Fréttablaðið - 31.01.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 31.01.2014, Blaðsíða 40
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir HEILLUÐ AF JAPAN Gunnella Þorgeirsdóttir er aðjúnkt og greinarformaður japönskudeildar Háskóla Íslands. Hún hóf sjálf nám í japönsku við HÍ 2003 og segist vel samræðuhæf á japönsku þótt ritmálið sé erfiðara. MYND/STEFÁN Japanshátíðin er tilvalin skemmtun fyrir alla fjölskylduna og þar finna allir eitthvað við hæfi,“ segir Gunn- ella Þorgeirsdóttir, aðjúnkt og greinar- formaður í japönsku við Háskóla Ís- lands. Gunnella fékk ólæknandi áhuga á Japan sem barn og fór þangað sem skiptinemi á menntaskólaárunum. „Þar bjó ég hjá yndislegri fjölskyldu í Norður-Japan, í smáþorpi lengst inni í miðjunni á hvergi, og gekk í kynja- skiptan landbúnaðarskóla sem kenndi saumaskap og heimilisfræði sem var virkilega gefandi,“ segir Gunnella sem brátt lýkur doktorsprófi í japönskum þjóðfræðum við Sheffield-háskóla á Englandi. „Japanir og Íslendingar eiga margt sameiginlegt. Hvorir tveggja eru ey- þjóðir, sem setur ákveðið mark á þjóð- irnar, og báðar voru þær á landbúnaðar- stigi fram að seinni heimsstyrjöld og hoppuðu yfir iðnbyltinguna sem skapar skemmtilegt sambland af eldri hjátrú og hugmyndafræði í bland við hátækni- samfélag nútímans.“ ORIGAMI, MANGA OG COSPLAY Japansdeild HÍ hélt upp á tíu ára afmæli sitt í haust og heldur nú Japanshátíð í tíunda sinn. „Hátíðin er góð leið til að kynna japanska menningu fyrir Íslendingum og skemmtilegt sambland af hefðbund- inni menningu og hámenningu í Japan. Á dagskrá verður japönsk teserimónía, tískusýning á kimono og japönsk skraut- skrift þar sem allir geta fengið nafn sitt ritað, í bland við nútíma- og ungmenn- ingu eins og cosplay-búningakeppni sem byggir á karakterum úr japönskum teiknimyndum,“ útskýrir Gunnella um hluta dagskrár sem verður á þremur hæðum Háskólatorgs. „Á neðstu hæðinni tökum við vel á móti börnum með origami, manga-teikn- ingum og hefðbundnum, japönskum leikföngum. Á miðhæðinni sýnum við tísku, söng og japanskar bardagaíþróttir og á staðnum verða upplýsingabásar um japönskudeildina, japansk-íslenska félagið, japanska sendiráðið og Japanir á Íslandi sýna ikebana-blómaskreyting- ar. Í boði verður japanskt góðgæti; sushi og japanskt te á Manga Café sem við opnum nú í fyrsta sinn og í Stúdenta- kjallaranum verður unglingastemning, grínsýning og tónlistaratriði,“ upplýsir Gunnella. AÐDRÁTTARAFL Á BÁÐA KANTA Japönskunám er hagnýtt í ferðamanna- iðnaði, viðskiptum og margs konar al- þjóðasamskiptum. „Japanska er nú önnur stærsta tungu- máladeildin við HÍ og stunda um 90 nemendur japönskunám sem kennt er fyrstu tvö árin hér heima. Samskipti á milli þjóða eru mjög góð og nú eru fjórtán Íslendingar í skiptinámi í Japan og tólf Japanir í skiptinámi hér á landi. Því er augljóst að eitthvað dregur að á báða kanta,“ segir Gunnella sem gefur japönsku þjóðinni sín bestu meðmæli. „Japanir eru yndislegt fólk og með opnustu og jákvæðustu einstaklingum sem ég hef kynnst. Þeir eru dálítið eins og Íslendingar því það þarf fyrst að kynnast þeim almennilega en þegar maður er orðinn vinur þeirra er maður líka orðinn hluti af fjölskyldunni.“ Japanshátíðin á Háskólatorgi hefst klukkan 13 á morgun og stendur til klukkan 17. Allir hjartanlega velkomnir. ■ thordis@365.is JAPANSKIR TÖFRAR JAPANSHÁTÍÐ Á morgun geta gestir Háskólatorgs upplifað Japan í allri sinni dýrð; gætt sér á sushi og japönsku tei, séð kimono-tísku, bardagalistir, bún- ingakeppni til heiðurs japönskum teiknimyndahetjum og ótal margt fleira. YNDISLEGT FÓLK „Japanir eru dálítið eins og Íslendingar því það þarf fyrst að kynnast þeim almennilega en þegar maður er orðinn vinur þeirra er maður líka orðinn hluti af fjölskyldunni.“ 7.990 kr. 0 kr.+ Internet og heimasími fylgir sjónvarpsáskrift í þrjú ár! Með Skemmtipakkanum færðu aðgang að sex frábærum stöðvum, aðgang að Tónlist.is í þrjá mánuði og Stöð 2 Vild sem er eitt öflugasta vildarkerfi landsins. Sex frábærar sjónvarpsstöðvar Internetið og heimasími innifalið í 36 mánuði Enginn binditími fyrir internet og heimasíma. Innifalið er 10GB erlent niðurhal og 100 mínútur í heimasíma. Þriggja mánaða uppsagnarfrestur er á Skemmtipakkanum. Greiða þarf 2.610 kr. aðgangsgjald. á 36 má nuðum 180.000 kr. sparnað ur fyrir internet og heimasíma Enginn binditími Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.