Fréttablaðið - 02.01.2014, Page 24
2. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR
Sóltúni (áður Hallveigarstíg 2),
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
3. janúar kl. 13.00.
Oddný Björg Halldórsdóttir Helgi Kristjánsson
Ólöf Berglind Halldórsdóttir Stefán Örn Betúelsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og systir,
ÞÓRDÍS ODDSDÓTTIR
Ketilsstöðum, Hörðudal,
sem lést á sjúkrahúsi Akraness
verður jarðsungin frá Snóksdalskirkju
laugardaginn 4. janúar kl 14.00.
Börn, tengdabörn og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HJÖRTUR EINARSSON
Neðri-Hundadal, Dalasýslu,
sem lést 23. desember, verður jarðsettur
frá Kvennabrekkukirkju, föstudaginn
3. janúar kl. 14.00. Rútuferð verður frá
Umferðarmiðstöðinni, BSÍ, kl. 11.30 sama dag.
Lilja Sveinsdóttir
Sigríður Hjartardóttir Helgi Reynisson
Sigursteinn Hjartarson María Guðmundsdóttir
Kristín Lára Hjartardóttir Jóhann Hreggviðsson
Signý Harpa Hjartardóttir Axel Gíslason
barnabörn og barnabarnabörn.
Halldór Hermannsson Ísfirðingur er
fyrrverandi skipstjóri og sjó maður.
Hann fagnar í dag sínu áttugasta
aldurs ári. Halldór er giftur Katrínu
Gísladóttur og saman eiga þau hjónin
stóra fjölskyldu og fjöldann allan af
afkomendum. Halldór tilheyrir hinni
frægu Ögurvíkurætt sem, að hans
eigin sögn, á sjálfan Ísafjörðinn en
hann fluttist frá Ögri í Ísafjarðardjúpi
til Ísafjarðar þegar hann var ellefu
ára gamall og hefur búið í sama húsinu
allar götur síðan.
Halldór er sjálfur þekktur fyrir
bæði glaðværð og orðheppni en að sögn
vina hans og vandamanna býr hann
yfir einstakri frásagnagáfu og er óspar
á skemmtisögur. Þau hjónin eru búsett
á Ísafirði en Katrín hefur búið þar alla
tíð. Hjónin eru þekkt af bæði aðkomu-
fólki og bæjabúum fyrir mikla gest-
risni og hlýju.
Á sínum ferli átti Halldór viðkomu í
pólitíkinni en hann skipaði efsta sæti
á lista Frjálslynda flokksins á Norður-
landi eystra í alþingiskosningum 1999
en flokkurinn var stofnaður af bróður
Halldórs, Sverri Hermannssyni.
Í tilefni stórafmælis ins verður
blásið til heljarinnar veislu í félags-
miðstöðinni í Hlíð, í heimabæ Hall-
dórs á Ísafirði. Halldór var á meðal
þeirra sem stóðu að byggingu
félagsmiðstöðvarinnar þegar hann
gegndi formennsku félags eldri borg-
ara á Ísafirði.
„Við erum með aðstöðu fyrir um það
bil 100 manns hér í kjallaranum og
hingað munum við hjónin hóa saman
vinum, ættingjum og kunningjum síð-
degis til veislunnar. Mér hefur alltaf
þótt örlítið trist að eiga afmæli svona
rétt eftir áramótin en afmælisdagarnir
sjálfir hafa í gegnum tíðina verið góðir
dagar. Minnisstæðust eru stórafmælin
en þeim hefur alltaf verið fagnað með
miklum samkomum hér í bænum en
þá hafa menn komið saman í mikilli
sagnagleði og þá hefur verið bæði
skrafað og hlegið. Það vill svo til að
mjög margir af mínum kunningjum
eru sérlega góðir sagnamenn. Vest-
firska sagnagleðin nýtur sín vel í svona
veislum og hér eru líka einstaka menn
sem eru framúrskarandi veisluhald-
arar svo það verður öllu tjaldað til.
Það verður ekki annað sagt en að ég
eigi von á reglulega góðri kvöldstund,“
segir Halldór Hermannsson fullur
eftir væntingar.
Á dagskrá kvöldsins eru ræðuhöld og
einnig stendur til að barnabarn Hall-
dórs, Salóme Katrín Magnúsdóttir
söngkona, taki lagið fyrir veislugesti.
„Hér verða fluttar ræður og svo verður
líka sungið. Ég er svo heppinn að eiga
dótturdóttur sem syngur afskaplega
falleg lög og hún ætlar að taka eitt
þeirra fyrir afa sinn í dag.“ - jme
Sagnagleði og söngur
Halldór Hermannsson býður í veislu í tilefni af áttræðisafmæli sínu síðdegis í dag
HALLDÓR OG BARNABARNABARN Hér er Halldór með langafabarninu sínu, Hildi Katrínu Hjaltadóttur
MERKISATBURÐIR
1653 Mikið tjón verður á Eyrarbakka og víðar í sjávarflóði sem
nefnt er Háeyrarflóðið.
1793 Rússland og Prússland skipta Póllandi á milli sín.
1871 Stöðulögin eru sett. Þau kveða á um að Ísland verði óað-
skiljanlegur hluti hins danska ríkis en með sérstök landsréttindi.
1887 Prentarafélagið, fyrsta verkalýðsfélagið á Íslandi, er
stofnað.
