Fréttablaðið - 21.02.2014, Side 2
21. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
NÝSKÖPUN Nýsköpunarfyrirtækið
Kerecis, sem er með höfuðstöðvar
á Ísafirði, hefur tryggt 230 millj-
óna króna hlutafjáraukningu til að
halda áfram þróun á lækningavör-
um sínum. Allir núverandi fjárfest-
ar fyrirtækisins auka sinn hlut, auk
tveggja nýrra fjárfesta sem koma að
fyrirtækinu.
„Það gekk vel
að ganga frá fjár-
mögnuninni –
það er talsverður
áhugi hjá fjár-
festum að koma
að félaginu og
komust færri að
en vildu,“ segir
Guðmundur F.
Sigurjónsson, stjórnarformaður
Kerecis. „Ég er sérstaklega ánægð-
ur með þennan árangur í ljósi þess
hversu ungt félagið er.“
Guðmundur segir að fjármunirnir
sem nú eru í hendi verði nýttir til
að halda áfram þróun á stoðefnum
sem ætluð er til notkunar við kvið-
sliti, endursköpunar á brjóstum
eftir brottnám vegna krabbameins,
og heilabasts, en það er efnið á milli
höfuðkúpu og heilans sem getur
rofnað vegna slysa og krabbameins.
Eins verður nýtt hlutafé notað til að
halda áfram markaðssetningu á
MariGen Omega3-vörunni, sem er
stoðefni til meðhöndlunar á þrálát-
um sárum sem eru alvarlegt heil-
brigðisvandamál um allan heim.
Kerecis tryggði sér markaðsleyfi
í Bandaríkjunum fyrir MariGen
Omega3-sáravörur sínar síðasta
haust. Það var að sögn Guðmundar
mikilvægt skref fyrir fyrir tækið,
en Bandaríkin eru stærsti markað-
ur heims fyrir vörur fyrirtækisins
og veltir 900 milljónum dala á ári –
og er í örum vexti.
Fyrirtækið fékk einnig mark-
aðsleyfi í Evrópu í fyrra og er sala
þegar hafin á Íslandi og Bretlandi í
kjölfar þess, ásamt nokkrum lönd-
um í Mið-Austurlöndum. Sala á
öðrum mörkuðum er í burðarliðn-
um auk þess sem Kerecis vinnur að
öflun markaðsleyfa annars staðar
í heiminum, til dæmis í Kína og á
Indlandi. svavar@frettabladid.is
Færri fengu en vildu
kaupa hlut í Kerecis
Kerecis á Ísafirði hefur lokið 230 milljóna króna hlutafjáraukningu fyrirtækisins.
Tveir nýir fjárfestar koma að fyrirtækinu en núverandi fjárfestar bættu allir við
sinn hlut. Fénu verður varið til þróunar nýrrar tækni og markaðsstarfs.
GUÐMUNDUR F.
SIGURJÓNSSON
FRAMLEIÐSLA Áætlað er að vörur til að
meðhöndla kviðslit og til endursköpunar
á brjóstum eftir brottnám fari á markað
á næstu tveimur árum. MYND/KERECIS
Fjárfestarnir sem koma nýir að Kerecis eru í fjárfestahópnum Capital ehf., sem
er í eigu Sigurbjörns Þorkelssonar, fyrrverandi bankamanns og eins af eigendum
Haga, og 1924 ehf., sem er meðal annars í eigu Haraldar Jónssonar, fyrrverandi
forstjóra Innness og stjórnarformanns Haugen Gruppen.
Fyrir í fjárfestahóp Kerecis voru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Omega3
ehf., sem er fjárfestingarsjóður tengdur Novator í Lundúnum, og vestfirsku
sjávarútvegsfyrirtækin Klofningur og Hraðfrystihúsið–Gunnvör hf.
➜ Tveir nýir bætast í fjárfestahóp Kerecis
■ MariGen Omega3 er þorskroð
sem fellur til hjá sjávarútvegs-
fyrirtækjum á Vestfjörðum
og með höndlað hefur verið
þannig að allar frumur og
ofnæmisvaldandi efni hafa
verið fjarlægð úr roðinu.
