Fréttablaðið - 02.01.2014, Qupperneq 8
2. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
gullaldarinnar
á Kringlukránni
3. og 4. janúar
Gunnar Þórðarson úr Hljómum,
Ásgeir Óskarsson úr Stuðmönnum,
Jóni Ólafsson úr Pelican og
Óttari Felix úr Pops.
Tónlist sjötta og sjöunda
áratugarins. Rætur rokksins.
Stanslaust stuð.
Gullkistan
i
NÝÁRSFAGNAÐUR
Sími 568 0878
kringlukrain@kringlukrain.is
www.kringlukrain.is
Dansleikir frá kl. 23:00 - 03:00
ORKUMÁL Skipulagsnefnd Ölfuss
segir að nýta eigi legu jarðstrengs
milli Selfoss og Þorlákshafnar
undir hjólreiðastíg. Árborg hefur
sömu áform.
Vegna kostnaðar hyggst Lands-
net leggja jarðstrenginn í sandinn
en ekki meðfram þjóðveginum
eins og Ölfus óskar eftir og gerir
ekki ráð fyrir hjólreiðastíg.
„Lega jarðstrengsins verði nýtt
fyrir hjólreiðastíg, óháð því hvort
farið er um sandinn eða meðfram
þjóðveginum,“ segir skipulags-
nefndin og bendir á að í framtíð-
inni kunni skipulagi svæðisins að
verða breytt. Þurfi þá að flytja
jarðstrenginn verði það gert á
kostnað Landsnets.
„Svæðið sem leggja á jarð-
strenginn eftir yfir sandinn er á
viðkvæmu svæði þar sem mikil
hætta er á sandfoki. Undanfarin ár
hefur verið unnið að landgræðslu á
svæðinu og sandurinn bundinn til
varnar sandfoki. Við framkvæmd-
ina skal þess gætt að rof í jarðveg
verði ekki til þess að sandfok geti
aukist,“ segir skipulagsnefndin
sem vill að skoðað verði að breyta
rafmagnslínu í lofti frá Skötubót
að Hafinu Bláa í jarðstreng. - gar
Ölfusingar vilja nýta stæði jarðstrengs um land sveitarfélagsins:
Hjólareiðastígur ofan á raflínu
MENNING Stefnt er að því að safnið
Eldheimar í Vestmannaeyjum opni
næsta vor. Kostnaður við safnið
nemur um 890 milljónum króna
og hann er að mestu greiddur
úr bæjar sjóði. Um þrjú hundruð
milljónir króna koma frá ríkissjóði
en sá peningur átti upphaflega að
fara í byggingu nýs menningar-
húss í bænum, sem síðan var hætt
við. Að auki hefur bærinn fengið
lægri upphæðir í styrk, m.a. sjö
milljónir króna úr framkvæmda-
sjóði Ferðamannastaða, og styrk
frá Ferðamannaráði.
Þungamiðja safnsins verða
rústir af Gerðisbraut 10 sem grófst
undir ösku í Vestmannaeyjagosinu
1973.
Að sögn Kristínar Jóhanns-
dóttur, menningar- og markaðs-
stjóra Vestmannaeyjabæjar, er
bygging safnsins komin langt á
veg en uppgröfturinn hefur staðið
yfir undanfarin ár. Húsið verður
á tveimur hæðum, alls 1.161 fer-
metri.
Aðspurð segir Kristín að
margir útlendingar bíði spennt-
ir eftir því að safnið opni. „Þetta
verkefni er búið að vera í heil-
mikilli alþjóðlegri kynningu frá
því að uppgröfturinn byrjaði. Við
erum mikið bókuð þegar kemur
að ferðamönnum almennt en það
er mikill alþjóðlegur áhugi á Eld-
heimum, enda er gossagan okkar
gríðarlega mikilvæg,“ segir hún.
„Við erum að klára þetta stóra
gosár hérna og Eldheimar eru
klárlega eitt af því sem við höfum
verið að selja og gera út á.“
Hún telur að rúmlega eitt
hundruð þúsund erlendir ferða-
menn hafi komið til Vestmanna-
eyja á árinu og vonast til að þeir
verði enn fleiri 2014, meðal ann-
ars með aðstoð Eldheima.
Arkitekt hússins er Margrét
Kristín Gunnarsdóttir, landlags-
arkitekt er Lilja Kristín Ólafsdótt-
ir og sýningarhönnuður er Axel
Hallkell Jóhannesson, sem er
einnig maðurinn á bak við hönn-
un Landnámssetursins.
freyr@frettabladid.is
Eldheimar munu
kosta 890 milljónir
Safnið Eldheimar opnar í Vestmannaeyjum næsta vor. Kostnaðurinn nemur
um 890 milljónum króna. Erlendir ferðamenn bíða spenntir eftir að safnið verði
opnað. Rúmlega eitt hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Eyjar á síðasta ári.
NOREGUR Erna Solberg, forsætis-
ráðherra Noregs, vill auðvelda
fólki með góða menntun að flytja
til Noregs og fá þar atvinnu við
hæfi.
„Við verðum að gera Noreg
meira aðlaðandi fyrir hámenntað
vinnuafl frá öðrum löndum,“ segir
hún, og treystir því að samstarfs-
flokkur hennar í ríkisstjórn taki
vel í þetta. Það er norska dagblaðið
Dagsavisen sem skýrir frá þessu á
vefsíðum sínum.
- gb
Forsætisráðherra Noregs:
Vill menntaða
innflytjendur
TÉKKLAND, AP Jamel al Jamal,
sendiherra Palestínu í Prag, lét
lífið í sprengingu sem varð á
skrifstofu hans í gær.