1900 Chicago-skurðurinn er opnaður.
1959 Sovétríkin skjóta á loft fyrsta geimfarinu, Luna 1, sem fer
á braut um sólina tveimur dögum síðar.
1908 Lögbirtingablaðið kemur fyrst út.
Stöðulög voru sett 2. janúar 1871 um að
fjárhagur Íslands og Danmerkur skyldi
aðskilinn frá og með 1. apríl þetta sama
ár. Þá var settur á laggirnar Landssjóður
Íslands og þegar Stjórnarskrá Íslands
var samþykkt árið 1874 fékk Alþingi
vald til þess að semja lög um hann.
Fram að þessum tíma voru ríkis-
dalir opinber gjaldmiðill á Íslandi, sem
fylgdi tilskipun 20. mars 1815. Þeir
voru prentaðir af Kurantbanken í
Kaupmannahöfn sem var fyrsti banki
Danmerkur.
Landssjóður fékk leyfi með lögum
árið 1885 til þess að gefa út íslenska
peningaseðla fyrir allt að hálfri milljón
króna og skyldi það verða fyrsta starfsfé
Landsbanka Íslands. Fyrsti seðillinn,
fimm krónur, fór í umferð 21. septem-
ber 1886. Hann var 105 sinnum 160
mm að stærð, grár að lit en brjóstmynd
af Kristjáni IX og letur var í svörtu. Í
júlí sama ár komu tíu og fimmtíu króna
seðlar. Bakhliðin á fimmtíu króna seðl-
inum var með áprentaðri fjallkonu en
bakhliðin á hinum seðlunum var auð.
ÞETTA GERÐIST: 2. JANÚAR 1871
Drög lögð að íslenskri krónu
Alþjóðlegir vetrarleikar verða haldnir
í Hlíðarfjalli á Akureyri í mars, en
á mótinu verður keppt bæði í skíða-
íþróttum og á snjóbretti. Keppendur á
mótinu verða um það bil 100 talsins en
þeir koma aðallega frá Noregi, Svíþjóð
og Íslandi. Mótið er haldið í samstarfi
bæði við aðila í ferðaþjónustu á Norður-
landi og einnig við sambærilegt stórmót
í Noregi sem ber nafnið Norwegian
Open, en það er mót sem hefur farið
ört stækkandi frá því það var fyrst
haldið árið 2009. Markmiðið er að mótið
í Hlíðarfjalli verði meðal þeirra bestu
í Evrópu og ráðgert er að í framtíðinni
muni keppendum fjölga upp í rúmlega
eitt þúsund. Þá er stefnt að því að mótið
muni teygja sig bæði til Siglufjarðar og
Dalvíkur á komandi árum. Talið er að
aðstæður í Hlíðarfjalli séu algjörlega
fyrsta flokks fyrir leika sem þessa og
vonast er til að að innan fárra ára komi
mótið til með að laða til sín þúsundir
ferðamanna. Leikarnir verða haldnir
dagana 6.-9. mars.
Alþjóðlegir leikar í Hlíðarfj alli
Á leikunum verður keppt í vetraríþróttum og von er á um 100 keppendum.
SKÍÐAKAPPI Keppt verður á skíðum og
snjóbrettum á vetrarleikunum í ár.
Tónlistarhátíðin Myrkir
músík dagar verður haldin
dagana 30. janúar til 2.
febrúar en hátíðin verður í
Kaldalónssal Hörpu. Í ár er
hægt að kaupa hátíðarpassa
sem gildir á alla hátíðina en
einnig verður mögulegt að
kaupa sig inn á staka tónleika.
Það er Tónskáldafélag Íslands
sem stendur fyrir hátíðinni
en hún hefur verið haldin frá
árinu 1980. Í þetta sinn mun
hátíðargestum gefast kostur
á að hlýða á tónlistarflutning
sænska kvartettsins Stock-
holm Saxophone, en hljóm-
sveitin er þekkt fyrir áhuga-
verða blöndu af saxófónleik og raftónlist. Hljómsveitin Nordic
Affect kemur einnig fram en nafn sveitarinnar vísar í hughrif
sem barokktónlist hefur í aldanna rás verið talin vekja hjá þeim
sem á hana hlýðir. Listrænn stjórnandi sveitarinnar er Halla
Steinunn Stefánsdóttir og kemur hljómsveitin til með að leika
barokktónlist í bland við nýstárleg samtímaverk. Af fleiri flytj-
endum má nefna píanóleikarann margrómaða Megumi Masaki
en hún hefur lengi talað fyrir nútímatónlist og er mjög virtur
fræðimaður á sviði tónlistarflutnings. Bozzini-strengjakvartett-
inn kanadíski mun einnig flytja tilraunakennda samtímatónlist
á hátíðinni en kvartettinn mun flytja verk eftir tónskáldin Leif
Þórarinsson, Jennifer Walshe og John Cage. Sinfóníuhljómsveit
Íslands opnar hátíðina með glæsilegum tónleikum í Eldborg þar
sem flutt verða ný og framsækin íslensk verk. Miða á hátíðina
má nálgast á midi.is og í Hörpu. - jme
Von á fj ölda frá-
bærra listamanna
Miðasala er hafi n á Myrka músíkdaga sem
haldnir verða í Hörpu
KVARTETTINN STOCKHOLM
SYNDROME leikur blöndu af
saxófónleik og raftónlist á tónlist-
arhátíðinni.