Fréttablaðið - 21.02.2014, Page 8
21. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Dagskrá
Kl. 10:30 Setning málstofu
Kl. 10:35 Rotary International
Birna G Bjarnadóttir
Kl. 11:00 Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja
Ketill Berg Magnússon
Kl. 11:25 Að reka fyrirtæki á landsbyggðinni
Höskuldur Steinarsson Fjarðalax
Kl. 11:40 Umræður og fyrirspurnir
Kl. 12:00 Málstofuslit
í Hjálmakletti (hús Menntaskóla Borgarfjarðar),
Borgarnesi laugardaginn 22. febrúar 2014.
Í tengslum við sýninguna verður málstofa með yfirskriftinni:
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja.
Opin atvinnusýning Kl. 12:30-17:00
Um 50 fyrirtæki og þjónustuaðilar í heimabyggð kynna starfsemi sína
Samstarfsaðilar:
Fiskikóngurinn
www.fiskikongurinn.is
NÝ VERSLUN
HÖFÐABAKKI 1
VERIÐ
VELKOMIN
Sogavegi 3
Höfðabakka 1
TILBOÐIÐ GILDIR ALLA VIKUNA
FÉLAGSMÁL „Við þurfum að skoða
vandlega veru okkar innan Kenn-
arasambandsins,“ segir Guðríður
Arnardóttir, nýkjörinn formaður
Félags framhaldsskólakennara.
Hún segist ekki hafa lúrt á
þeirri skoðun sinni að framhalds-
skólakennarar eigi helst samleið
með félögum sínum í Bandalagi
háskólamanna.
„Framhaldsskólakennarar eru
sérfræðingar sem miðla þekkingu
sinni áfram,“ segir Guðríður.
Nýlega var gerð viðhorfskönnun
meðal framhaldsskólakennara en
ekki er búið að birta niðurstöður
hennar opinberlega.
Guðríður segir að það, sem hafi
komið sér mest á óvart þegar hún
skoðaði niðurstöður könnunar-
innar, sé hversu lítil þekking er
á starfsemi Kennarasambands-
ins. Þá komi fram í könnuninni að
þeir sem svara séu ekki ánægðir
með þjónustu Kennarasambands-
ins. Guðríður segir að það verði að
fara vel yfir þessar niðurstöður og
taka mið af þeim.
Annað sem kom fram í könnun-
inni var að hluti framhaldsskóla-
kennara vill ganga í BHM. Aðrir
vildu ekki segja skilið við Kenn-
arasambandið heldur lýstu þeirri
skoðun sinni að sambandið ætti að
hætta að starfa sem stéttarfélag en
verða þess í stað regnhlífarsamtök
fyrir öll stéttarfélög kennara.
Ekki var mikil þátttaka í við-
horfskönnuninni, eða innan við
50 prósent.
Guðríður segir að það breyti því
ekki að taka verði mið af niður-
stöðum könnunarinnar.
„Þeir taka þátt sem láta sig
málið varða,“ segir hún.
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir,
formaður stöðunefndar Félags
framhaldsskólakennara, segir að
margar skoðanir séu uppi.
„Eftir 14 ára veru í Kennara-
sambandinu er ekkert óeðlilegt
við að menn líti um öxl og vegi
og meti stöðu sína,“ segir Hanna
Björg.
Hún segist ætla að kynna niður-
stöður könnunarinnar á aðalfundi
Félags framhaldsskólakennara í
mars. johanna@frettabladid.is
Hluti kennara
vill ganga til
liðs við BHM
Samkvæmt könnun sem gerð var meðal framhalds-
skólakennara vill hópur þeirra ganga í BHM. Aðrir
vilja breyta Kennarasambandinu. Nýkjörinn formað-
ur segir kennara hafi lýst óánægju með þjónustu KÍ.
Innan Félags framhaldsskólakennara (FF) hefur verið umræða um hvort það
hafi verið rétt ákvörðun að ganga úr Bandalagi háskólamanna árið 1999
og stofna Kennarasamband Íslands (KÍ) ásamt sjö öðrum stéttarfélögum
kennara. Stöðumatsnefnd kennara hefur reynt að leggja mat á hvernig fram-
haldsskólakennurum hefur vegnað í KÍ á þeim 14 árum sem liðin eru frá því
að samtökin voru stofnuð. Spurningar sem reynt hefur verið að svara eru:
■ Er eitthvert samhengi milli þeirra heildarsamtaka sem félagsmenn hafa
verið aðilar að í gegnum tíðina og kjaraþróunar þeirra?
■ Koma lög og skipulag KÍ í veg fyrir að FF ráði sjálft eigin málum, kjara-
samningum, skólamálum, innra starfi og félagsmálum?
■ Hvaða spurningar myndu vakna ef FF myndi ákveða að segja skilið við KÍ.
Úr áfangaskýrslu stöðunefndar árið 2013.
Var rétt að stofna Kennarsambandið?
RÆÐA STÖÐU SÍNA Framhaldsskólakennarar skoða þessa dagana innan hvaða
heildarsamtaka þeim sé best borgið. Þessi mynd var tekin þegar kennarar mættu á
þingpalla á dögunum til að hlýða á umræðu um kjör sín. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MENNTUN Skóla- og frístunda-
ráð Reykjavíkurborgar hefur
samþykkt tillögur starfshóps
um notkun tölvutækni í námi og
kennslu mikið fatlaðra grunn-
skólanemenda.
Tillögurnar fela í sér að gerð
verði áætlun til nokkurra ára
um spjaldtölvuvæðingu nem-
enda og kennara í Klettaskóla og
sérdeilda við grunnskóla. Stefnt
verður að því að allir mikið fatl-
aðir nemendur hafi til afnota,
innan þriggja ára, spjaldtölvu
sem fylgi hverjum og einum. - fb
Tillögur samþykktar:
Fatlaðir fá
spjaldtölvur
DÓMSMÁL Tveir karlmenn voru
dæmdir í skilorðsbundið fang-
elsi í Hæstarétti í gær. Bíl-
stjóri vörubifreiðar sem lenti í
árekstri 27. desember 2010 var
dæmdur í fjögurra mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir mann-
dráp af gáleysi og umferðar-
lagabrot.
Eigandi og stjórnandi fyrir-
tækisins sem átti vagninn var
dæmdur fyrir hlutdeild í brotum
vörubílstjórans og fékk tveggja
mánaða skilorðsbundinn dóm.
-hrs
Tveir sekir í Hæstarétti:
Dæmdir fyrr
manndráp