Fréttablaðið - 31.01.2014, Blaðsíða 32
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 32
Niðurstaða atkvæða-
greiðslu félaga Alþýðusam-
bandsins um kjarasamn-
ingana er umhugsunarverð
áskorun. Vandaður undir-
búningur málsins og mark-
mið dugðu ekki til að skila
samningunum alla leið.
Næstu mánuði mun ríkja
mikil óvissa á vinnumark-
aði á Íslandi, því miður.
Þ essi staða sýnir
atvinnulífinu að leita verð-
ur nýrra leiða. Þjóðlíf og
efnahagslíf verður aldrei aftur
eins og það var og jafnvel þjóðar-
sáttarmódelið að kjarasamning-
um þarfnast nýrrar hugsunar. Þau
fimm ár sem liðin eru frá hruni
hafa einmitt knúið fram slíka nýja
hugsun í rekstri íslenskra fyrir-
tækja. Enginn hefur komist hjá
því að laga sig að nýjum aðstæð-
um og margir fundið á eigin skinni
að sókn er besta vörnin. Samtök
iðnaðarins vilja senda skýr skila-
boð til samfélagsins: Iðnaðurinn
er reiðubúinn til sóknar. Án verð-
mætasköpunar, aukinnar fram-
leiðni og útflutnings fjölbreytts
iðnaðar mun okkur aldrei takast
að ná fyrra lífskjarastigi – hvað
þá komast lengra en áður var.
Samtök iðnaðarins bera þess
merki að iðnaður á Íslandi hefur
aldrei verið fjölbreyttari. Nýjar
greinar eins og kvikmynda- og
tölvuleikjaiðnaður, þekkingar-
greinar eins og ráðgjafarverk-
fræði og heilbrigðistækni hafa
bæst við flóru hefðbund-
inna iðngreina. Samtök
iðnaðarins, sem stofn-
uð voru í kreppu fyrir 20
árum, hafa frá öndverðu
beitt sér fyrir nokkrum
grundvallaratriðum. Af
þessum atriðum má aldrei
gefa afslátt:
■ Stöðug rekstrarskilyrði
og sveiflujöfnun.
■ Peningamálastefna sem
virkar.
■ Opin samkeppni og heil-
brigður útboðsmarkaður.
■ Greiður markaðsaðgangur og
viðskipti við umheiminn.
■ Samkeppnishæfni landsins.
Samkeppnishæfni strax á dagskrá
Fram að 2008 hafði Ísland náð
verulegum heildarárangri á þess-
um sviðum en hrunið skildi eftir
rekstrarskilyrði vaxandi iðnaðar
í sárum. Eftir stendur þó að stoðir
atvinnulífs á Íslandi eru fjölbreytt-
ari en áður, m.a. vegna þeirrar
uppbyggingar sem betri skilyrði
íslenskra fyrirtækja á innri mark-
aði Evrópu leiddu til.
Sú uppbygging varð í frelsi.
Haftasamfélag er hins vegar ekki
frjálst heldur fyrirséð og stöðn-
un skammt undan. Ríkisstjórnin
hefur gefið margt gott til kynna í
stjórnarsáttmála og á fyrstu mán-
uðum sínum. Viljinn er fyrir hendi
og iðnaðurinn tekur heilshugar
undir markmið um afnám hafta,
auknar framkvæmdir, nýsköpun
og þróun, og allar aðgerðir sem
miða að auknum stöðugleika í
efnahagsumhverfinu.
Óvissan á vinnumarkaði sýnir
okkur að meira þarf til. Hag-
stjórnin getur ekki miðað mark-
mið sín við neitt annað en frelsi og
fótfestu fjölbreyttrar flóru fyrir-
tækja, til að fæðast og vaxa varan-
lega á Íslandi.
