Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2013, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 17.12.2013, Qupperneq 50
17. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR38 | MENNING | BÆKUR ★★★ ★★ Hlustað Jón Óttar Ólafsson BJARTUR Ef höfundar rannsaka vel það sem þeir eru að skrifa um; sögusvið og bara hvað eina sem verð- ur á vegi söguhetjunnar en ekki kylfa látin ráða kasti skilar það sé yfirleitt í trú- verðugri og betri sögu. En þetta getur reynst vandrataður vegur, menn mega ekki vera of nískir á þá þekkingu sem þeir hafa viðað að sér – þeir verða að láta lögmál skáld- skaparins ráða för. Nú bregður svo við að höfundur veit of mikið. Jón Óttar mun hafa starfað í lög- reglunni sem og hjá sérstökum saksóknara; maðurinn er doktor í afbrotafræðum. Öllum hnútum kunnugur. Er hægt að óska eftir betri bakgrunni fyrir eins og einn krimmahöf- und? Og þannig er stóri plúsinn sá að höfundur nær að skapa sérdeilis trúverðuga og ágætlega fléttaða glæpasögu; tals- mátinn og sögusviðið er þannig að lesandinn er á staðnum. Nokkuð sem eft- irsóknarvert má teljast. Gallinn er sá að Jón Óttar er ekki nægjanlega vel að sér um lögmál skáldskapar- ins til að átta sig á því að ekki þarf að koma þetta mikilli vitneskju að. Þarna hefði góður ritstjóri mátt grípa í taumana með skærin góðu. Því sagan er langdregin. Jón Óttar er ekki sérlega flink- ur stílisti. Ekki slæmur; stíllinn er kaldur sem hæfir í sjálfu sér efninu ágætlega en gallinn er sá að hann einn og sér nær ekki að halda les- andanum við efnið þá er höfund- ur teymir hann í langa göngu um verkferla innan lögreglunnar. Og höfundur missir af ágætum færum sem hann hefur lagt upp þegar aðal- persónan Davíð er löngum stundum við hleranir. Þegar við bætist að persónusköpunin er ekkert sérlega snjöll, sannast sagna er hann Davíð hálfgerður leiðindagaur og óáhuga- verður sem slíkur, þá verður niður- staðan þessi. Þetta er fyrsta bók höfund- ar og metnaðarfullt fyrsta verk. Sem slíks horfir maður jákvæð- ari augum til þess en annars og námundar upp í þriðju stjörnuna: Vel fléttaður krimmi, ekkert sér- lega frumlegur en það var augljós- lega ekki lagt upp með slíkt. Og ef hugað er að þeim atriðum sem hér hafa verið nefnd kredit-megin í bók- haldinu má búast við góðri næstu bók. Jakob Bjarnar Grétarsson NIÐURSTAÐA: Fremur langdregin bók en ágætlega fléttaður krimmi sem lofar góðu um framhaldið. Að vita of mikið Sara Riel opnar á fimmtudaginn sýningu í Týsgalleríi. Sýning- in verður eins konar bergmál af sýningunni sem hún stóð fyrir á Listasafni Íslands í sumar, þó með örlítið breyttri áherslu sem á ein- mitt sérstaklega vel við á þessum árstíma, en þema sýningarinn- ar verður barrtré og skógrækt á Íslandi. „Ég velti fram spurningunni hvers vegna höfuðáherslan virð- ist alltaf vera lögð á fagurfræði þegar umræðan um barrtré og lauftré er annars vegar. Fólk er alltaf tilbúið til að dásama birki- tré og hlyn en vill ekki sjá gren- ið. Þegar spurt er hvernig á því stendur eru svörin oft frekar fag- urfræðilegs eðlis heldur en líf- eða vistfræðileg.“ Um jólaleytið virðist ást þjóð- arinnar á grenitrénu hins vegar alltaf vakna og þá fá þau að prýða öll heimili og jólaskreytingar eru gjarnan með skírskotun í þau. „Það er allt annað viðhorf í garð barrtrjáa um jólaleytið heldur en á sumrin og þess vegna á þessi sýn- ing mín sérstaklega vel við núna. Það er ekki hægt að halda jólin án þess að vera með barrtré og þá er það fallegasta tréð sem við nánast tilbiðjum og gegnir hlutverki sem altari jólagjafanna. Tréð fær að standa þar í tvær vikur eða þang- að til það á ekki upp á pallborðið lengur og við fleygjum því á dyr.“ Barrtrjáarækt er því nauðsyn- leg fyrir þá sem kjósa að vera með lifandi tré á jólunum. Á sumrin er umræðan í garð grenitrjánna hins vegar á þann veg að henni mætti líkja við nokkurs konar „plöntu- rasisma“. „Maðurinn minn er skógfræðingur svo ég þekki umræðuna mjög vel, hún er allt í kringum mig. Eitt verk á sýning- unni er eitt stórt barrtré sem ég bý til úr öðrum barrtrjám og svo verð ég með aðra útgáfu af fræ- skotunum sem ég var með á sýn- ingunni í sumar. Við maðurinn minn höfum verið að kokka upp gróðursetningaraðferð, en við höfum búið til haglabyssuskot úr fræjum sem við skjótum í jörðina. Skotin eru ljóðræn að einhverju leyti en þetta er tilraun til að sýna fram á að það sé hægt að nota verkfæri sem venjulega er notað til að drepa, til þess að skapa líf. Svo tengist þetta þeirri umræðu að margir líta á grenið sem árás á umhverfið.“ Opnun á sýningu Söru verður haldin í Týsgalleríi næstkomandi fimmtudag en þá verður gestum á sýningunni boðið upp á jólaglögg og spjall. Sýningin verður opin fram yfir jól. Júlía Margrét Einarsdóttir Hvers vegna er fólki illa við barrtré? Sara Riel opnar sýninguna „Barabarrtré“ á fi mmtudaginn. Hún gerir tilraun til skógræktar með haglabyssu sem er ádeila á plönturasisma í garð barrtrjáa. Bluetooth Hljómtæki Soundlink Mini Android spjaldtölva Með 18-55mm linsu Verð: 18.900 kr. Verð: 39.900 kr. Verð: 139.900 kr. Tilboðsverð: 119.900 kr. Spilaðu jólalögin „like a BOSE“. • Lítið og nett. • Aðeins 670 grömm. Á verði sem snertir við þér. • Hentar vel í afspilun og létt í leiki. • 16GB gagnapláss. Stúfur DSLR myndavélana. • 18 megapixlar og Full HD vídeó. • 3 klst námskeið og kennslubók fylgir. EOS 100D A1000 Allt sem þú óskar þér Nýherji / Sími 569 7700 / Borgartúni 37 / Kaupangi Akureyri / netverslun.is Kláraðu kaupin í verslunum okkar eða á netverslun.is SARA RIEL myndlistarkona.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.