Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 48
17. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 36 BÆKUR ★★★★ ★ Strokubörnin á Skuggaskeri Sigrún Eldjárn MÁL OG MENNING Sigrún Eldjárn er fyrir löngu orðin kunn fyrir barnabæk- ur sínar, enda hefur hún sent frá sér bók næstum árlega frá árinu 1980. Það eru því fleiri en ein kynslóð sem hafa alist upp með sögunum hennar. Nýjasta afurðin er Strokubörnin á Skugga skeri sem kom út á haustmán- uðum. Um er að ræða hápólitíska bók sem sett er fram í ævintýra- formi. Sagan segir frá íbúum Fagradals, en áin Silfra aðskil- ur þar þorpin Austurhlíð og Vesturhlíð. Einu sinni voru íbúarn- ir miklir vinir og börnin léku sér saman óáreitt. Nú er hins vegar skollið á stríð milli þorpanna því verðmætur málmur fannst í Hólm- inum, sem liggur í ánni á milli þorpanna. Systkinin Lína, Hring- ur, Anna og Beta bregða því á það ráð að strjúka úr Austurhlíð yfir í Skuggasker, sem er drungalegt sker lengra úti á hafi. Þar bíða þeirra óvænt ævintýri, þau þurfa að bjarga sér sjálf og ekki er allt sem sýnist. Sagan er sögð frá mismunandi sjónarhornum. Fyrst fylgjumst við með fyrrnefndum systkinum en svo bætast fleiri sjónarhorn við í næstu köflum. Á milli kaflanna þar sem frásögnin er í þriðju per- sónu eru kaflar þar sem sagt er frá í fyrstu persónu. Spennuþrung- in leynd ríkir yfir þeim einstak- lingi, en smám saman flettist ofan af honum. Þessir kaflar auka enn fremur á spennu bókarinnar. Bókin er auð- lesin og fallega uppsett. Mynd- lýsingar Sigrún- ar eru vandaðar og þar er hvergi til sparað því næstum hver einasta opna er myndskreytt. Textinn er í mis- munandi lit eftir því hvert sjónarhornið er. Það er vel heppnað og truflar alls ekki lestur- inn. Höfundi tekst vel að heimfæra aðstæður á íslenska staðarhætti, þannig að börn skilja að stríðshrjáð börn eru ekk- ert öðruvísi en þau sjálf, þó þau séu kannski langt í burtu. Stríð er ekki sameiginleg ákvörðun íbúa þeirra landa sem eiga hlut að máli. Sögulok gefa til kynna að lesend- ur megi vænta framhalds og gera má ráð fyrir að eftirvænting hefj- ist um leið og lestri lýkur. Halla Þórlaug Óskarsdóttir NIÐURSTAÐA: Afar vel heppnuð og spennandi bók sem varpar ljósi á fáránleika stríðs og hvernig það getur haft áhrif á hugsunarhátt stríðs- hrjáðra þjóða. Ævintýri flóttamanna „Skúrinn er fjölnota menningar- hús sem hægt er að setja á trukk og keyra þangað sem verkast vill,“ segir Finnur Arnar Arnar- son myndlistarmaður sem á og rekur Skúrinn. „Hingað til hefur það nánast eingöngu verið mynd- list sem verið hefur í Skúrnum en nú er komið að bókmenntadagskrá við Norræna húsið og síðan söng- dagskrá í fógetagarðinum.“ Bókmenntadagskráin verð- ur þrjú kvöld í röð, 18., 19. og 20. desember, og hefst klukkan 20 öll kvöldin. Eðli málsins sam- kvæmt rúmast ekki margir gest- ir í skúrnum þannig að Finnur hefur brugðið á það ráð að útvega sér útvarpssendi til að fólk geti notið upplestursins í bílum sínum. „Skúrinn verður fyrir framan Norræna húsið og þetta er eins konar „drive in“. Inni í Skúrn- um verður lítill útvarpssendir og áheyrendur stilla útvarpið í bíln- um sínum á FM 103,9 og heyra rithöfundana lesa upp úr bókum sínum inni í Skúrnum. Þarna lesa helstu kanónur bókmenntaheims- ins og hægt er að kynna sér dag- skrána á vefslóðinni nordice.is.“ Hinn viðburðurinn, sem fram fer 22. desember, er söngdagskrá þar sem sungin verða þau lög sem sungin voru á Látrum við Látra- strönd eftir að sálmasöng lauk árið 1878. Hvaða lög eru það? „Það voru grafnar upp skráðar heimildir um þau lög sem sungin voru á Látrum eftir að sálmasöng sleppti og hug- myndin er sú að ellefu manna kór endurflytji það prógramm.“ Kórinn verður inni í Skúrnum en á Skúrinn verður festur stór lúður og honum í raun breytt í gamlan grammófón. „Hugmynda- fræðingurinn á bak við þetta er Áslaug Thorlacius og hún hefur með sér fjölskyldumeðlimi, vini og vandamenn sem ýmsir eru ansi vel þekkt tónlistarfólk, til dæmis Sig- ríður, systir Áslaugar, og Snorri Sigfús Birgisson, frændi þeirra. Þau eru búin að vera að æfa vikum saman og ég held þau séu alveg að ná þessu,“ segir Finnur Arnar og glottir. Söngdagskráin hefst einnig klukkan 20. fridrikab@frettabladid.is Skúrinn breytist í út- varp og grammófón Sú nýbreytni verður tekin upp í menningarhúsinu Skúrnum í vikunni að bjóða upp á bókmennta- og söngdagskrár. Í öðru tilvikinu verður útvarpað úr skúrnum en í hinu breytist hann í gamlan grammófón með stóran lúður. SMÍÐAR LÚÐUR Finnur Arnar smíðar sjálfur lúðurinn sem festur verður á Skúrinn til að varpa söngnum til áheyrenda. MENNING - Hrein snilld - Í ELDAMENNSKUNA Gerðu máltíðina enn betri með teningunum frá Bong því þeir laða fram það besta úr góðu hráefni. EKKERT MSG ENGIN TRANSFITA ENGIN LITAREFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.