ársins 2013 eru 27.500 krónur á
hvert barn á aldrinum 5-18 ára.
Ungmenni í tveimur elstu árgöng-
unum geta fengið hvatapeninga
greidda vegna kaupa á korti í lík-
amsræktarstöð.
Leitast er við að hafa æfingar
og tómstundir yngstu barnanna í
beinu framhaldi af skólalokum. Til
að gera það mögulegt er starfrækt-
ur frístundabíll sem keyrir börn-
in frá tómstundaheimilum grunn-
skóla í íþrótta- og tómstundastarf.
Atvinnuátak að sumri
Frá árinu 2009 hefur öllum ung-
mennum í Garðabæ á aldrinum
17-25 ára boðist vinna hjá bænum
yfir sumartímann. Átakið er mikið
hagsmunamál fyrir fjölskyldur í
Garðabæ. 630 ungmenni sóttu um
sumarstörf hjá Garðabæ árið 2013.
Allir sem uppfylltu skilyrðin um
lögheimili í Garðabæ fengu vinnu
eins og fyrri ár, flestir við garð-
yrkjustörf, skógrækt og umhirðu
bæjarlandsins.
Samræming vinnu og einkalífs
Áhersla hefur einnig verið lögð á
að koma til móts við starfsmenn
til að auðvelda þeim að samræma
vinnu og einkalíf. Mikilvægt er
að starfsmenn fái sveigjanleika
til að sinna fjölskylduábyrgð, t.d.
umönnun veikra barna og aldr-
aðra foreldra, fái tækifæri til að
taka þátt í skólastarfi barna sinna
og geti tekið börnin í vinnuna þar
sem það á við. Lögð hefur verið
áhersla á jafnréttismál þar sem
stofnanir hafa gert jafnréttisáætl-
anir og verið er að vinna að launa-
greiningu fyrir sveitarfélagið.
Sveigjanleiki í starfi, sveigjan-
legur vinnutími og starfslok eru
göfug markmið og Garðabær legg-
ur sig fram við að koma til móts
við starfsmenn þar sem hægt er.
Við skipulagningu á þjónustu
og þegar unnið er að samræm-
ingu fjölskyldu- og atvinnulífs er
grundvallaratriði að viðhafa sam-
ráð, eiga góð samskipti við alla
aðila og miðla upplýsingum. Þess
vegna er lykilatriðið að hlusta á
raddir allra.
Fjölskyldustefna Garðabæjar
– hlustum á raddir allra
STJÓRNSÝSLA
Vilhjálmur Kári
Haraldsson
mannauðsstjóri
Garðabæjar
Guðfi nna B.
Kristjánsdóttir
upplýsingastjóri
Garðabæjar
➜ Eitt meginstefi ð í stefn-
unni er að örugg daggæsla
sé til staðar eftir að fæðing-
arorlofi lýkur, á ungbarna-
leikskólum eða hjá dagfor-
eldrum.
5. október sl. birtist grein í
Fréttablaðinu undirrituð af sex
fræðimönnum. Greinarhöf-
undar fullyrða að engar vís-
bendingar hafi komið fram sem
benda til þess að erfðabreyttar
nytjaplöntur í landbúnaði séu
skaðlegar heilsu fólks umfram
hefðbundin matvæli og segja
að í kjölfar rannsókna síðustu
25 árin sé vísindasamfélagið á
þeirri skoðun að erfðatækni sé
örugg. Greinarhöfundar fullyrða
einnig að milljónir bænda um
allan heim nýti erfðabreyttar
nytjaplöntur með góðum árangri
og að erfðabreyttar plöntur hafi
ekki neikvæð áhrif á náttúruna.
Greinarhöfundar, sem flestir
eru með doktorspróf, vísa hvorki
í rannsóknir né fræðigreinar
máli sínu til stuðnings.
Þetta eru stór orð í ljósi þess
að því fer fjarri að einhugur sé
í vísindasamfélaginu um öryggi
erfðabreyttra lífvera. 230 fræði-
menn setja nafn sitt við yfirlýs-
inguna „Statement: No scienti-
fic consensus on GMO safety“,
dagsetta 10. október á þessu
ári. Í yfirlýsingunni mótmæla
fræðimennirnir þeirri fullyrð-
ingu að vísindaleg samstaða
sé um öryggi erfðabreyttra líf-
vera, segja að hún sé byggð á
veikum vísindalegum grunni og
lýsa yfir þungum áhyggjum af
áhrifum erfðabreyttra lífvera
á umhverfið og heilsu manna
og dýra. Fræðimennirnir vitna
í fjölda rannsókna og vísinda-
greina máli sínu til stuðnings.
Í opnu bréfi frá síðasta ári sem
21 fræðimaður er skrifaður
fyrir: „Yes: Food labels would let
consumers make informed choi-
ces“, mótmæla undirritaðir, sem
margir eru meðlimir í American
Association for Advancement
of Science, þeirri fullyrðingu
AAAS að erfðabreytt matvæli
séu örugg og þess vegna óþarfi
að merkja þau.
„Frægðarverk“ Monsanto
Það er óhætt að segja að líf-
tæknifyrirtækið Monsanto sé
eitt fyrirlitnasta stórfyrirtæki
jarðar. Það er okkar skoðun að
með því að verja erfðabreytt
matvæli þá séu greinarhöfund-
ar einnig að verja glæpi stór-
fyrirtækis eins og Monsanto.
