Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 54
2. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 30.000 fréttaþyrstir notendur Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar sem er og hvenær sem er Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu. Sláðu inn Fréttablaðið á Google Play, Windows store eða í App store og náðu í appið. „Ég ætla að berjast fyrir því að það verði vitundarvakning á Íslandi um hversu miklum mat við sóum,“ segir Rakel Garðarsdóttir, fram- kvæmdastýra Vesturports, en hún hyggst vekja athygli á þessum málaflokki í auknum mæli á nýju ári. „Samkvæmt tölum sem ég hef undir höndum henda Íslendingar um það bil þrjátíu prósentum af matnum sem þeir kaupa inn,“ segir Rakel og bætir við að það sé galið að svo miklum mat sé hent. „Á meðan við hendum svona miklum mat eru hundruðir milljóna svangir í heiminum,“ segir Rakel og heldur áfram. „Það er of mikið framleitt, veit- ingastaðir hafa of stóra skammta og fólk treystir alltof mikið á síðasta söludag, en það eru bara framleiðendur sem ákveða hvenær síðasti söludagur er og allur gangur á því hversu mikið á að styðjast við þessar dagsetningar,“ útskýrir Rakel, en hún ætlar með ýmsum leiðum að efla umræðuna á Íslandi. „Þessi vitundarvakning hefur orðið í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi og er að hefjast í Bretlandi. Mig langar til þess að fara í skóla til krakka og í stóru fyrirtækin og útskýra hversu mikil sóun það er að henda mat. Ég vil opna á þessa umræðu svo við getum bætt okkur,“ segir Rakel, sem vill framleiða minna magn af mat í meiri gæðum. „Við erum alltof gráðug.“ - ósk „Við erum alltof gráðug“ Rakel Garðarsdóttir ætlar í aðgerðir á nýju ári til efl a umræðu um sóun matar. OF MIKIÐ FRAMLEITT AF MAT Rakel Garðarsdóttir segir Íslendinga sóa alltof miklum mat. MYND/ÚR EINKASAFNI Sushipizzan á veitingastaðnum Rub23. Það er besti matur sem ég hef fengið. Hildur Sif Kristborgardóttir, framkvæmda- stjóri Goggs útgáfufélags BESTI BITINN Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og þáttastjórn- andi: „Flippsturlað er tísku- orðið 2013 í mínum orðaforða. Það er ljómandi upphrópun og hentar við flest tækifæri. Ein- vala hefur svo algerlega tekið við af ofnotaðasta orði tungu- málsins, frábært. Frábært er fyrir mér dautt. Lostfagur hefur svo komið nautsterkt inn á síðustu vikum. Það tekur við af slettunni sexí. Það er gamalt, gott og sulllöðrandi í kynþokka.“ ugla@frettabladid.is Bjöllers, slölli og elg Ný orð fæddust á árinu eins og síðustu ár. Meðal þeirra eru bjöllers sem þýðir bjór, slölli sem þýðir sleikur og sögnin að Sölva sig sem þýðir einfaldlega að taka sjálfsmynd. Fréttablaðið og álitsgjafar völdu bestu nýju orðin árið 2013. Konráð Jónsson lögfræðingur fann upp eftirfarandi slangur: lol í óloli (orðtak) - samanber lán í óláni. Dæmi: Eitthvað fyndið sem gerist í jarðarför. sérhæfæva sig (orðtak) - sérhæfa sig í þeim tilgangi einum að monta sig. Dæmi: Þegar lögfræðingur sérhæfir sig í miðaldabókmenntum. fæðingarlolrofl (no) - skemmtilegt fæðingarorlof. gangnamanna style (no) - skemmtilegur dans á réttarballi. Kofi Annan í jólum (no) - þegar maður tekur sér frí annan í jólum til að kynna sér ævi og störf Kofi Annan, fyrrum aðalritara Sameinuðu þjóðanna ➜ Fæðingarlolrofl bjöllers (no) bjór elg (forskeyti) merkir það sama og mjög hán (fn) nýtt persónufornafn í hvorug- kyni sem vísar til manneskju af óræðu kyni Uppástunga frá Öldu Villiljósi að ís- lenskun á sænska persónufornafninu hen. Beygist eins og orðið lán. negga (s) væla Orðið hefur einnig eldri merkingu sem er íslenskun á hugtakinu neg sem kemur fyrir í bókinni The Game eftir Neil Strauss. Það merkir að gera góðlátlegt grín að stelpu í þeim tilgangi að minnka sjálfstraustið hjá henni svo daður við hana beri frekar árangur. slölli (no) sleikur Kemur fyrir í lagi með hljómsveitinni Prins póló. Sölva sig (n) taka sjálfsmynd Til heiðurs Sölva Tryggva- syni. twerka (s) dansa twerk þrotaður (l) lélegur Slangur ársins 2013 FLIPP- STURLAÐUR Bragi Valdimar er hrifinn af þessari upphrópun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRJÓTT ÍMYNDUNARAFL Konráð fann til dæmis upp lol í óloli. MYND/EINKASAFN „Þetta var mjög áhugavert. Ég var í veislu með vinafólki hér á Akur- eyri og þekkti ekki marga í partíinu. Þegar ég sá að þetta væri fyrsta atriðið hugsaði ég: Þetta verður eitt- hvað. En svo var þetta allt í lagi,“ segir leikarinn Hannes Óli Ágústs- son. Hann túlkaði forsætisráðherr- ann Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Áramótaskaupinu og var allsnakinn á niðurrifskúlu í upphafsatriðinu. Atriðið var skopstæling á tónlistar myndbandi söngkonunnar Miley Cyrus við lagið Wrecking Ball. „Þetta var fyndinn tökudagur. Þetta var með síðustu atriðum sem voru tekin upp. Ég bý á Akur- eyri og átti fyrsta flug um morgun- inn til að mæta í tökur eldsnemma. En svo var veðrið slæmt þannig að ég var veður tepptur. Loksins fékk ég flug. Ég er drifinn inn í stúdíóið, ég klæddi mig úr og þurfti að hanga samtals á þessum bolta í fimm mínútur. Þá var þetta búið,“ segir Hannes. Sem betur fer tóku tökurnar ekki lengri tíma því kúlan fór ekki vel með djásn leikarans. „Ég þurfti að hagræða þeim aðeins, en virðing mín fyrir þessari blessuðu söngkonu jókst. Það er ekkert smá erfitt að hanga á þessari kúlu.“ Hannes er afar ánægður me ð Á r a mót a sk aupið og gengur glaður inn í nýja árið. „Ég er að leika með Leikfélagi Akur- eyrar annað árið í röð og 17. janúar frumsýnum við Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. Mjög skemmtileg nálgun á þetta klassíska verk.“ - lkg Ber meiri virðingu fyrir Miley Hannes Óli Ágústsson opnaði Áramótaskaupið, kviknakinn á niðurrifskúlu. LÍKUR SIGMUNDI Hannes Óli nær að túlka forsætisráðherra með miklum sóma. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN NÍELSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.