Fréttablaðið - 31.01.2014, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 31.01.2014, Blaðsíða 78
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 50 „Sýningin verður síbreytileg því fólk getur haft áhrif á hvaða listaverk úr okkar safneign rata inn á hana,“ segir Ólöf Sigurðardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, um sýninguna Þitt er valið sem þar verður opnuð á morgun. Hún hvetur sem flesta til að velja verk úr listaverkaskrá Hafnarborgar í gegn- um heimasíðurnar hafnarborg.is og sarp- ur.is og bendir á að þeir sem taka þátt í valinu geti verið staddir hvar sem er í veröldinni. Óskir skal senda á netfangið hafnar- borg@hafnarfjordur.is ásamt stuttum rökstuðningi fyrir valinu. „Við reynum að verða við öllum óskum, bæta í sal- inn, taka niður verk og setja upp önnur,“ segir Ólöf og tekur fram að leitast verði við að láta verkin njóta sín og gera þeim jafnframt skil með hugmyndalegu og sögulegu samhengi. „Við eigum von á að verkin sem eru hér við sýningaropnun á morgun verði allt önnur en þau sem verða uppi 9. mars þegar sýningunni lýkur. Gestir geta því komið vikulega og alltaf séð eitthvað nýtt,“ segir hún og giskar á að hvert verk verði kannski uppi í viku til tíu daga. Sigurður Trausti Traustason, fram- kvæmdastjóri Sarps, heldur stutta kynn- ingu á vef Sarps og notkunarmöguleikum hans á morgun klukkan 15 og starfsfólk Hafnarborgar og Sarps verður á staðnum milli klukkan 15 og 17 bæði á morgun og sunnudag til að ræða við sýningargesti um verkin. Flest verkin í safneign Hafnarborgar eru frá seinni hluta 20. aldar, málverk, skúlptúrar, leirverk og ljósmyndir að sögn Ólafar. Hún segir verkin á sýning- unni verða merkt á hefðbundinn hátt en einnig komi fram hver óski eftir sýningu hvers verks og hvers vegna. „Sumir eru búnir að senda inn langan texta en aðrir bara nokkur orð. Það eru mismunandi hlutir sem hafa áhrif á valið.“ gun@frettabladid. Mismunandi hlutir hafa áhrif á valið Almenningi gefst kostur á að velja listaverk á sýningu í Hafnarborg í Hafnarfi rði sem hefst á morgun. Hún nefnist Þitt er valið. Gald- urinn felst í að fara inn á heimasíðurnar hafnarborg.is eða sarpur.is skoða safneignina og senda póst til Hafnarborgar. FORSTÖÐUMAÐURINN Gestir geta komið vikulega og alltaf séð eitthvað nýtt,“ bendir Ólöf á. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BJARTUR 1994 Verk eftir Sæmund Valdimarsson. VETRARSÓLHVÖRF Í HAFNARFIRÐI Verk eftir Ásgrím Jónsson frá 1930. BÖRN AÐ LEIK Í FJÖRUBORÐINU Verk eftir Kristján Davíðsson frá 1949. ➜ Við eigum von á að verkin sem eru hér við sýningaropnun á morgun verði allt önnur en þau sem verða uppi 9. mars þegar sýningunni lýkur. HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgiSkaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is STARFAR MEÐ HOLLYWOOD-STJÖRNUM Eva María Daníelsdóttir er kvikmyndaframleiðandi, búsett í New York, og hefur starfað með sumum frægustu stjörnum Hollywood. Hún ræðir ferilinn, endurgreiðslur vegna kvikmynda á Íslandi og áföllin en faðir hennar og bróðir létust nýlega með nokk- urra mánaða millibili. Hún saknar Íslands og vill eyða meiri tíma hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ Super Bowl á sunnudag Einn stærsti íþróttaviðburður ársins verður á sunnudags- kvöld þegar Denver Broncos og Seattle Seahawks mætast í Super Bowl, úrslitaleik NFL- deildarinnar. Hvað gera Peyton Manning og Denver Broncos gegn ógnarsterku varnarliði Seattle Seahawks? Ánægð á Ísafirði Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir flutti frá Reykjavík til Ísafjarðar fyrir tveimur árum. Þar hefur hún komið sér vel fyrir með fjölskyldu sinni og líkar lífið vel. Hún starfar sem verkefna- og rekstrarstjóri menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar og er formaður Femínistafélags Vestfjarða. Ný bók um hrunið Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, gaf nýlega út bók um íslenska efnahagshrun- ið og eftirmál þess. Þar fjallar hann um kenningu sína um grundvöll hrunsins og pólitíska sjálfsmynd Íslendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.