Fréttablaðið - 17.12.2013, Page 44
17. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 32TÍMAMÓT
Innilegar þakkir til allra sem
sýndu okkur samúð og hlýju við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ELÍNAR MAGNÚSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Grundar fyrir frábæra umönnun og hlýju.
Sjöfn Jóhannesdóttir
Gunnar Jósef Jóhannesson Guðný Ása Þorsteinsdóttir
Elín Theódóra Jóhannesdóttir
Jóhann Snorri Jóhannesson Anna Guðrún Kristinsdóttir
Jóhannes Örn Jóhannesson
og ömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
PÉTUR JÓHANNSSON
Lindarbraut 10, Seltjarnarnesi,
lést á Landakotsspítala föstudaginn 6. desember. Útför hans
fer fram frá Seltjarnarneskirkju, miðvikudaginn 18. desember
kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Kristín M. Guðmundsdóttir
Auður Pétursdóttir
Jóhann Pétursson Margrét Lilja Magnúsdóttir
Brynja Pétursdóttir
Baldvin Búi Wernersson
Elskuleg eiginkona,
móðir, systir og amma,
ÞÓREY AÐALSTEINSDÓTTIR
Vesturbergi, Reykjavík,
lést 14. desember. Hún verður jarðsungin frá
Fella- og Hólakirkju 20. desember kl. 11.00.
Haukur Ármannsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson Heiðbjört Ásgeirsdóttir
Aðalheiður E. Ingimundardóttir Ingi Rúnar Georgsson
Tryggvi Aðalsteinsson
barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANNA GUÐNÝ
SIGURÐARDÓTTIR
Sóleyjarima 5,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir, sunnudaginn
15. desember. Útför hennar fer fram frá
Grafarvogskirkju, föstudaginn 20. desember kl. 13.00.
Gunnar Jón Árnason
Katla Gunnarsdóttir Haukur Erlingsson
Hreiðar Gunnarsson Halla Magnúsdóttir
Sverrir Óskar Stefánsson Þórhildur Anna Jónsdóttir
barnabörn og langömmubarn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÓLAFÍA S. B. BJARNADÓTTIR
Hábæ 2, Þykkvabæ, Rangárvallasýslu,
verður jarðsungin frá Oddakirkju á Rangár-
völlum, föstudaginn 20. desember kl. 13.00.
Sverrir Gíslason
Jóna Elísabet Sverrisdóttir Pálmar Hörður Guðbrandsson
Bjarni Rúnar Sverrisson
Elín Þóra Sverrisdóttir Einar S. Bjarnason
Sverrir Þór Sverrisson Brynja K. Sverrisdóttir
Sigríður Helga Sverrisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARÍA FINNBOGADÓTTIR
Hjúkrunarheimilinu Seljahlíð,
Hjallaseli 55,
áður Hvassaleiti 16, Reykjavík,
lést laugardaginn 14. desember. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskapellu föstudaginn 20. desember kl. 15.00.
Hákon Sigurðsson Katrín H. Guðjónsdóttir
Björg Sigurðardóttir
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN JÓHANNESSON
verkfræðingur,
Hverfisgötu 27, Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar
mánudaginn 16. desember.
Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju,
laugardaginn 28. desember klukkan 14.00.
Helga Ingibjörg Þorvaldsdóttir
Þorvaldur Þorsteinsson
Elín Þorsteinsdóttir Frosti Halldórsson
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR
Hæðargarði 35,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 18. desember. kl. 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
Guðmundur Bjarnason Bergdís Kristjánsdóttir
Þóra Bjarnadóttir Jón Sverrir Dagbjartsson
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann
www.kvedja.is
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ELÍNAR JÓNSDÓTTUR
Hrafnistu, Kópavogi.
Elínbjört Jónsdóttir Tryggvi P. Friðriksson
Petra Jónsdóttir Kristján J. Karlsson
Arnþrúður Jónsdóttir Sveinn Magnússon
Hermann Jónsson
og fjölskyldur.
Elskulegi faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GARÐAR FINNBOGASON
húsasmíðameistari,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi föstu-
daginn 13. desember. Útför hans fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði, föstudaginn
20. desember kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim
sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög.