■ Fyrir á markaðnum eru
stoðefni sem unnin eru úr
húð, þvagblöðrum, þörmum
og gollurhúsum svína, manna
og nautgripa. Stoðefni úr fiski
gefur því ákveðið forskot þar
sem ekkert er um trúarlegar
hindranir, eins og þegar um
vörur úr svínavef er að ræða.
Þá smitast ekki sjúkdómar úr
fiskum í menn, ólíkt vefjum
manna og dýra.
MEÐHÖNDLUN
Á ÞRÁLÁTUM SÁRUM
SUÐUR-KÓREA, AP Tugir aldraðra íbúa Norður- og Suður-Kóreu hitt-
ust í gær á ferðamannastað við rætur Kumgang-fjalls á landamærum
ríkjanna.
Þetta urðu tilfinningaþrungnir fundir því íbúar ríkjanna hafa verið
aðskildir í sex áratugi og engir fengið að hittast í meira en þrjú ár.
Þeir munu þó dvelja þarna í nokkra daga og fá tækifæri til að rifja upp
minningar og segja frá því sem á daga þeirra hefur drifið.
Minnstu munaði að Norður-Kóreustjórn hætti við að leyfa fólkinu að
hittast.
Að þessu sinni mættu um 80 manns frá Suður-Kóreu og reiknað var
með um 180 manns frá Norður-Kóreu. Enginn þeirra hefur áður fengið
að taka þátt í endurfundum af þessu tagi. - gb
Tilfinningaþrungin stund á mörkum Suður- og N-Kóreu:
Hittust eftir áratuga aðskilnað
ALDRAÐAR SYSTUR HITTUST Tár féllu þegar þær Lee Jong-Sil frá Norður-Kóreu og
Lee Yong-Sil frá Suður-Kóreu hittust eftir áratuga aðskilnað. NORDICPHOTOS/AFP
Bjarni, er leigufélagið klettur í
lífi leigjenda?
Já, það er okkar bjargfasta trú.
Leigufélagið Klettur keypti 517 íbúðir af
Íbúðalánasjóði, sem munu fara í lang-
tímaleigu, og geta leigjendur gert ráð fyrir
að hafa húsnæðið til afnota í lengri tíma en
áður hefur þekkst.
VIÐSKIPTI Höfnun atvinnuvega-
ráðuneytisins á beiðni Haga um
gjaldlausan innflutning á ákveðn-
um ostum og lífrænum kjúklingi er
ólögmæt, að mati Félags atvinnu-
rekenda. Félagið hyggst fara fram
á að ákvörðun ráðuneytisins verði
dregin til baka. Þetta kemur fram í
tilkynningu félagsins frá því í gær.
Þar segir að samkvæmt búvöru-
lögum sé ráðgjafarnefnd um inn-
og útflutning landbúnaðarvara
skylt að senda tillögur sínar til
ákveðinna aðila sem geta veitt
sérfræðiráðgjöf. Þessir aðilar
eru Bændasamtök Íslands, Sam-
tök verslunar og þjónustu, Neyt-
endasamtökin og Félag atvinnu-
rekenda. Þeir hafi þá tíma til að
bregðast við og koma til skila upp-
lýsingum áður en tillögurnar eru
sendar til ráðherra.
Félagið segir umsókn Haga ekki
hafa borist til sín áður en henni
var hafnað. Því eigi að draga þá
ákvörðun ráðuneytisins til baka
og senda málið lögbundnu álits-
gjöfunum til umsagnar. - bá
Félag atvinnurekenda vill draga ákvörðun atvinnuvegaráðuneytisins til baka:
Höfnun á beiðni Haga ólögmæt
ATVINNUREKENDUR ÓSÁTTIR Í til-
kynningu segir Almar Guðmundsson
meðferð málsins á skjön við ákvæði
laganna. NORDICPHOTOS/AFP
DÝRAHALD Eftirlitsmaður á sviði
dýrahalds, sem var ráðinn til
starfa hjá Matvælastofnun, hefur
ekki gerst sekur um vanrækslu
eða illa meðferð hrossa.
Þetta er niðurstaða álitsgerð-
ar þriggja óháðra sérfræðinga.
Stofnunin hefur því ákveðið að
starfsmaðurinn komi aftur til
starfa, að því er kemur fram í til-
kynningu.
