Fréttablaðið - 17.12.2013, Side 64
17. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 52
EVRÓPUDEILD UEFA
32 LIÐA ÚRSLIT
Dnipro - Tottenham
Real Betis - Rubin Kazan
Swansea - Napoli
Juventus - Trabzonspor
NK Maribor - Sevilla
Viktoria Plzen - Shaktar Donetsk
Chornomorets Odesa - Lyon
Lazio - Ludogorets
Esbjerg - Fiorentina
Ajax - Salzburg
Maccabi Tel-Aviv - Basel
Porto - Frankfurt
Anzhi - Genk
Dynamo Kiev - Valencia
PAOK - Benfica
Slovan Liberec - AZ Alkmaar
16 LIÐA ÚRSLIT
Liberec/AZ Alkmaar - Anzhi/Genk
Lazio/Ludogorets - D. Kiev/Valencia
Porto/Frankfurt - Swansea/Napoli
Chornomorets/Lyon - V. Plzen/S. Donetsk
Maribor/Sevilla - Real Betis/Rubin Kazan
Dnipro/Tottenham - PAOK/Benfica
Maccabi Tel-Aviv/Basel - Ajax/Salzburg
Juventus/Trabzons. - Esbjerg/Fiorentina
FÓTBOLTI Í gær var dregið í 32
liða úrslit Evrópudeildar UEFA.
Þá koma inn í keppnina liðin sem
lentu í þriðja sæti síns riðils í
Meistaradeildinni.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar
í Tottenham fara til Úkraínu þar
sem þeir mæta Dnipro. Ajax, lið
Kolbeins Sigþórssonar, þarf aftur
á móti að mæta Salzburg frá
Austurríki.
Aron Jóhannsson og Jóhann
Berg Guðmundsson munu fara
með liði sínu, AZ Alkmaar, til
Tékklands þar sem liðið spilar
við Slovan Liberec.
Einnig verður áhugaverð
rimma hjá Swansea og Napoli þar
sem Rafa Benitez er að þjálfa.
Ekki var aðeins dregið í 32 liða
úrslitin því einnig var dregið í
16-liða úrslitin. Liðin vita því
hvað bíður þeirra ef þau komast
áfram.
Leikirnir í 32 liða úrslitunum
fara fram 20. og 27. febrúar. - hbg
Gylfi fer til
Úkraínu
GYLFI ÞÓR Fer með nýjan þjálfara í
næsta verkefni. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Það kom líklega fáum á
óvart í gær þegar Tottenham ákvað
að reka Andre Villas-Boas sem
knattspyrnustjóra félagsins. Hann
entist í starfinu í eitt og hálft ár.
Spurs tapaði um helgina 5-0 á
heimavelli gegn Liverpool. Það var
kornið sem fyllti mælinn hjá stjórn
félagsins. Aðeins eru þrjár vikur
síðan liðið tapaði 6-0 gegn Man.
City.
„Ég mun ekki taka neina ákvörð-
un um mína framtíð. Ég mun ekki
segja upp því ég er baráttumaður,“
sagði Villas-Boas eftir tapið gegn
Liverpool.
Gengi liðsins hefur verið undir
væntingum í vetur, en liðinu gengið
afar illa að skora. Spurs hefur aðeins
skorað fimmtán mörk í sextán deild-
arleikjum.
Portúgalanum hefur ekki gengið
vel í ensku úrvalsdeildinni. Hann
var ráðinn til Chelsea árið 2011 en
rekinn einu ári síðar.
Hafnaði PSG og Real
Tímabilið í fyrra var aftur á móti
gott hjá Tottenham. Liðið fékk 72
stig sem venjulega dugar í Meist-
aradeildarsæti en ekki í fyrra. Stjór-
inn sagði svo í sumar að hann hefði
hafnað tilboðum frá bæði PSG og
Real Madrid. Hann vildi vera áfram
hjá Tottenham.
Spurs seldi Gareth Bale í lok sum-
ars og keypti fjölda leikmanna fyrir
þann pening. Ekki hefur gengið sem
skyldi að búa til nýtt lið. Þó svo að
þessi aðgerð hafi ekki komið á óvart
þá hafa margir gagnrýnt hana. Þar
á meðal Gary Neville sem segir það
taka meiri tíma að byggja nýtt lið en
Villas-Boas hafi fengið.
