Fréttablaðið - 02.01.2014, Page 14

Fréttablaðið - 02.01.2014, Page 14
2. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 14 Til þess að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma getur verið skynsamlegt að eiga gæludýr og þá helst hund. Þetta sýna niðurstöður rannsókna bandarísku hjartaverndarsamtakanna. Hundaeigendur hreyfa sig meira en aðrir þar sem þeir þurfa að viðra hundana sína, að því er segir á vef samtakanna. Hunda- eigendur eru 54 prósentum líklegri til að fá þá hreyfingu sem mælt er með en aðrir. Á vef samtakanna segir jafnframt að gæludýr geti haft jákvæð áhrif á viðbrögð líkamans við streitu.Tekið er fram að ekki sé hægt að fullyrða að það að eiga gæludýr dragi úr hættunni á hjarta- og æðasjúkdómum. Mögulega sé því þannig farið að þeir sem eru heilsuhraustir fái sér frekar gæludýr. Vísindamennirnir leggja áherslu á að menn eigi ekki að fá sér hund eingöngu til þess að gæta að eigin heilsu. Það eigi einnig að vera vegna hundsins sjálfs. Hafa verði í huga að hugsa þurfi vel um hann. - ibs Niðurstöður rannsóknar bandarísku hjartaverndarsamtakanna: Gott fyrir hjartað að eiga hund Litla loðdýrið Furby var í ár afar vinsæl jólgjöf fyrir börn. Í Hag- kaupum og Toys‘R‘us var leik fangið ein mest selda varan og þurfti til að mynda að fá auka sendingu af dýr- inu í Hagkaupum. Furby er krúttlegt dýr sem syng- ur, hlær og talar við barnið. Leik- fangið er tölvustýrt, hægt er að stýra því af smáforriti úr snjall- síma eða spjaldtölvu og eiga börnin að annast dýrið sitt í gegnum það. Furby bregst við hljóðum, snert- ingu og skiptir skapi ef því er ekki sinnt nægi- lega vel. Jóhanna Krist- ín Jónsdóttir sál- fræðingur segir ýmislegt athugavert við leikfangið sem foreldrar ættu að vera vakandi yfir. „ Leikur barna er mikilvæg for- senda þroska. Leikur barna á þó að vera á þeirra eigin forsendum, þau eiga að stýra leiknum, ráða fram- vindu hans og taka sér hlé þegar þau þreytast. Leikur með Furby er aftur á móti ófyrirsjáanlegur og ekki nema að litlu leyti á forsendum barnsins.“ Jóhanna segir að allt sé gert til að gera Furby sem raunverulegast- an og megi spyrja sig hvort það sé æskilegt í markaðssetningu leik- fangs ætlað yngri börnum, en dýrið er fyrir börn allt niður í fimm ára. „Þegar dýrið skiptir skapi lýsast augun upp og það verður viðskota- illt. Yngri börn geta orðið óörugg og ekki skilið af hverju dýrið bregðist svona við og orðið jafnvel skelkuð. Í hugum ungra barna getur Furby verið lifandi og mörkin milli leiks og raunveruleika því óljós.“ Foreldrar barna hafa kvartað yfir því að Furby þagni ekki og ekki sé neinn takki til að slökkva á sjálfu dýrinu. Það sofnar ef það er látið í friði en það má ekki koma minnsta hljóð eða snerting til að það vakni aftur. Ef barnið er hætt að leika með dýrið og snýr sér að öðru þá kallar Furby á athygli og ruglar þar með barnið í ríminu. Dýrið vaknar jafn- vel upp á nóttunni. „Furby getur auðveldlega orðið streituvaldur í lífi barnsins með því að kalla sífellt á athygli. Það getur jafnvel vakið með því kvíða og óöryggi. Mín ráð eru þau að for- eldrar séu vakandi yfir því hvern- ig leikurinn þróast og ræði það við börnin sýni þau merki um óöryggi og streitu. Það má útskýra hvernig leikfangið virkar og ræða leiðir svo barnið nái stjórninni, ekki leikfang- ið. Ef það gengur ekki má hiklaust setja Furby í einveru