Samkeppnishæfni Íslands verð-
ur að komast aftur á dagskrá ekki
síðar en strax. Svarið til vinnu-
markaðarins er að virkja drifkraft
fjölbreytts iðnaðar. Ef slík stefna
sést í verki og drifið sést snúast
mun fólk trúa á efndir skynsam-
legra markmiða kjarasamninga.
Meðan ekki snýst er hætt við að
samfélagið trúi ekki yfirlýstum
markmiðum. Meira þarf en orð.
Stefnuföst hagstjórn og snjallar
útfærslur rekstrarskilyrða fyrir-
tækja sem skapa ný alþjóðleg tæki-
færi er svarið. Einungis þann-
ig stækkum við kökuna, aukum
þjóðarauðinn eins og þarf til að
atvinnulífið taki vaxtarkipp.
Iðnaðurinn er reiðubúinn.
Virkjum drifkraft iðnaðar
Við sem studdum núver-
andi meirihluta til valda
í Reykjavík fyrir fjórum
árum hefðum seint trúað
því að sá meirihluti myndi
nota krafta sína til að berj-
ast gegn friðlýsingu gam-
alla húsa í miðborginni. En
sú er því miður raunin.
Minjastofnun vill frið-
lýsa sjö hús við Ingólfstorg
til að varðveita götumynd
gamalla húsa á þremur
hliðum torgsins. Aðeins einn af
eigendum þessara húsa hefur gert
athugasemdir við þessa fyrirætlan
– hinir ekki.
Þá bregður svo við að meirihlut-
inn í borgarstjórn Reykjavíkur rís
upp til að mótmæla fyrirhugaðri
friðlýsingu.
Það er að því er ég best veit eins-
dæmi í sögu Reykjavíkur að borg-
in beiti sér með þessum hætti gegn
friðlýsingu gamalla húsa og mun
sú skömm lengi uppi.
En hver er húseigandinn sem
einn mótmælti friðlýsingunni og
fékk svo þennan öfluga en óvenju-
lega stuðning frá borginni?
Jú, það er maðurinn sem á Land-
símahúsið og fékk nýlega afgreitt
hjá borginni nýtt deiliskipu-
lag fyrir reitinn sinn sem leyfir
honum að hafa þar hótel sem ekki
var heimilt áður. Þeirri afgreiðslu
mótmæltu 18.000 Reykvíkingar
með undirskrift sinni, 200 helstu
tónlistarmenn og hljómsveitir
landsins og 3.000 manns mættu á
útifund gegn þeim áformum – en
allt kom fyrir ekki.
Undrandi og reið
En andstaða við fyrirhugað risa-
hótel hefur ekki bara
komið frá almenningi, því
Alþingi hefur ítrekað mót-
mælt harðlega. Borgin hefur ekki
heldur hlustað á þau sjónarmið
og því er allt útlit fyrir að þing-
ið neyðist sjálft til grípa til ráð-
stafana til að tryggja umhverfi og
öryggi Alþingis til frambúðar.
En hver eru þau góðu verk sem
gera þennan húseiganda að þeim
mikla vini Reykjavíkur að borg-
in sé tilbúin að slást við Alþingi,
Minjastofnun og almenning til
að hann fái að byggja sitt stóra
hótel í hjarta Reykjavíkur? Spyr
sá sem ekki veit. Ég veit bara að
þessi maður keypti fyrir nokkrum
árum gamalt hús við Ingólfstorg,
reif það, byggði þar hótel og seldi
síðan. Svo sá ég í blaði um dag-
inn að hann á að mæta fyrir rétt í
Reykjavík á næstunni til að svara
fyrir ákæru um skattsvik.
Er ekki tilvalið að borgin mót-
mæli því? Það væri sennilega líka
einsdæmi.
En að öllu gamni slepptu þá
eru fjölmörg okkar, sem studdum
núverandi meirihluta, bæði undr-
andi og reið vegna dæmalausrar
framgöngu borgarinnar í þessu
máli sem nú er kórónuð með mót-
mælum meirihlutans gegn friðlýs-
ingu gamalla húsa í miðborginni.
