Fréttablaðið - 02.01.2014, Síða 27

Fréttablaðið - 02.01.2014, Síða 27
Eitt vinsælasta heilsueflingarnámskeið landsins er haldið við Heilsuhótel Íslands að Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar er boðið upp á nýjan lífsstíl þar sem sérstök rækt er lögð við breytt mataræði, hreyfingu, fræðslu, vellíðunarmeðferðir og jákvæða hugsun, allt í senn. Heilsuhótel Íslands er skóli heilsu, forvarna og fræðslu og í einstöku húsnæði til heil stæðrar uppbyggingar. Gestir sækjast gjarnan eftir því að komast úr daglegu amstri og streituvaldandi umhverfi. Á Heilsuhótelinu geta gestir dvalið í friði og ró. Flestir eru gestirnir á aldrinum 18 til 65 ára, vinnandi fólk með áhuga á að efla sína þekkingu á heilsu en allir eru velkomnir. Á hótelinu eru 43 herbergi, eins og tveggja manna. Rými er fyrir 55 gesti hverju sinni. Öll herberg- in eru einstaklega rúmgóð með baðherbergi. Gestir hafa aðgang að heilsulind hótelsins eins og innrauðum klefum, heitum potti, gufubaði og slökunarrými. Hótelið er með leyfi sem heilsu- stofnun, skóli forvarna og fræðslu en einnig sem hótel og ferðaskipu- leggjandi. Félagið hlaut nýverið hvatningarverðlaun ráðherra, viðurkenningu fyrir áhugaverð- ustu hugmynd að heilsutengdri ferðaþjónustu. Í desember 2013 var hótelinu veitt viðurkenning og styrkur frá Vaxtasamningi Suðurnesja, sem gerir hótelinu kleift að stórefla kynningar á starfsemi þess erlendis. Heilsu- dvöl býðst reglulega og er vana- lega um tveggja vikna dvöl að ræða en einnig er mögulegt að nýta hótelið og þjónustu þess yfir helgar til hvíldar og slökunar. Einstaklingar sem vilja bæta líkamlega og andlega líðan eða takast á við einkenni lífsstíls- sjúkdóma; hækkaðan blóðsykur, blóðþrýsting, vöðva- og liðverki, mígreni, streitu, svefnleysi, kvíða, bakflæði, áunna sykursýki eða umframþyngd meðal annars, hafa náð markverðum árangri á heilsunámskeiðum hótelsins. Þess má geta að flest betri stéttarfélög, sjúkra- og/eða fræðslusjóðir styðja vel við félagsmenn vegna lífsstíls- breytinga og fræðslu á hótelinu og hefur það gefist vel. Heilsuskóli og náttúrulækningar Ævintýraleg lífsorka og gleði Heilsunámskeið vorönn 2014 – tvær vikur 3.-17. janúar, 5 laus herbergi 7.-21. mars, enn laust Betra að panta tímanlega vegna aðsóknar á vornámskeiðin. Staðfestingargjald 20% eða kr. 45.000. Flest stéttarfélög og fyrirtæki styrkja þátttakendur. Heilsuhelgar í janúar – mars 2014 24.-26. janúar uppselt 14.-16. febrúar uppselt 28.-30. mars, gleði og gaman, kynningarhelgi. Tilboðsverð kr. 24.500 á mann, tveir saman í herbergi. Allt innifalið, aðgengi að Heilsu- lind, leiðsögn um Bláa lónið. Hollt og gott fæði, fræðsla og hreyfing. Spennandi og uppbyggilegur val- kostur fyrir alla, konur sem karla. Kynnist þessu einstaka hóteli. Nýtt 2014 Sérnámskeið og fræðsla og fyrir fólk í yfirþyngd 4. -17. apríl* * Eftirfylgni í 6 mánuði. Hættum að reykja 2014 17.-19. janúar, uppselt Biðskráning í síma 5128040 28.-30. mars, laust Væntanlegt námskeið. Verð kr. 49.500. með gistingu, fæði, kennsluefni og námskeiðs- gjald. Stéttarfélög styrkja reykleysis- námskeið. Nánari upplýsingar www.heilsuhotel.is heilsa@heilsuhotel.is Ásbrú – Reykjanesbæ Bókanir Sími 5128040 Munum að bætt heilsa, aukið þrek og orka er uppskrift að hamingjusamara lífi. Heilsuhótel Íslands Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir Chad Keilen BSc Heilsuvísindi Sólveig Klara Káradóttir hjúkrunarfræðingur Steinunn Aðalsteinsdóttir heilsumarkþjálfi FYRIRLESARAR OG KENNARAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.