Þetta tvennt verður ekki slitið í
sundur. Upptalning á nokkrum
af „frægðarverkum“ Monsanto
fyrirtækisins:
Monsanto framleiddi og seldi
bandaríska varnarmálaráðu-
neytinu eiturefnið Agent Orange
sem Bandaríkjamenn notuðu í
Víetnamstríðinu til að eyðileggja
ræktarland og svipta „skæru-
liðahermenn“ skjóli. Víetnömsk
stjórnvöld áætla að um 400
þúsund manns hafi látist eða
beðið alvarlegan skaða vegna
þessa og að hálf milljón barna
hafi fæðst með alvarlega fæð-
ingargalla auk mikils umhverf-
isskaða. Víetnamska þjóðin er
enn að bíta úr nálinni með þetta
enda ummerki um eitrið enn að
finna í lífkeðjunni. Monsanto
setti eiturefnið DDT á markað
árið 1944. Það var síðan bann-
að árið 1972 eftir að hafa valdið
hrikalegum umhverfisspjöllum.
Monsanto á einkaleyfið á hinu
mjög svo umdeilda aspartam.
Monsanto hefur margoft verið
lögsótt og þurft að semja um
bætur til starfsmanna sinna og
almennings vegna mengunar og
eitrunar sem fyrirtækið hefur
valdið. Monsanto er höfundur
mjög svo umdeilds hormóns sem
hefur verið sprautað í kýr til að
auka mjólkurframleiðslu þeirra.
Monsanto beitti sér á sínum
tíma gegn merkingum á mjólk
þar sem kom fram að mjólkin
væri laus við þetta hormón á
þeirri forsendu að merkingin
gæfi til kynna að mjólk kúa með-
höndlaðra með rBST-hormón-
inu væri „óæðri“. Bændur mega
ekki geyma erfðabreytt Mon-
santo útsæði og hefur fyrirtæk-
ið staðið fyrir fjölda lögsókna
gegn bændum sem hafa geymt
útsæði. Monsanto hefur sömu-
leiðis lögsótt bændur, þar sem
akrarnir hafa smitast af erfða-
breyttum plöntum, fyrir brot á
„höfundarrétti“.
Við sjáum ekki samsæriskenn-
inguna um yfirgang stórfyrir-
tækja. Við sjáum staðreyndina
um yfirgang stórfyrirtækja! Á
árinu hafa verið farnar tvær
mótmælagöngur í fjölda borga
á Vesturlöndum gegn Monsanto.
Er skrítið að fólk efist um öryggi
erfðabreyttra lífvera þegar saga
stórfyrirtækis eins og Monsanto
er skoðuð?
Valdurinn að hungursneyð?
Erfðabreytt matvæli voru búin
til á tilraunastofu til að græða
peninga. Ekki til að auka fæðu-
framleiðslu eða hjálpa sveltandi
heimi. Sjálf grundvallarfor-
sendan fyrir framleiðslu erfða-
breyttra matvæla er brostin
þegar búið er að sýna fram á
það að þau auka ekki uppskeru
heldur þvert á móti minnka
hana og kalla á meiri eiturefna-
notkun en í hefðbundnum land-
búnaði auk fleiri óæskilegra
umhverfisþátta. Margir spá því
að erfðabreytt matvæli muni í
framtíðinni verða valdurinn að
hungursneyðum í þriðja heim-
inum.
Tveir af greinarhöfundunum
sex, Jón Hallsteinn Hallsson og
Áslaug Helgadóttir, hafa gegnt
stöðu verkefnisstjóra vegna
styrkveitingar til líftækni-
fyrirtækisins ORF.
Um erfðabreytt matvæli –
svar við grein sex fræðimanna
HEILBRIGÐISMÁL
Sölvi
Jónsson
starfa með fötluðum
Davíð
Östergaard
➜ Það er óhætt að segja að
líftæknifyrirtækið Monsanto
sé eitt fyrirlitnasta stórfyrir-
tæki jarðar. Það er okkar
skoðun að með því að verja
erfðabreytt matvæli þá séu
greinarhöfundar einnig að
verja glæpi stórfyrirtækis
eins og Monsanto.
Lengri útgáfu greinarinnar og
heimildarskrá er að fi nna á Vísir.is
visir.is
BIRTING VIÐAUKA
VIÐ LÝSINGU
Útgefandi: SRE fjármögnun 1, fagfjárfestasjóður
SRE fjármögnun 1, fagfjárfestasjóður, kt. 701012-9920, hefur birt
viðauka við lýsingu dagsetta 8. nóvember 2013 sem gefin var út í
tengslum við umsókn um að flokkur eignavarinna skuldabréfa, SREFB
12 1, verði tekinn til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði
NASDAQ OMX Iceland hf. Viðaukinn er dagsettur 16. desember 2013,
gefinn út á íslensku og birtur á vefsíðu Stefnis hf. sem er rekstraraðili
sjóðsins, nánar tiltekið á slóðinni www.stefnir.is/kaupholl.
Viðaukinn skoðast sem hluti af lýsingunni sem má nálgast hjá félaginu
næstu 12 mánuði, og er gefinn út rafrænt á vefsíðu félagsins.
Jafnframt geta fjárfestar óskað eftir og nálgast prentuð eintök af
lýsingunni ásamt viðauka hjá Stefni hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík.
16. desember 2013,
stjórn Stefnis hf.