Borgarstjórn berst
gegn friðlýsingu
gamalla húsa!
Í lögum um grunnskóla
segir að námið eigi að efla
borgaravitund, sjálfsvitund
og siðgæðisvitund nem-
enda. Ég hef ekki rekist á
neina umræðu um að þessi
lagabókstafur sé óraun-
hæfur. Á tyllidögum halda
skólastjórar og skólameist-
arar ræður þar sem þeir
minna á kjarna menntun-
ar sem felst í þroska nem-
enda og þátttöku þeirra í
samfélaginu. Áheyrend-
ur kinka iðulega kolli. Undanfarið
hef ég í fyrirlestrum spurt kenn-
ara hvort við eigum ekki að stefna
á að útskrifa nemendur í 10. bekk
sem þekkja kosti samvinnu, bera
traust til eigin skynsemi, eru víð-
sýnir, skýrir í hugsun og reiðubúnir
að breyta eigin skoðunum? „Jú, svo
sannarlega!“ er svarið. En nú ber
svo við að eftir nokkurra ára starf
þar sem reynt hefur verið að skrifa
aðalnámskrá grunnskóla sem
er ætlað að framfylgja lagabók-
stafnum og vera svar við mennta-
hugsjónum sem njóta almennrar
viðurkenningar þá spretta fram
úrtöluraddir.
Ný aðalnámskrá felur hvorki í
sér að felldur verði dómur um það
hvort nemandi sé hæfur til að vera
borgari í lýðræðissamfélagi eða að
felldir séu siðadómar um mann-
kosti viðkomandi. Slík gagnrýni
bendir til að skilningur á
lykilhugtökum sé takmark-
aður. Það hefur engum
dottið í hug að draga línu
í sandinn um hvaða nem-
endur teljast óhæfir til að
vera þátttakendur í samfé-
laginu. Og siðadómar eru
ekki það sama og mat á því
hvort ungt fólk hafi sýnt
fram á með úrlausn marg-
víslegra verkefna að það
geri sér grein fyrir afleið-
ingum gerða sinna.
Þekkingaratriði og leikni
Markmiðið með því að setja inn
hæfniviðmið í námskrá, sem svo
matsviðmið byggja á, er að reyna
að svara spurningunni hvers vegna
viðkomandi greinar eru kenndar.
Á bak við hvert hæfniviðmið felast
þekkingaratriði og leikni sem nem-
endur verða að tileinka sér. Það er
mikill misskilningur að hæfni feli
hvorki í sér ákveðið námsefni né
tiltekið námsmat. Mat á hæfni ein-
staklings er ekki bara „huglægt
mat“ sem á sér engan grundvöll.
Hugsum okkur til dæmis nemanda
sem flytur erindi um virkjanamál
í 10. bekk. Í erindinu kemur fram
skýr skilningur á því hvernig mis-
munandi hagsmunir og gildi takast
á í málflutningi virkjanasinna og
náttúruverndarfólks. Sami nem-
andi skilar svo ritgerð um málefni
Reykjavíkurflugvallar sem fjallar
um réttindi og skyldur höfuðborg-
arbúa. Hann tekur að lokum próf
sem sýnir fram á ágætan skilning
á hlutverkum helstu stofnana sam-
félagsins. Hvers vegna er það svo
erfitt að gefa honum þá umsögn að
hann hafi sýnt fram á hæfni sem
nýtist honum sem þátttakanda í
lýðræðislegu samfélagi? Liggur
það ekki fyrir miðað við framlag
hans?
Umræðan undanfarna daga
sýnir kannski betur en nokkuð
annað þörfina á að við ráðumst í
þessar breytingar. Þær gagnrýn-
israddir sem hafa verið háværast-
ar undanfarið sýna svo ekki verð-
ur um villst hvert vandamálið er.
