Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.01.2014, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 02.01.2014, Qupperneq 29
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014 3Heilsuhótel Íslands ● Vinkonurnar Rannveig Guðmundsdóttir, fyrr- verandi alþingismaður, og Hrefna Hagalín áttu notalega stund á Heilsuhóteli Íslands á síðasta ári. Þær höfðu lengi stefnt á að gera eitthvað skemmtilegt saman og eftir að hafa rætt málin komust þær að því að þær hafi báðar lengi viljað heimsækja Heilsuhótelið. „Við ákváðum að skella okkur saman vinkonurnar í tvær vikur og ég get svo sannarlega mælt með dvöl- inni þar. Það er líka alveg frábært að fara með vinkonu sinni á svona stað. Við vorum saman í herbergi og urðum gömlu æskuvinkonurnar á ný. Við spjölluðum, æfðum, skipulögðum okkur og áttum svo skemmtilegar stundir saman. Maturinn var virkilega góður en hann byggðist eingöngu á grænmeti og ávöxtum. Mikil hreyfing og líkamsrækt er í boði. Hún samanstendur af útiveru, líkams- rækt, og mikilli fræðslu. Ekki má gleyma dekri, nuddi og innrauða klefanum sem er svakalega vinsæll, en hann hefur frábær áhrif á vöðva og stífa skrokka. Maður er því svo sannarlega að rækta bæði líkama og sál á Heilsuhótelinu. Við ætlum örugg- lega að heimsækja Heilsuhótelið aftur fljót- lega. Við vorum með væntingar fyrirfram en dvölin var framar öllum væntingum okkar.“ Frábær dvöl fyrir vinkonurnar „Við ákváðum að skella okkur saman vinkonurnar í tvær vikur og ég get svo sannarlega mælt með dvölinni,” segir Rannveig Guðmundsdóttir. Ingvar Berndsen missti 27 kíló eftir dvöl á Heilsuhóteli Íslands fyrir ári og líður betur á líkama og sál. „Ég var búinn að hugsa um það í tvö ár að fara á Heilsu- hótelið áður en ég lét verða af því. Ég hafði lesið um ýmsa sem höfðu farið og náð góðum árangri. Um áramótin í fyrra ákvað ég að koma konu minni á óvart með tveggja vikna hótel dvöl,“ segir Ingvar, sem er ákaflega ánægður með þann árangur sem hann hefur náð eftir dvölina. „Strax eftir fjóra eða fimm daga var ég farinn að finna gríðarlegan mun á mér. Fyrir dvölina var ég orðinn mjög stirður, fann alltaf til í liðum og öllum líkamanum þegar ég stóð upp úr stólum. Þá var ég búinn að vera reglulega í nuddi í hátt í tuttugu ár til að halda niðri vöðvabólgu og öðrum bólgum í líkamanum. Þessir kvillar hurfu eftir veru mína á hótelinu,“ lýsir Ingvar sem losnaði einnig við krónískar nefstíflur sem hann hefur glímt við frá því hann var ungur maður. „Eftir að ég fór á Heilsu- hótelið hef ég varla þurft að snýta mér.“ Ingvar segist finna fyrir mikilli breytingu á sjálfum sér og segir að aðrir taki líka eftir því. „Enda hef ég misst 27 kíló,“ upplýsir hann glaðlega. Ingvar segir Heilsuhótelið full- komið fyrir fólk sem vilji breyta lífsstílnum en þurfi hjálp til að stíga fyrstu skrefin. Sjálfur hefur Ingvar viðhaldið lífs- stílnum sem hann tileinkaði sér á hótelinu. „Mig var farið að gruna að ég væri með óþol fyrir ýmsum mat enda var bólgan í líkamanum ekki eðlileg. Ég sleppi núna hveiti og sykri og borða skynsamlega,“ segir hann og bætir við að kílóin 27 hafi hrunið af honum án þess að hann hefði neitt mikið fyrir því. Ingvar mælir því hiklaust með Heilsuhótelinu. „Svo er þetta líka alger slökun og mikið dekur. Mun meira dekur en að fara í sólarlandaferð til Tenerife,“ segir hann glett- inn og hefur þegar pantað sér dvöl á Heilsuhóteli Íslands nú um áramótin. Dvöl á Heilsuhóteli Íslands breytti lífinu Ingvar Berndsen dvaldi í hálfan mánuð á Heilsuhóteli Íslands fyrir ári. Dvölin hafði mikil og góð áhrif á heilsu Ingvars. MYND/STEFÁN Þegar dóttir hennar stakk upp á því að þær mæðgurnar færu saman í frí átti Svanhildur von á því að þær væru á leið- inni til Havaí. Dóttir hennar, Sigríður Björnsdóttir, hafði þó aðrar hugmyndir og hvatti móður sína til að koma með sér á Heilsuhótel Íslands í tvær vikur. „Ég til- kynnti vinum og ættingjum að ég myndi hefja fríið á Íslandi á Heilsuhótelinu og myndi hitta hópinn síðar. Ég missti mann- inn minn og í hönd fór langur sorgartími. Ég glímdi við þunglyndi og gekk í gegnum mikinn kvíða og fannst erfitt að komast upp úr þessu öllu saman. Dvölin breytti miklu og seinni vikuna hlakkaði ég til að fara á fætur. Svæðið er mjög sérstakt og gaman að labba um þar sem herinn var áður fyrr. Eftir göngur voru teygjur og leikfimi en næst tók við fræðsla um heilbrigt líf, nær- ingu og hreyfingu og hvernig á almennt að lifa betra lífi. Við heimsóttum Vogana, Sandgerði og Garðinn og síðan löbbuðum við upp á Þor- björn við Grindavík og fórum í Bláa lónið. Á kvöldin var mikið spilað og hlustað á fyrirlestra. Gestir gátu stýrt sér sjálfir. Sumir slökuðu á, hugleiddu eða lásu góða bók. Aðstaðan á Heilsuhótelinu var til fyrir- myndar. Lífsorkan mín endurnýjaðist og lífsstíllinn breytist í kjölfarið.“ Áhugaverðara en Honolúlú „Þetta var stórkostleg dvöl, andrúmsloftið var gott og starfsfólkið frábært,“ segir Svanhildar Svavarsdóttur. MYND/ARNÞÓR Svanhildur Svavarsdóttir hefur verið búsett í Bandaríkjunum í tvo áratugi. Hún ákvað að eyða hluta af sumarfríi sínu hérlendis með dóttur sinni á Heilsuhóteli Íslands og sér ekki eftir því. Frábær aðstaða og gott starfsfólk býður gesti velkomna í fallegt umhverfi á Reykjanesi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.