Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 16
2. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 16 Bestu kaup Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingkonu Samfylkingar- innar, eru eldhúsborð. „Þetta er eikareldhúsborð úr Fríðu frænku. Það er fallegt og stórt með heimasmíðuðum viðbótarplötum sem eru svo skemmtilega skrýtnar. Þegar búið er að stækka borðið geta 12 manns setið við það.“ Sigríður Ingibjörg segir verstu kaupin hafa verið vandræðaleg. „Það var þegar við hjónin keyptum mixer á tilboði. Hann virkaði ekki þegar heim var komið og ég var frekar pirruð þegar ég fór og skilaði honum. Í búðinni komst ég að því að mixerinn virkaði og þá skammaðist ég mín. Þetta var ömurlega hallærisleg upp- lifun en ég stóð við ákvörðunina um að skila tækinu. Við höfum síðan notað lítinn töfrasprota sem hefur komið að góðum notum. - ibs NEYTANDINN Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Eldhúsborð með skrýtnum plötum bestu kaupin Alls eru nítján matvöruversl- anir opnar allan sólahringinn á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2010 voru þær 24 talsins og hefur þeim því fækkað um sex. Flestar verslanir starfrækir 10-11, eða fjórtán. Næst á eftir kemur Hagkaup með þrjár og lestina reka Nettó í Mjódd og Iceland sem ákvað í júní að hafa verslun sína í Engihjalla í Kópa- vogi opna allan sólarhringinn. „Þetta hefur bara geng- ið mjög vel,“ segir Jón Ingi Gunnarsson verslunarstjóri. „Traffíkin hefur verið mjög góð og við erum mjög sátt.“ Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, er einnig ánægður með sóla- hringsopnun sinna þriggja verslana í Skeifunni, Garðabæ og á Seltjarnarnesi. „Það voru fimm ár núna í nóvember sem við ákváðum að prófa að koma til móts við það fólk sem er kannski ekki að vinna frá 9 til 17. Þetta var bara aukin þjónusta í jólamánuðinum og við sögðum þá að ef þetta tækist ekki væri þetta allavega atvinnuskapandi í desember. Síðan höfum við opnað tvær svona verslanir í viðbót og enn er opið, þannig að þetta hefur mælst vel fyrir.“ Gunnar reiknar með að sólar- hringsopnanirnar haldi áfram en býst ekki við að fleiri Hag- kaupsverslanir verði opnar allan sólarhringinn. „Á meðan þetta er réttu megin við strikið höldum við ótrauðir áfram. Við vorum taldir svolítið skrýtnir þegar við fórum af stað með þetta en það er bara almenn ánægja með þetta núna.“ - fb Nítján sólarhringsverslanir á Stór-Reykjavíkursvæðinu Alls eru nítján verslanir á höfuðborgarsvæðinu opnar allan sólarhringinn. Þeim hefur fækkað um sex frá árinu 2010. 10-11 starfrækir langflestrar slíkar verslanir. Ánægja er með fyrirkomulagið, segir verslunarmaður. Nýtir þú þjónustu sólahringsverslana? Nei, ég kaupi bara vörur á daginn. Kristinn Grétarsson nemi Já, ég nýti hana í Hagkaup- um. Ég fer í nammiland og fæ mér snakk á föstudögum og fer líka þegar mig langar í eitthvað að borða. Hjördís Steinarsdóttir nemi Mjög sjaldan. Ef allt um þrýtur gerir maður það. Ég held að þessar verslanir mættu alveg hverfa. Þá myndi maður bara þurfa að skipuleggja sig betur. Magnús Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Norðurskautsráðs Nei, aldrei. Ég hef bara ekki þörf á því. Hlín Ósk Þorsteinsdóttir skrifstofukona VERSLANIR OPNAR ALLAN SÓLARHRING- INN. 10-11 rekur flestar þeirra verslana sem opnar eru allan sólahring- inn á höfuð- borgarsvæðinu. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er fólk eindregið hvatt til að þrífa eftir gamlárskvöld. Þegar gamla árið er kvatt og því nýja fagnað með flugeldum fellur til mikið magn flugeldaleifa og eru borgarbúar eindregið hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja og safna þeim saman og skila á endur- vinnslustöðvar Sorpu. Púður er einungis 10% af heildarþyngd flug- elda, restin er aðallega pappi og leir. Slíkur pappír hentar alls ekki til endurvinnslu. Ósprungnum flug- eldum skal skila í spilliefnagáma á endurvinnslustöðvum Sorpu. - jme Tínið upp eftir ykkur Flugeldum fylgir rusl Reykvíkingar verða sjálfir að koma jólatrjám sínum í Sorpu. Í flestum öðrum sveitar félögum suðvestanlands verða trén sótt að lóðarmörkum. Á heimasíðu Sorpu segir að á endurvinnslustöðvunum sé tekið við jólatrjám frá einstaklingum án gjaldtöku, en fyrirtæki, verk- takar og stofnanir greiði mót- tökugjöld samkvæmt gjaldskrá stöðvanna. Hámarksfarmur á endurvinnslustöðvum er 2m3. - jme Jólatrén ekki sótt í Reyjavík: Sorpa tekur við jólatrjám Nú eru um 550 þúsund tíu þúsund króna seðlar í umferð fyrir utan Seðlabanka Íslands. Þetta jafn- gildir 5,5 milljörðum króna. Hlutdeild 10 þúsund króna seð- ilsins var um 12,5 prósent af and- virði seðla í umferð í lok ársins 2013. Þegar mynt er talinn með eru alls um 47 milljarðar króna af reiðufé í umferð utan Seðla- bankans og var aukningin um 1,9 milljarðar króna á síðasta ári eða um 4,2 prósent. - jme Tíu þúsund króna seðillinn: 550 þúsund seðlar í notkun FALLEGIR Flugeldar eru fallegir en þeim fylgir mikið rusl. FRÉTTABLAÐIÐ/DANIEL JÓLATRÉ Borgin sækir engin tré. Neytendastofa hefur lagt sölubann á leikfang ætlað á vagn frá Made by Grandma í kjölfar tímabundins sölubanns. Engin gögn bárust til Neytendastofu sem sýndu fram á öryggi leikfangsins. Á það vant- aði CE-merkingu. Á heimasíðu Neytendastofu segir að það bendi til þess að varan sé ekki öruggt leikfang fyrir barn. CE-merkt vara þýðir að hún uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru til hennar í lögum og reglugerðum sem eru settar með stoð í þeim. Neytendastofu hefur einnig lagt sölubann á „lunda mjúkdýr“, „kind mjúkdýr“ og „selkóp“ frá framleiðandanum Happy Day á grundvelli ábendingar sem stofnuninni barst. Á leikföngin vantaði CE-merkingu. - isb Neytendastofa tekur leikföng úr umferð: Sölubann á leikfang fyrir vagn og á mjúkar kindur og kópa Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS 10-11 Reykjavík 1. Héðinshús (Seljavegi) 2. Austurstræti 3. Barónstígur 4. Borgartún. 5. Laugalækur 6. Langirimi 7. Hjarðarhagi 8. Lágmúli 9. Glæsibær 10. Grímsbær (Efstalandi) Kópavogur 11. Hjallabrekka 12. Dalvegur Hafnarfjörður 13. Staðarberg 14. Melabraut Iceland Engihjalli Hagkaup Reykjavík 1. Seltjarnarnes 2. Skeifan Garðabær 3. Litlatún Nettó Mjódd 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 3 1 1 2 2 3 ➜ Verslanir sem opnar eru allan sólarhringinn á Reykjavíkursvæðinu TRYGGVI AXELSSON Forstjóri Neytendastofu, sem sett hefur sölu- bann á tiltekin leikföng. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.