Í lok janúar ákvað Matvæla-
stofnun í samráði við nýráðinn
dýraeftirlitsmann að eftirlitsmað-
urinn viki tímabundið úr starfi á
meðan fram færi skoðun á þeim
ásökunum að hann hafi ekki gætt
að eðlilegum starfsháttum við
eftirlit með stóðhestahólfum sem
hann hafði umsjón með. - fb
Hafði eftirlit með hrossum:
Ekki sekur um
illa meðferð
KJARAMÁL Sjö verkalýðsfélög
skrifuðu í gærkvöldi undir sátta-
tillögu ríkissáttasemjara í kjara-
deilu Starfsgreinasambandsins
og Samtaka atvinnulífsins. Til-
lagan fer fyrir atkvæðagreiðslu
og mun endanleg niðurstaða
liggja fyrir hinn 7. mars.
Félögin sem skrifuðu undir
eru Verkalýðsfélag Grindavík-
ur, Verkalýðsfélag Snæfellinga,
Aldan, Stéttarfélag Vesturlands,
Stéttarfélagið Samstaða, Báran
stéttarfélag og Eining-Iðja. Drífa
stéttarfélag skrifaði ekki undir
tillöguna.
Flóabandalagið fundar með
ríkissáttasemjara í dag og mun
þá greina frá því hvort það sam-
þykkir tillöguna eða ekki. - fb
Tillaga Ríkissáttasemjara:
Sjö stéttarfélög
skrifuðu undir
SPURNING DAGSINS
VIÐSKIPTI Tekjur Actavis á síðasta
ári jukust um 47 prósent frá 2012,
í 8,7 milljarða dala, eða sem svar-
ar tæpum 989 milljörðum króna.
Félagið birti uppgjör í Kauphöll-
inni í New York í gær. Hagnaður á
hlut, án tillits til óreglulegra liða,
er sagður hafa aukist um 58 pró-
sent milli ára.
Í tilkynningu er afkoma félags-
ins sögð sú besta í sögu þess.
„Hápunktur síðasta árs voru kaup
félagsins á írska lyfjafyrirtækinu
Warner Chilcott,“ segir þar. - óká
Kynntu uppgjör í New York:
Besta afkoma
Actavis til þessa
STJÓRNSÝSLA Innheimtustofnun
sveitarfélaga sniðgengur með-
lagsgreiðendur þegar hún kref-
ur launagreiðendur þeirra um
að halda eftir launum þeirra til
greiðslu meðlagsskulda, án þess
að láta greiðendurna sjálfa vita.
Þetta kemur fram í áliti
Umboðsmanns Alþingis sem tók
málið upp vegna fjölda ábendinga
meðlagsgreiðenda.
Innheimtustofnun hefur heim-
ild til þess í lögum að beina kröfu
til launagreiðanda „barnsföður“
um að halda eftir hluta af kaupi
hans til greiðslu meðlagsskulda.
Þetta gerir stofnunin hins
vegar að meðlagsgreiðanda for-
spurðum og tilkynnir honum ekki
sérstaklega um samskipti sín við
launagreiðanda eða að hún hygg-
ist yfirhöfuð innheimta með þess-
um hætti. Þetta telur Umboðs-
maður til marks um óvandaða
stjórnsýslu. Í álitinu segir að það
geti haft „verulega þýðingu fyrir
hagsmuni launþega hvort þessu
úrræði væri beitt í máli hans
enda kynni það að leiða til þess
að útgreidd mánaðarlaun hans og
þar með framfærslueyrir skert-
ist“.
Auk þessa segir Umboðsmað-
ur skorta á upplýsingagjöf stofn-
unarinnar almennt við meðlags-
greiðendur, svo sem ef greiðsla
launagreiðanda fyrir hönd með-
lagsgreiðanda hafi ekki borist.
Í álitinu kemur til dæmis fram
að í einu tilfelli hafi meðlags-
greiðandi ekki fengið neinar upp-
lýsingar um greiðslustöðu sína
síðan árið 2003.
- js
Umboðsmaður segir Innheimtustofnun viðhafa óvandaða stjórnsýsluhætti:
Mega ekki hunsa greiðendurna
INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉ-
LAGA Umboðsmaður segir Innheimtu-
stofnun þurfa að bæta upplýsingagjöf
sína.