Sendiherrann var að opna
peningaskáp sem hafði ekki
verið opnaður í að minnsta
kosti þrjátíu ár. Skápurinn hafði
nýlega verið fluttur inn í sendi-
herrabústaðinn, eftir að hafa
verið geymdur í öðru húsi þar í
borg.
Engar vísbendingar eru um að
sprengingin hafi verið hryðju-
verk.
Al Jamal var nýtekinn við sem
sendiherra og hafði aðeins búið
í sendiherrabústað sínum í tvo
daga. - gb
Sprenging í Prag:
Palestínskur
sendiherra lést
FLUG Evrópuþingið samþykkti
nýlega reglur sem heimila lengri
vaktir flugáhafna. „Reglurnar eru
í hag flugrekenda á kostnað flug-
öryggis flugáhafna og farþega,“
skrifar Ásta Kristín Gunnars-
dóttir, hjúkrunarfræðingur og
flugfreyja, í grein sem birtist
í Fréttabréfi Félags íslenskra
atvinnuflugmanna. Rannsóknir
sýna að flugmenn sofna án þess að
taka eftir því í flugi, og með lengri
vöktum má gera ráð fyrir þreytt-
ari flugmönnum.
„Ekki þarf að leita langt aftur í
tímann til þess að rifja upp dæmi
þess að báðir flugmenn hafi sofn-
að í flugi,“ segir í grein Ástu. Hún
heldur því fram að flugþreyta sé
alvarlegra vandamál en almennt
er talið. 65% flugslysa og óhappa
megi rekja til mannlegra mistaka,
og þar af séu 4-7% ofþreytu og
svefnleysi áhafnar um að kenna.
Bandaríska geimferðarstofnun-
in mældi vökuástand flugmanna
sem flugu langar leiðir milli
heimsálfa. Rannsóknin leiddi í
ljós að flugmennirnir áttu það til
að sofna á síðustu 90 mínútunum
jafnvel þótt þeir héldu sig vak-
andi. Flugmennirnir sváfu svoköll-
uðum örsvefni, með augun opin.
Þetta hendir einkum þegar starfs-
maðurinn er úrvinda af þreytu
seinnipart nætur.
Mikil þreyta getur lýst sér eins
og áfengisneysla og skaðað hæfni
til að taka mikilvægar ákvarðanir.
Eftir að hafa vakað í 17 til 19
klukkustundir mælist þreyta eins
og 0,5 prósent áfengismagn í blóði.
Ásta segir að það sé um-
hugsunarefni fyrir stéttir sem
bera ábyrgðarhlutverk, og til
saman burðar megi nefna að
áfengis magn megi ekki vera
hærra en 0,2 prósent í blóði öku-
manns á Íslandi. - ue
Nýjar reglur Evrópuþingsins slaka á flugöryggiskröfum að sögn flugfreyju:
Flugmenn sofna í háloftunum
LÖGREGLA Ekið var á gangandi
vegfaranda klukkan hálfsjö á
nýársmorgun á Suðurströnd.
Vegfarandinn slasaðist, og var
fluttur á slysadeild, en var við
góða meðvitund þegar lögregla
ræddi við hann um morguninn.
Áverkarnir eru ekki taldir lífs-
hættulegir. Ökumaðurinn er
grunaður um að hafa ekið undir
áhrifum. Hann var handtekinn og
vistaður í fangageymslu. Málið er
til rannsóknar hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu. - ue
Grunaður um ölvunarakstur
Ók á gangandi
vegfaranda
VIÐ SENDHERRABÚSTAÐINN Enginn
grunur er um hryðjuverk. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
1.161
fermetrafj öldi Eldheima.
ELDHEIMAR Bygging safnsins er komin langt á veg. Þungamiðjan verða rústir af
Gerðisbraut 10 sem grófst undir ösku í gosinu 1973. MYND/ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON
ÞORLÁKSHÖFN Jarðstrengur á að
liggja frá Selfossi að Þorlákshöfn.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
FLUGMENN Mikil þreyta getur skaðað hæfni fólks til að taka mikilvægar ákvarðanir.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN.
BANDARÍKIN, AP Sitt sýnist
hverjum um þá nýbreytni í
Colorado að frá og með áramót-
unum sé löglegt að selja þar og
kaupa kannabisefni.
Löggjafarþing ríkisins sam-
þykkti lög þess efnis á síðasta
ári, og tóku þau gildi 1. janúar.
Washingtonríki hefur einnig
sett sambærileg lög og taka þau
gildi um mitt ár.
Stuðningsmenn nýju laganna
vonast til þess að dýrkeypt
stríð stjórnvalda gegn fíkni-
efnum verði nú viðráðanlegra,
en gagnrýnendur telja þetta olíu
á eldinn. Margir hafa meðal
annars áhyggjur af því að ung-
lingar eigi nú auðveldara með
að komast yfir þessa tegund
fíkniefna.
- gb
Löglegt í Colorado:
Hafa leyft sölu
kannabisefna
NÝR VERULEIKI Íbúi í Colorado reykir
löglega keypt kannabisefni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
AKUREYRI
Fráveitan til Norðurorku
Norðurorka hf. hefur tekið yfir fráveitu
Akureyrarbæjar. Yfirtökuverð fráveit-
unnar er 2,3 milljarðar króna sem
að hluta til felst í yfirtöku á lánum. Í
samningi bæjarins við Norðurorku er
gert ráð fyrir byggingu hreinsistöðvar
við Sandgerðisbót á næstu árum.