Kolbrún Garðarsdóttir Kjartan Jónasson
Linda Garðarsdóttir Ófeigur Sigurðsson
K. Kristján Garðarsson Heiðrún Sigfúsdóttir
Hjörtur P. Garðarsson Anna Rut Steinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku besti maðurinn minn, pabbi okkar,
tengdapabbi, sonur, bróðir og vinur,
HALLDÓR GÍSLASON
arkítekt og prófessor
við Listaháskólann í Ósló,
andaðist að morgni sunnudagsins 8. desember, að lokinni
ævi uppfullri af lífsgleði og ævintýrum. Útförin fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 19. desember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi.
Fyrir hönd fjölskyldu og vina,
Sóley Stefánsdóttir Andri Haraldsson
Björn Halldórsson Anna Karin Norberg
Vala Halldórsdóttir Emil Þór Guðmundsson
Theodóra Thoroddsen
Theodóra Gísladóttir og fjölskylda
Sverrir Gíslason og fjölskylda
„Við vorum með veislu á laugardags-
kvöldið þar sem mættu rúmlega sjö-
tíu vinir og vandamenn. Veislan var
haldin í Gunnarshúsi, húsi Rithöfunda-
sambandsins við Dyngjuveg þar sem
Gunnar Gunnarsson bjó, og það er ekki
leiðinlegt að halda veislu heima hjá
Gunnari. Mikil gleði og gaman,“ segir
rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson
sem á fimmtugsafmæli í dag.
Aðspurður segist Jón Kalman
hafa fengið góðar gjafir í tilefni stór-
afmælisins, en besta gjöfin sé þó að fá
að hafa fólkið sitt nálægt sér. „Maður
finnur það á svona stundum hversu
gott er að eiga fjölskyldu og vini. Dýr-
mætari gjöf er ekki hægt að fá í þessu
lífi,“ segir Jón Kalman, sem er kvænt-
ur Maríu Karen Sigurðardóttur og eiga
þau börnin Bekan Sigurð, fimmtán ára,
og Védísi, sem er tíu ára. Þau eru Kal-
mansbörn en ekki Jónsbörn, vegna
þess að Kalman er einfaldlega fallegra
nafn en Jón, segir hann sjálfur. „Maður
stefnir alltaf að fegurðinni. Kalman
er írskt nafn og allt það besta í okkur
Íslendingum kemur frá Írlandi, rauður
hárlitur og skáldskapur. Maður biður
ekki um meira.“
Margir freistast til að líta yfir farinn
veg á stórafmælum en Jón Kalman seg-
ist ekki hafa neitt slíkt í hyggju. „Þetta
er bara eins og hver önnur stund. Ég hef
aldrei hugsað neitt um aldur, því maður
er bara til. Fyrir mér er hver dagur sem
þúsund ár og öfugt,“ útskýrir hann og
þvertekur fyrir að sú staðreynd að
afmælisdaginn ber upp svo nærri jólum
hafi orsakað vandamál varðandi gjafir
á yngri árum. „Þjóðfélagið var öðruvísi
þegar ég var að alast upp og sjálfsagt
hef ég einhvern tíma fengið færri tin-
dáta en einhver sem átti afmæli í mars,
en þegar maður er barn er maður bara
svo ánægður að eiga afmæli.“
Jón Kalman gaf nýverið út skáld-
söguna Fiskarnir hafa enga fætur sem
hefur hlotið prýðisgóðar viðtökur. Hann
hefur þegar hafið vinnu við næstu bók,
en vill síður gefa of mikið upp um efni
hennar. „Ég tala aldrei um það sem ég
er að skrifa, en þetta verður einhvers
konar framhald af nýjustu bókinni
minni,“ segir Jón Kalman.
kjartan@frettabladid.is
Það besta í Íslendingum
kemur frá Írlandi
Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson er fi mmtugur í dag en hélt upp á afmælið um
helgina. Nýjasta skáldsagan hans hefur hlotið frábærar viðtökur og sú næsta er í smíðum.
FIMMTUGUR
„Maður finnur
það á svona
stundum hversu
gott er að eiga
fjölskyldu og
vini,“ segir rit-
höfundurinn Jón
Kalman Stefáns-
son á fimmtugs-
afmælisdaginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL