Fréttablaðið - 02.01.2014, Side 48

Fréttablaðið - 02.01.2014, Side 48
2. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 BAKÞANKAR Bergs Ebba Benediktssonar Kanínukjöt verður að öllum líkindum til sölu í íslenskum verslunum næsta haust. Slátur- húsið KVH á Hvammstanga hefur fengið leyfi frá Matvælastofnun til þess að slátra kanínum til manneldis. Slátrunin hefst næsta haust, samkvæmt fréttum Ríkis- útvarpsins. Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari hefur reynslu af því að matreiða kanínur ofan í Íslendinga. „Íslendingar eru ekkert ofsa- lega hrifnir af kanínum,“ segir hann. „Ég reyndi að bjóða upp á kanínukjöt í kringum 1992 á veit- ingastaðnum Jónatan Livingston Mávur. Það gekk ekkert að selja fólki kanínur, og ég komst eigin- lega á þá skoðun að menn þyrftu að vera aldir upp við þetta til að finnast þetta gott. Það getur vel verið að það hafi breyst. Menn voru kannski ekki tilbúnir á þessum árum, en kanínukjöt er borðað svakalega víða og mikið. Nýbúarnir kunna að borða þetta, enda er þetta nýtt úti um allt.“ Blaðamaður spyr Úlfar hvort ekki væri hægt að nýta ýmislegt fleira kjöt sem ekki er hefð fyrir að leggja sér til munns á Íslandi, eins og til dæmis af spörfuglum. „Það hafa verið sögusagnir um að lóur og spörfuglar séu skotnir í Frakklandi, en í raun er lítið um það. Hrossagaukar hafa verið skotnir en þetta er allt í voða litlu magni þarna úti. En það er náttúrlega fullt af fuglum sem við gætum nýtt betur á Íslandi. Sér- staklega vil ég nefna fýl og skarf. Fýllinn hefur alveg sitt eigið bragð, tiltölulega ljóst kjöt, ekki mikið villibráðarbragð, en þetta er afskaplega góður matur. Hann er svolítið eins og selurinn að því leyti að ef fólk smakkar hann þá verður það vitlaust í hann. Sel- urinn er alveg svakalega góður. Hann er í ætt við hvalkjöt, nema einu númeri betri. Ég er búinn að nota hann svolítið í villibráðar- veislum. Sumir eru hræddir við að prófa hann en um leið og þeir prófa eru þeir komnir upp á lagið.“ ugla@frettabladid.is Við ættum að borða sel og fýl Kanínukjöt verður líklegast til sölu í verslunum á Íslandi næsta haust. Úlfari Finnbjörnssyni gekk ekki vel að matreiða kanínur ofan í landann fyrir 20 árum. SVAKALEGA GÓÐUR Úlfar Finnbjörnsson hefur matreitt sel við góðar undirtektir. MYND/VÍÐIR GUÐMUNDSSON HOBBIT 2 3D (48R) 2, 4, 6, 7:30, 10, 11 ANCHORMAN 2 8, 10:30 RISAEÐLUNAR 3D 1:45 FROSINN 2D 1:45, 3:45, 6 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. sýnd í 3d 48 rammaS R Ævintýrið heldur áfram GLEÐILEGT NÝTT ÁR 5% NÝJASTA MYND MICHEL GONDRY MOOD INDIGO SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK SPARBÍÓ AKUREYRI USA TODAY LOS ANGELES TIMES T.V. - BÍÓVEFURINN/SÉÐ OG HEYRT ROLLING STONE EMPIRE THE GUARDIAN NÁNAR Á MIÐI.IS THE HOBBIT 3D KL. 2 - 5 - 8 - 11 RISAEÐLURNAR 3D KL. 2 - 4 - 6 - 8 THE HUNGER GAMES 2 KL. 10 Miðasala á: og Í SMÁRABÍÓI THE HOBBIT 3D 48R THE HOBBIT 3D48R LÚXUS ANCHORMAN 2 RISAEÐLURNAR 3D ÍSL. TAL RISAEÐLURNAR 2D ÍSL. TAL FROSINN 2D ÍSL. TAL THE HUNGER GAMES 2 KL. 1 (TILBOÐ) 04.30 - 6 - 8 - 9.30 - 11.2 KL. 1 - 4.30 - 8 - 11.20 KL. 5.20 - 8 - 10.35 KL. 1 (TILBOÐ) 3 KL. 1 (TILBOÐ) 3 KL. 1 (TILBOÐ) 3.20 -5.40 KL. 8 - 11 THE HOBBIT 3D RISAEÐLURNAR 3D ÍSL. TAL RISAEÐLURNAR 2D ÍSL. TAL THE HUNGER GAMES KL. 2.30 (TILBOÐ) 04.30 - 6 - 8 - 9.3 KL. 4 (TILBOÐ) 6- 8 - 10 KL. 2.30 (TILBOÐ) 4- 6 KL. 9 JÓLAMYNDIN Í ÁR -H.S.S, MBL Það gekk ekkert að selja fólki kanínur, og ég komst eiginlega á þá skoðun að menn þyrftu að vera aldir upp við þetta til að finnast þetta gott. Úlfar Finnbjörnsson Ég fékk geggjaðan kroppaskrúbb fra IAM og svo Moringa duftpoka sem tekur líkamann í vatnslosunarferli og allsherjar hreinsun eftir saltneyslu og konfektát, annars verður maður bara eins og gúbbífiskur í framan af bjúg um ára- mótin og það er ekki að gera sig.” OFANGREINT er tilvitnun í sálfræðing og athafnakonu sem birtist á dv.is 26. desember síðastliðinn og ég tel lýsandi fyrir það hvað margir eru að hugsa þessa dagana, en það er bjúgur, sem er sam- kvæmt orðabókarskilgreiningu „kvap- bólga, lopi, það að vökvi safnist í vefi eða holrúm líkamans.” BJÚGUR! Einhvern veginn tókst mér að lifa fyrstu 27 ár ævi minnar án þess að heyra mikið á þetta orð minnst. Það getur verið að ég hafi heyrt það endrum og eins en þá mest í læknisfræði- legu samhengi - í tengslum við sjúkdóma eða alvarleg vanda- mál. En síðustu fimm ár eða svo hefur bjúgurinn farið sigurför. Það eru allir að tala um þennan bjúg. Vinur minn sagði nýlega við mig að hann hefði náð góðum árangri í ræktinni, misst rúm tíu kíló „en helming- urinn af því var náttúrulega bjúgur”. Hvað er að? Er það bara orðinn sjálfsagður hlut- ur að bólgna upp vegna ofneyslu á salti? ÉG ljái máls á þessu vegna þess að í sögu- legu samhengi hefur bjúgur lengi verið vandamál, en ekki vegna ofneyslu eins og nú heldur vegna skorts. Skyrbjúgur er þekktastur en það er ógurleg bólga í tann- holdi sem kemur til af vítamínskorti. Við þekkjum líka kviðbólguna acites, þegar maginn í hungurmorða fólki bólgnar út. Við þekkjum þetta vandamál vegna þess að átakanlegar myndir af afrískum börnum með leið augu og þaninn maga eru meitlaðar inn í huga okkar að eilífu. JÁ. Ég vil að við fáum smá vestrænt sam- viskubit í hvert skipti sem við kvörtum undan bjúg. Ef bjúgurinn er ekki af völd- um alvarlegra sjúkdóma heldur aðeins ofáts þá skulum við bara hætta að tala um hann. Auk þess er ekkert að því að vera eins og gúbbífiskur í framan, það er bara sætt. Bjúgur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.