og hvíla alla um stund,“ segir Jóhanna. Leikfang sem getur vakið upp óöryggi Ein vinsælasta jólagjöf ársins er loðdýrið Furby. Sálfræðingur segir leikfangið krefjandi fyrir ung börn og að passa þurfi að börnin leiki sér með dýrið á eigin forsendum og hafi stjórn á leiknum. Einnig er gott að hvíla leikfangið af og til. „Mér finnst Furby æðislegur því hann er eins og alvöru dýr,“ segir Auður Erla Hrannarsdóttir sem fékk Furby í jólagjöf. „Hann lætur mig vita ef hann er svangur og ef ég gef honum ekki að borða getur hann orðið batteríslaus.“ Auður Erla sinnir Furby vel og passar upp á að hann verði ekki reiður. „Hann getur orðið reiður ef maður leikur ekki við hann í smá tíma. Minn Furby er stelpa, en ef hann verður reiður þá breytist hann í strák. Þá verður hann dónalegur og talar með strákarödd.“ Margir í bekknum hennar Auðar óskuðu eftir því að fá Furby í jólagjöf og var hann efstur á hennar óskalista. „Hann er svo krúttlegur. En stundum verð ég þreytt á honum, þegar hann gargar og er reiður. Þá er erfitt að róa hann niður og maður þarf að bíða svolítið.“ Leiðinlegt þegar hann verður reiður Bakteríur sem valda ýmsum umgangspestum geta lifað utan líkamans í allt að mánuð. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Buffalo- háskólann í Bandaríkjunum sem greint er frá í ritinu Infection and Immunity. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að bakteríur sem valda kvefi og ýmsum öðrum smitandi sjúkdómum eigi erfitt með að lifa utan líkamans. Nýja rannsóknin leiddi ljós að bakteríurnar geta hópað sig saman og þess vegna lifað lengur. Á vef Svenska Dag bladet er vitnað í ummæli Anders Håkansson, prófessors við Buffalo-háskólann. Hann segir að í rannsóknum frá miðri síðustu öld hafi verið not- ast við bakteríur sem vaxa á rannsóknar stofum. Þær hafi horfið nokkrum klukkustundum eftir að þeim var komið fyrir á flöt. Bakteríur í hóp geti hins vegar lifað í mánuð. Til þess að skoða hvernig þetta lítur út í raunveruleikan- um fóru vísindamennirnir með tæki sín á leikskóla áður en hann var opnaður að morgni. Þeir rannsökuðu einkum fleti sem erfitt er að þrífa, eins og bækur og leikföng. Þeir fundu pneumó- kokka á fjórum af fimm mjúk- dýrum og streptókokka á barna- rúmum. Handþvottur er besta leiðin til að koma í veg fyrir smit, að mati vísindamannanna. - ibs Rannsókn bandarísks háskóla á líftíma baktería kollvarpar fyrri kenningum vísindamanna: Bakteríur geta lifað á leikföngum í mánuð Frístundastyrkurinn hjá Reykja- víkurborg var hækkaður í þrjátíu þúsund krónur á barn á ári í gær. Á síðasta ári var hann 25 þúsund. Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6 til 18 ára gömul börn og unglinga með lög- heimili í Reykjavík. Á nýju ári fá öll börn í Reykja- vík á aldrinum 6 til 18 ára fullan frístundastyrk sem má ráðstafa til niðurgreiðslu á þátttöku- og æfingagjöldum. Ekki má flytja styrkinn á milli ára. - ebg Frístundastyrkur hækkar: Nýtt frístunda- kort tekur gildi DÓTAKASSAR Bakteríur sem valda algengum sýkingum geta lifað lengi á leikföngum. NORDICPHOTOS/GETTY BESTI VINUR- INN Hunda- eigendur eru líklegri til að fá meiri hreyfingu en aðrir. NORDICPHOTOS/GETTY BESTA JÓLAGJÖFIN Auður Erla Hrannarsdóttir var mjög ánægð með að fá Furby í jólagjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL JÓHANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.