Fréttablaðið - 31.01.2014, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 31.01.2014, Blaðsíða 51
LÍFEYRISSJÓÐIR FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2014 Kynningarblað Lífeyrisréttindi, viðbótarlífeyrissparnaður og sagan. Viðbótarlífeyrissparnaður hefur aðra eiginleika en lögbundinn skyldu-sparnaður sem gengur út á dýrmæt- an ævilangan lífeyri. Greiðslur í viðbótarlíf- eyrissparnað eru frjálsar og undir hverjum og einum komið hvort þessi valmöguleiki er nýttur,“ segir Auður Finnbogadóttir, fram- kvæmdastjóri Lífsverks, og áréttar að öllum sé heimilt að greiða viðbótarlífeyrissparn- að til Lífsverks. Lífsverk býður upp á þrjár ávöxtunarleiðir í viðbótarlífeyrissparnaði með mismunandi áhættustigi. Auður segir mikilvægt að huga að aldri, eignum og öðrum þáttum við val á séreignarleið. „Sérfræðingar okkar geta að- stoðað við val á ávöxtunarleið með tilliti til áhættuþols,“ segir hún. Þrjár séreignarleiðir Séreignarleið 1 er innlend skuldabréfa- leið. „Þessi leið hentar þeim sem vilja leggja áherslu á verðtryggð skuldabréf, að mestu leyti með ábyrgð ríkisins. Meðallíf- tími skuldabréfa í leiðinni er langur og er ávöxtun safnsins að miklu leyti háð sveifl- um á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa og þeim verðbreytingum sem þær sveif lur hafa á virði verðbréfanna,“ útskýrir Auður og bætir við að leiðin sé talin bera með sér meðaláhættu og henti almennt fólki á miðri starfsævi. Séreignarleið 2 er blönduð leið hluta- bréfa og skuldabréfa, auk þess sem hlutfall erlendra verðbréfa er um 17%. „Leiðin sam- anstendur af ríkisskuldabréfum, innlend- um og erlendum hlutabréfum, ásamt fyrir- tækja- og sveitarfélagaskuldabréfum,“ lýsir Auður, en vegna fjárfestinga í hlutabréfum ætti þessi leið að gefa betri ávöxtun en Sér- eignarleið 1 til lengri tíma. Ávöxtun safnsins er að miklu leyti háð sveiflum á markaðs- vöxtum ríkisskuldabréfa og verðbreyting- um á innlendum og erlendum hlutabréf- um. „Þessi leið hentar almennt frekar fólki við upphaf starfsævinnar, eða þeim sem vilja taka meiri áhættu, hafa gott þol gagn- vart sveiflum í ávöxtun og vilja ávaxta fjár- muni sína til lengri tíma.“ Séreignarleið 3 er innlánsleið. Leiðin er blanda af innlánum og stuttum ríkisskulda- bréfum. Þar sem áhættan er minnst í þessari leið ætti hún að gefa lægstu ávöxtunina til lengri tíma. „Ávöxtun safnsins er að miklu leyti háð innlánsvöxtum banka,“ segir Auður sem telur þessa leið henta almennt best þeim sem nálgast eftirlaunaaldur, og/ eða leggja mikla áherslu á að vernda höfuð- stól sinn. Auður segir góða ávöxtun hafa verið á öllum séreignarleiðum sjóðsins á árinu 2013. „Hæsta ávöxtun var á Séreignarleið 2 eða 14,3%, ávöxtun Séreignarleiðar 1 var 5,1%, og ávöxtun Séreignarleiðar 3 var 4,6%,“ upp- lýsir hún en allar ávöxtunarleiðirnar skiluðu umtalsvert betri ávöxtun en markaðsviðmið þeirra. „Meðalávöxtun síðastliðinna fimm ára er á bilinu 6,9%-14,9%.“ Frádráttarbært iðgjald hækkar á ný í fjögur prósent Þann 1. júlí næstkomandi taka gildi lög sem hækka aftur frádráttarbært iðgjald í viðbót- arlífeyrissparnað í 4%. Auður segir þetta þýða að ekki þurfi að greiða tekjuskatt af þessum hluta launa sem fer í viðbótarsparn- að. „Samtals eru þetta 6% þar sem launa- greiðandi greiðir 2%,“ segir hún. „Fjárhagslegur ávinningur þess að greiða í viðbótarlífeyrissparnað er mikill og er kost- ur sem allir ættu að nýta sér sem hafa tök á því. Ekki þarf að greiða tekjuskatt fyrr en við úttekt,“ segir Auður og tiltekur að leggi ein- staklingur fyrir að lágmarki 2% í viðbótar- lífeyrissparnað fái hann 2% mótframlag frá atvinnurekanda. „Einstaklingurinn fær því tvöfalda þá upphæð sem hann greiðir inn í sjóðinn. Þetta gerir það að verkum að erfitt er að finna sparnaðarform sem stenst sam- anburð við viðbótarlífeyrissparnað.“ Áhugaverður valkostur opinn öllum Lífsverk býður upp á þrjár ávöxtunarleiðir í viðbótarlífeyrissparnaði og er öllum frjálst að greiða í þær. Margir kostir eru við viðbótarlífeyrissparnað umfram hefðbundinn sparnað fyrir utan fjárhagslegan ávinning. Auður Finnbogadóttir framkvæmdastjóri Lífsverks. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Lífeyrissjóðs verkfræð- inga, www.lifsverk.is 7,5% SÉREIGN 1 SÉREIGN 3 5 ára meðaltal Nafnávöxtun 2013 Viðmið 2013 5,1% 2,8% 14,9% 14,3% 6,2% SÉREIGN 2 6,9% 4,6% 3,8% Innlán 8,9% Önnur innlend skuldabréf 27% Ríkistryggð skuldabréf 70,1% Innlán 56,5% Ríkistryggð skuldabréf 43,5% Ríkistryggð skuldabréf 34,3% Önnur innlend skuldabréf 17% Erlend hlutabréf 16,8% Innlend hlutabréf 22,9% Innlán 2,9% SÉREIGN 2SÉREIGN 1 SÉREIGN 3 EIGNASAMSETNING SÉREIGNARLEIÐA 2013 Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fimm ára ávöxtunartölurnar sýna meðalnafnávöxtun frá 31.12.2008 -31.12.2013 fyrir Séreign 1 og 2, en frá ágúst 2009-31.12.2013 fyrir Séreign 3. ÁVÖXTUN SÉREIGNARLEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.