Markmiðið hlýtur að vera að ungt
fólk sem lýkur skólagöngu hafi
hæfni til að kynna sér mál til hlít-
ar og myndi sér skoðun á réttum
forsendum. Engin gögn benda til
þess að þær leiðir sem hingað til
hefur verið farið eftir skili miklum
árangri til að þetta markmið náist.
Siðadómar um nemendur?
Það má merkilegt heita að
bæði á frönsku og ítölsku
ríkir nokkuð svipaður
hugsunarháttur um þetta
og hjá okkur Íslendingum,
enda tengist hann beint eða
óbeint hestamennsku eða
nánar til tekið reiðtygjum.
Frakkar segja „un coup
d‘étrier“, þ.e. „ístaðs staup“.
„Étrier“ merkir ístað. Á
sama hátt segja Ítalir „un
bicchiere della stalla“.
Ístað á ítölsku er nefni-
lega „stalla“. Það orð hefur reynd-
ar fleiri merkingar því það er líka
notað um hesthús eða gripahús og
þar af leiðandi áreiðanlega af sama
stofni og enska orðið „stable“.
Mér vitanlega er ekki til neitt orð
um þetta hvorki á þýsku, Norður-
landamálum né spænsku. Satt best
að segja finnst mér þær
þjóðir sem eiga ekkert sam-
bærilegt orðatiltæki við
okkar hestaskál vera nokk-
uð aftarlega á merinni!
Af tómri rælni hringdi ég
í Baltasar Samper, listmál-
ara og hestamann, og spurði
hann hvort hann kannað-
ist við svipað orðatiltæki
á spænsku og kvað hann
það sér vitandi ekki vera
til. Var þetta gert í þeim til-
gangi að fullkanna málið.
Þetta kom mér nokkuð spánskt fyrir
sjónir eða réttara sagt eyru.
Nú er komin röðin að Engilsöxum
og öðrum enskumælandi þjóðum en
þær segja eins og flestir vita: „one
for the road“. Í beinu framhaldi
af þessu langar mig til, lesendur
góðir, að segja ykkur nokkuð um
tvo enska og gamla drykkjufélaga
sem sátu að sínu daglega sumbli,
þegar annar þeirra kvað upp úr eins
manns hljóði: „Ég hef drukkið þinn-
ar full svo lengi að það hefur alveg
farið með heilsuna mína“ og hljóðar
svona á þeirra eigin máli: „I have
drunk so much to your health that
I have ruined mine“ og hittir langt-
um betur í mark en þær klaufalegu
skýringar mínar hér að ofan.
Mér finnst viðeigandi að slá botn-
inn í þennan stutta pistil minn með
eftirfarandi orðum: „Hestaskál!“
Kæri Benni okkar fyrir „Hross í
oss“.
Hestaskál á nokkrum erlendum tungumálum
SKIPULAG
Björn B.
Björnsson
kjósandi í Reykjavík
➜ Þá bregður svo
við að meirihlutinn í
borgarstjórn Reykja-
víkur rís upp til að
mótmæla fyrirhug-
aðri friðlýsingu.
IÐNAÐUR
Svana Helen
Björnsdóttir
formaður Samtaka
iðnaðarins
➜ Nýjar greinar eins og
kvikmynda- og tölvuleikja-
iðnaður, þekkingargreinar
eins og ráðgjafarverkfræði
og heilbrigðistækni hafa
bæst við fl óru hefðbundinna
iðngreina.
MENNTUN
Henry Alexander
Henrysson
Heimspekistofnun
HÍ
TUNGUMÁL
Halldór
Þorsteinsson
fv. skólastjóri
Málaskóla Halldórs
➜ Mér vitanlega er ekki til
neitt orð um þetta hvorki á
þýsku, Norðurlandamálum
né spænsku.
➜ Það er mikill misskilning-
ur að hæfni feli hvorki í sér
ákveðið námsefni né tiltekið
námsmat. Mat á hæfni ein-
staklings er ekki bara „hug-
lægt mat“ sem á sér engan
grundvöll.
