Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 26
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Bókin hefur vakið athygli en höfundurinn, Mireille Guiliano, sem er 67 ára, gefur konum sem komnar eru yfir fertugt góð ráð til að halda sér unglegum og í góðu formi. Sjálf segist í við- tali við Parade Magazine vilja lifa lengur og betur. Hér eru nokkur góð ráð sem Mireille hefur tileink- að sér og gefur öðrum konum. 1. FARÐAÐU ÞIG MINNA Mireille segist sjá of margar konur sem geri sig ellilegri en þær þurfa. Þær klæði sig óviðeigandi miðað við aldur. Maður á að taka á móti aldrinum með jákvæðu hugarfari og heilbrigðum lífsstíl. Hreyfing er galdurinn til að forðast öldrun. Konur eiga ekki að klæða sig eins og dætur sínar til að sýnast yngri. Þær eiga að hylja handleggi, henda bikiníinu í ruslið og mála sig minna. Of mikill farði gerir konur á þessum aldri ellilegri og hrukkurn- ar verða meira áberandi. Best er líka að sleppa eldrauðum varalit. 2. BORÐAÐU MAT SEM ER GÓÐUR FYRIR ANDLITIÐ Þegar við eldumst getum við ekki borðað og drukkið eins og þegar við vorum ungar. Líkaminn bregst ekki eins við því sem við látum ofan í okkur og hann þarf minna. Það er allt í lagi að hafa nammi- daga en þess frekar þarf að gæta sín aðra daga. Eldaðu einfalda rétti með áherslu á grænmeti og korn. Skiptu út salti og fitu fyrir jurtir og ferskt krydd, borðaðu súpur og mikið af ávöxtum. Ekki gleyma ostrum, hunangi og dökku súkku- laði, en þetta þrennt telst ofurfæði. 3. ÞVOÐU ANDLITIÐ Miklu skiptir að hreinsa húðina vel fyrir svefninn til að viðhalda heil- brigði hennar. Ekki nota sápu, hún þurrkar húðina. Notaðu gott raka- krem eftir góðan þvott. Það þarf þó ekki að vera dýrt rakakrem. Hægt er að nota vaselín eða dropa af arganolíu en hún getur gert kraftaverk fyrir húðina. 4. HÁRGREIÐSLAN Haltu hárinu alltaf hreinu og vel snyrtu. Það skiptir miklu máli fyrir útlitið. Láttu klippa það miðað við aldur og andlit. Falleg hárgreiðsla yngir konur og þær fá fremur hrós ef þær líta vel út. 5. HLÁTUR OG GÖNGUR Göngutúr í fimmtán mínútur daglega er ákaflega mikilvægur. Gakktu upp stigann í stað þess að taka lyftuna og labbaðu í kringum húsið til að fá smávegis hreyfingu. Einnig er mjög gott að synda og hjóla. Jafnvel dans getur liðkað líkamann og smá hlátur er nauðsynlegur. Gott skap gerir kraftaverk. 6. VATN Vatn er ódýrt en það vinnur gegn öldrun. Gott er að drekka eitt glas af vatni fyrir svefn og eitt glas á morgnana. Einnig er gott að drekka vatn yfir daginn því það viðheldur rakajafnvægi húðarinnar, auk þess að hreinsa líkamann af óæskilegum efnum. Ekki spara vatnið. 7. ZZZ... Góður svefn er ákaflega mikil- vægur þegar árin færast yfir. Svefninn bætir húð og hár, gefur orku og betra skap. Átta klukku- stundir eru nægilegar. Svefn- herbergið á ekki að vera staður fyrir vinnu eða sjónvarpsgláp. Sofðu við opinn glugga til að fá ferskt loft inn. Herbergið á að vera róandi, dýnan á að vera góð og sömuleiðis koddinn. FRANSKAR KONUR FÁ SÉR EKKI ANDLITSLYFTINGU FLOTTAR KONUR Fyrir jólin kom út í Bandaríkjunum bókin Franskar konur fá sér ekki andlitslyftingu (French Women Don´t Get Facelifts: The Secret of Aging with Style and Attitude) eftir Mireille Guiliano, höfund metsölubókarinnar Franskar konur fitna ekki. HÖFUNDURINN Mireille Guiliano er 67 ára og gaf út aðra bók sína um franskar konur rétt fyrir jólin. Hún er sjálf af frönskum ættum, býr í New York en á íbúðir í París og Provence. www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | fi@fi.is | www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Eitt fjall á viku Gakktu á eitt fjall í viku með Ferðafélagi Íslands á nýju ári. Nýársgjöfin frá þér til þín er bætt líðan og betra form á nýju ári. Upplifðu íslenska náttúru í skemmtilegum félagsskap undir öruggri fararstjórn og lærðu að þekkja landið. Esjan, Keilir, Helgafell, Botnssúlur, Eyjafjallajökull, Akrafjall, Réttarfell, Löðmundur og 44 önnur fjöll. Dagsferðir allt árið og tvær helgarferðir að auki. Komdu með okkur og finndu náttúrubarnið í hjarta þínu. Fararstjórar: Páll Ásgeir Ásgeirsson ásamt Rósu Sigrúnu Jóns- dóttur, Hjalta Björnssyni, Guðmundi Sveinbirni Ingimarssyni og Brynhildi Ólafsdóttur. Kynningarfundur í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 kl. 20.00 2. janúar n.k. Sjá nánar um „Eitt fjall á viku“ á www.fi.is Eitt fjall á viku m eð FÍ 2014 Upplifðu náttúru Íslands GOTT ÚTLIT Í bókinni Franskar konur fá sér ekki andlitslyftingu eru þeim sem vilja líta betur út þegar aldurinn færist yfir gefin góð ráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.