Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 58
17. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 46 „Ég ætla að bjóða upp á kósí tón- leika í Kaldalónssal í Hörpu,“ segir Ólafur Arnalds um tónleikana sína sem verða annað kvöld. „Ég mun spila með svokölluðu tríói mínu. Þetta er sama uppsetning og við notum þegar við ferðumst til mjög fjarlægra landa. Reyndar mun Arnór Dan söngvari vera með okkur, þannig að þetta verður ekki nákvæmlega eins,“ útskýrir Ólafur. Árið 2013 hefur verið afar við- burðaríkt hjá Ólafi. Hann hefur farið til 23 landa og haldið yfir hundrað tónleika. „Þetta hefur verið gott ár en þreytandi. Það lengsta sem við fórum var til Ástr- alíu, kemst maður eitthvað lengra frá Íslandi en það?“ Ólafur hefur séð ýmislegt á árinu og upplifað mismunandi menningu. „Mér finnst alltaf skemmtilega sér- stakt að fara til Asíu. Ferðalögin til Taívan og Malasíu voru einstök. Þar er komið fram við mann eins og einhverja poppstjörnu,“ segir Ólafur sem segist ekki sjá sig sem stjörnu þrátt fyrir miklar vinsæld- ir erlendis. Sem dæmi um það eru fylgjendur Ólafs á samskiptavefn- um Twitter 24 þúsund. Honum þykir það sérstakt. „Ég set bara inn myndir af einhverju sem mér finnst skemmtilegt og skrifa það sem ég hugsa. Þetta er bara heimilislegt og persónulegt hjá mér.“ Auk þess að nota árið í tónleika- ferðalag hefur Ólafur varið tíma sínum í að semja kvikmyndatón- list. Til dæmis sér hann um tón- listina í þáttunum Broadchurch, sem hafa vakið mikla athygli á Bretlandi. „Mér finnst ákaflega gaman að vinna með Bretum. Þeir eru ekki eins formfastir og þeir sem maður vinnur með í Hollywood. Bretarnir eru óhræddir við að leyfa manni að taka smá áhættu og veita manni frelsi til að gera það sem maður vill gera, á meðan þeir í Hollywood eru meira að hugsa um áhrif á markhópa,“ útskýrir Ólafur. Önnur sería þáttanna fer í loftið á næsta ári og mun Ólaf- ur halda áfram að semja tónlist- ina fyrir þá. Hann mun einnig fara í stutta tónleikaferð til Asíu og Ástralíu í febrúar og mars og semja tónlist í kvikmyndir. „En fyrst ætla ég að byrja á því að halda tónleikana í Hörpu á morg- un og taka mér svo jólafrí og halda jólin heima hjá foreldrum mínum í Mosfellsbæ,“ segir Ólaf- ur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld. - kak Eins og poppstjarna í Taívan og Malasíu Viðburðaríku ári er lokið hjá tónlistarmanninum Ólafi Arnalds. Hann hefur farið víðs vegar um heiminn og hefur unnið að stórum verkefnum í sjónvarpi. HEIMA UM JÓLIN Ólafur heldur jólin heima hjá for- eldrum sínum í Mosfellsbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þetta hefur verið gott ár en þreytandi. Það lengsta sem við fórum var til Ástralíu, kemst maður eitthvað lengra frá Íslandi en það? Ólafur Arnalds „Það eru miklar breytingar í gangi hjá okkur og það standa yfir miklar framkvæmdir,“ segir Edda Blumenstein, fram- kvæmdastjóri Smáratívolís. Verið er að breyta Skemmtigarð- inum í Smáralind í Smáratívolí sem hefur í för með sér mikla endurnýjun. „Við erum með 22 ný tæki sem henta fyrir fólk á öllum aldri. Við erum að skipta út eldri tækjum en þetta verða um hundrað tæki í heildina,“ útskýr- ir Edda. Bangsasmiðja er nýtt fyrirbæri á Íslandi. „Þarna geta krakkar og allir þeir sem hafa gaman af böngsum, hannað og búið til sinn bangsa frá grunni, skreytt hann og fá hann svo í kassa til að taka með sér heim.“ Helstu breytingarnar á tækj- unum eru að fallturninn fer en í staðinn kemur nýtt trampólín. Stóra rólan verður enn á staðnum. „Endurbætt og betri afgreiðsla hefur verið sameinuð Tívolívinn- inga-afgreiðslunni sem bætir til muna þjónustu við gestina okkar. Sama félagið stendur að rekstr- inum áfram eins og verið hefur en nýja nafnið lýsir betur þeirri starfsemi sem þarna fer fram,“ bætir Edda við. Smáratívolí, sem er á tveim- ur hæðum í Smáralind, verður opnað formlega næstkomandi fimmtudag klukkan 14.00. - glp Nýtt tívolí með nýjum tækjum Smáratívolí verður opnað í Smáralind á fi mmtudag- inn. Þar er að fi nna um hundrað tæki. STUÐ Í SMÁRALIND Edda Blumenstein er framkvæmdastjóri Smáratívolís, en þar er að finna um hundrað fjölbreytt tæki fyrir fólk á öllum aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Unnur Sigurþórsdóttir, deildar- stjóri fræðsludeildar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, sem nú hefur jólaköttinn í haldi, vill meina að fólki sé óhætt að vera í gömlum sparifötum um jólin. „Já, ég held að fólki sé óhætt að kaupa ekki ný föt fyrir þessi jól vegna þess að við höfum gætur á jólakettinum. Það ætti að duga að vera í hreinum fötum. Þetta eru þriðju jólin sem við sjáum um gæslu jólakattarins yfir hátíð- arnar. Þar ætlum við að reyna að geyma hann þangað til jóla- sveinarnir fara aftur heim til fjalla. Við tókum eftir sporum í snjónum þegar við mættum til vinnu einn daginn. Þau er að finna víðar í Laugardalnum. Við gómuðum köttinn, tókum okkur saman og hentum okkur á hann og náðum að halda honum niðri á meðan starfsfélagar okkar byggðu kofann. Hægt er að heimsækja jóla- köttinn á opnunartíma klukkan 10 til 17 alla daga í Hafrafelli, sem er við refagirðinguna í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum. Þar er kötturinn í félagsskap skrið- dýra, froskdýra og skordýra. Kofinn er ágætlega vel byggður, en kötturinn er svolítið að reyna að komast út og það fylgja honum svolítil læti. Það er hægt að kíkja inn um rifur á kofanum á glyrnur kattarins sem eru rauðar af því að hann er svo brjálaður. Hann er samt ekkert svo hættulegur, það fer tvennum sögum af því. Sög- urnar um hann fóru upphaflega á kreik til að sporna við leti og sóðaskap.“ - ue Jólakötturinn í haldi í Laugardal Þetta goðsagnakennda dýr er í gæslu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og hægt er að heimsækja kisa. KATTARKOFI Jólakötturinn festist ekki á mynd sjálfur, en hér er Unnur Sigurþórs- dóttir fyrir utan kofann hans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HIN FULLKOMNA JÓLAGJÖF Óskaskrín henta fullkomlega í harða pakka fyrir þá sem vilja upplifa og njóta, þá sem velja sjálfir, þá sem eiga allt. Það er einfalt að velja rétta gjöf – gefðu upplifun í öskju, gefðu Óskaskrín. Opna – Velja – Njóta sími 577 5600 info@oskaskrin.is www.oskaskrin.is PI PA R\ TB W A • S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.