Rannsóknir Breka Karls-
sonar, forstöðumanns
Stofnunar um fjármála-
læsi, hafa sýnt að lands-
menn eru illa að sér um
fjármál, bæði ungir og
aldnir. Allt of margir fá
falleinkunn í könnunum
Breka. Vitnisburður um
fjármálaólæsi blasir við í
fréttum flesta daga og er
margsinnis ástæða fyrir
ófarnaði einstaklinga. Og
hvað er þá til ráða?
Í námsefni fyrir
grunnskóla er allvíða
vikið að fjármálum, einkum í
stærðfræði, lífsleikni og heim-
ilisfræði; í reikningnum eru
m.a. til sérstök þemahefti um
efnið. Vandinn er hins vegar sá
að það virðist vera tilviljun háð
og kunnáttu kennara hvort og
þá hvernig þetta efni er kennt.
Á því verður að ráða bót. Fjár-
málalæsi kemur við sögu í nýrri
námsskrá fyrir grunnskóla og
nú er að því unnið að skilgreind
verði sú hæfni sem unglingar
eiga að búa yfir þegar þeir ljúka
grunnskóla og hún verði þá hluti
af einkunn þeirra. Ekki þarf
að óttast námsefnisþurrð því
að margar og góðar hugmyndir
liggja fyrir hjá einstaklingum og
forlögum til viðbótar við það efni
sem þegar er til.
Íhaldssemi skóla
Í framhaldsskóla eru fjármál
m.a. á dagskrá í lífsleikni og í
viðskiptagreinum, þar sem þær
eru kenndar. Brýnt er að skil-
greina hæfniviðmið fyrir fram-
haldsskólann í þessum efnum
því að hartnær allir unglingar
eru a.m.k. tvö ár í framhalds-
skóla. Þeir eru neytendur fram-
tíðarinnar og verða að kunna
fótum sínum fjárhagsleg forráð;
ekki veitir heldur af að styrkja
vitund þeirra sem neytenda, því
að landsmenn eru að jafnaði afar
ógagnrýnir miðað við það sem
tíðkast í nágrannalöndum og
vestur í Ameríku, en hér kyngja
flestir neytendur möglunarlaust
því sem að þeim er borið. Sið-
fræði er nauðsynleg námsgrein í
þessu samhengi.
Skólakerfið hefur vanrækt
fjármálafræðslu og hún er
ómarkviss og líklega endurtekn-
ingasöm milli grunn- og fram-
haldsskóla. Átaksverkefni sem
nú er unnið að mætir nokkru
tómlæti. Nú veit ég vissulega að
þrýst er á skólana til að koma
þar að ýmiss konar efni og
finnst mörgum sem ekki sé á þá
bætandi. En þá er líka á hitt að
líta að skólar eru íhaldssamir.
Kannski mótast þeir meira af
fortíð kennara en framtíð nem-
enda.
Lausleg athugun á námsskrám
grunn- og framhaldsskóla á
heimasíðum þeirra sýnir ljós-
lega að fjármálalæsi er höfund-
um þeirra ekki ofarlega í huga.
Á þessu verður að ráða bót, það
er hagur allra. Endurmenntun
kennara er lykilatriði í þessum
efnum og skólakerfið verður að
vakna til vitundar um ábyrgð
sína. Ráðuneyti menntamála
þarf að geirnegla fræðslu um
fjármál í námsskrár grunn- og
framhaldsskóla.
Fjármálalæsi
MENNTUN
Sölvi Sveinsson
skólastjóri Landa-
kotsskóla
➜ Fjármálalæsi
kemur við sögu í nýrri
námsskrá fyrir grunn-
skóla og nú er að því
unnið að skilgreind
verði sú hæfni sem
unglingar eiga að
búa yfi r þegar þeir
ljúka grunnskóla og
hún verði þá hluti af
einkunn þeirra.