Eðlilega er þegar farið að spá í
hver muni taka við af brottrekna
stjóranum. Nöfn Fabio Capello,
landsliðsþjálfara Rússlands, Micha-
els Laudrup, stjóra Swansea, og
Glenn Hoddle, fyrrum leikmanns
liðsins, eru þegar komin á borðið
og fleiri nöfn eiga klárlega eftir að
koma fram á næstunni. - hbg
Villas-Boas virðist ekki kunna tökin á Englandi
Andre Villas-Boas er aðeins 36 ára en hefur engu að síður verið rekinn frá bæði Chelsea og Tottenham.
HVAÐ NÆST? Villas-Boas er nú í leit að
nýju starfi. NORDICPHOTOS/GETTY
Síðustu sjö leikirnir með Chelsea
1-1 jafntefli við Swansea
3-3 jafntefli við Manchester United
0-2 tap fyrir Everton
1-1 jafntefli við Birmingham (bikar)
1-3 tap fyrir Napoli (Meistaradeild)
3-0 sigur á Bolton
0-1 tap fyrir West Bromwich Albion
Rekinn 4. mars 2012
Endirinn í ensku úrvalsdeildinni:
5 síðustu leikirnir: 5 stig, markatala: 7-7
Síðustu sjö leikirnir með Tottenham
0-6 tap fyrir Manchester City
2-0 sigur á Tromsö (Evrópudeild)
2-2 jafntefli við Manchester United
2-1 sigur á Fulham
2-1 sigur á Sunderland
4-1 sigur á Anzhi (Evrópudeild)
0-5 tap fyrir Liverpool
Rekinn 16. desember 2013
Endirinn í ensku úrvalsdeildinni:
5 síðustu leikirnir: 7 stig, markatala: 6-15
FÓTBOLTI Jose Mourinho, stjóri
Chelsea, talaði um fyrir drátt-
inn í Meistaradeildinni að hann
vildi endilega spila gegn Didier
Drogba og Galatasaray. Það sem
Jose vill fær hann venjulega og
engin breyting varð á því er dreg-
ið var í gær.
„Þvílíkur dráttur. Ég er heppn-
asti maðurinn í Meistaradeildinni.
Ég verð á heimavelli í báðum leikj-
um. Sjáumst eftir nokkra mánuði,“
skrifaði Drogba á Instagram-síðu
sína eftir dráttinn en hann vildi
endilega koma aftur á Brúna og
spila gegn Mourinho og félögum.
Drogba lék 340 leiki fyrir Chel-
sea á sínum tíma og er goðsögn hjá
stuðningsmönnum félagsins. Hann
skoraði er Chelsea tryggði sér
sigur í Meistaradeildinni. Það var
hans síðasti leikur fyrir félagið.
Mourinho hvatti til þess að hann
fengi hlýjar móttökur og þær mun
hann alveg örugglega fá.
Man. City vill ekki mæta Barca
Það var vitað allan tímann að bæði
Man. City og Arsenal myndu fá
sterka andstæðinga þar sem þeim
tókst ekki að vinna sína riðla.
Man. City kom fyrst upp úr skál-
inni í gær. Andstæðingur þeirra
verður Barcelona. Alvöru stór-
leikur.
„Lið verða að spila gegn því liði
sem það fær en Man. City vill ekki
spila á móti Barcelona,“ sagði Ger-
ardo Martino, þjálfari Barcelona,
ákveðinn en hann veit engu að
síður að hann er að fara að spila
gegn afar sterku liði.
„City er með marga frábæra
leikmenn. Við munum fara á
þeirra völl til þess að vinna engu
að síður.“
Martino mun mæta Manuel
Pellegrini, fyrrum þjálfara Real
Madrid, á hliðarlínunni.
„Það verður mjög spennandi að
spila gegn liði Pellegrini en mér
finnst hann vera einn besti þjálf-
ari heims.“
Vildi frekar Zenit en Arsenal
Arsenal á ekki síður erfitt verk-
efni fyrir höndum gegn Evr-
ópumeisturum Bayern. Þessi lið
mættust einnig í sextán liða úrslit-
unum í fyrra og þá hafði Bayern
betur.
„Það voru auðveldari andstæð-
ingar í pottinum. Það er alveg
ljóst. Ég hefði til að mynda frek-
ar viljað spila gegn Zenit en Arse-
nal,“ sagði Karl-Heinz Rumme-
nigge, stjórnarformaður Arsenal.
„Við erum samt ekkert að syrgja
þennan drátt. Það liggur fyrir að
það þarf að vinna alvöru lið til
þess að komast áfram í þessari
keppni. Við þurfum að spila tvo
góða leiki. Með þrjá Þjóðverja í
liðinu er að komast meiri stöðug-
leiki í þeirra lið og liðið er að spila
vel.“
Real Madrid var talið nokkuð
heppið með að lenda gegn Schalke.
Real hefur fallið úr leik í undan-
úrslitum síðustu ár en ætlar sér
stærri hluti í vetur.
„Það er ekkert auðvelt verkefni
í sextán liða úrslitunum. Við þurf-
um að vera gríðarlega einbeittir,“
sagði Carlo Ancelotti, þjálfari
Real.
„Þetta er reynslumikið lið. Það
var engin heppni að lenda gegn
þessu liði. Þessi keppni er gríðar-
lega mikilvæg og við verðum að
vera tilbúnir í febrúar.“
PSG dróst gegn Bayer Leverku-
sen og þjálfari þeirra, Laurent
Blanc, leyndi því ekki að hann var
feginn að losna við AC Milan og
Arsenal.
„Við sluppum við sterk lið eins
og Milan og Arsenal. Við höldum
samt ekki í eina sekúndu að þetta
verði auðvelt. Við munum mæta til-
búnir,“ sagði Blanc eftir dráttinn.
„Ég sá liðið tapa 5-0 gegn Man.
Utd en sá leikur gaf ekki rétta
mynd af þeirra styrkleika. Það eru
mikil gæði í þessu liði eins og sést
á því að það er í öðru sæti í þýsku
úrvalsdeildinni.“
henry@frettabladid.is
16-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu
Man. City ENG Fyrsti leikur liðanna Barcelona SPÁ
Riðlakeppnin Árangur í fyrra Undanúrslit
Tvisvar í riðlakeppni Besti árangur Unnið 4 sinnum
Olympiacos GRI Man. Utd ENG
Riðlakeppni S0-J0-T4 16-liða úrslit
Átta liða úrslit 1999 Unnið 3 sinnum
AC Milan ÍTA Atletico Madrid SPÁ
16 liða úrslit Fyrsti leikur liðanna -
Unnið 7 sinnum Úrslit 1974
Leverkusen ÞÝS Paris SG. FRA
- Fyrsti leikur liðanna Átta liða úrslit
Úrslit 2002 Undanúrslit 1995
Galatasaray TYR Chelsea ENG
Átta liða úrslit S0-J0-T2 Riðlakeppnin
Undanúrslit 1989 Sigurvegari 2012
Schalke ÞÝS Real Madrid SPÁ
16 liða úrslit Fyrsti leikur liðanna Undanúrslit
Undanúrslit 2011 Unnið 9 sinnum
Zenit RÚS Dortmund ÞÝS
Riðlakeppnin Fyrsti leikur liðanna Úrslit
16 liða úrslit 2012 Sigurvegari 1997
Arsenal ENG Bayern München ÞÝS
16 liða úrslit S2-J1-T3 Sigurvegari
Úrslit 2006 Unnið 5 sinnum
Heimild: UEFA GRAPHIC NEWS
Átta liða úrslit Undanúrslit Úrslitaleikurinn
1./2.,8./9. apríl 22./23.,29./30. apríl 24. maí. Estadio da Luz, Lissabon
Fyrri leikur: 18./19.,25./26. feb. Innbyrðisviðureignir Seinni leikur: 11./12.,18./19. mars
Ég er heppnasti maðurinn
í Meistaradeildinni
Didier Drogba mun snúa aft ur á Stamford Bridge með liði sínu, Galatasaray, í sextán liða úrslit Meistara-
deildar Evrópu. Man. City og Arsenal fengu gríðarlega erfi ð verkefni en Man. Utd datt í lukkupottinn á ný.
SAMAN Á NÝ Það verður vafalítið skemmtileg stund er Drogba kemur aftur til
Chelsea. Hann mun örugglega fá faðmlag frá Mourinho. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Man. City varð fyrir
áfalli í gær þegar ljóst var að
argentínski framherjinn, Sergio
Aguero, verður frá næsta mán-
uðinn vegna meiðsla.
Aguero hefur verið sjóðheitur
í vetur og er búinn að skora 19
mörk það sem af er tímabilsins.
Hann meiddist á læri í 6-3 sigri
City á Arsenal. Liðið verður því
að lifa án hans í jólatörninni erf-
iðu. - hbg
Aguero verður
frá í mánuð
SERGIO AGUERO Besti leikmaður City í
vetur. NORDICPHOTOS/GETTY
Ég verð á heimavelli
í báðum leikjum.
Sjáumst eftir
nokkra mánuði.
Didier Drogba