Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 10
21. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Aðalfundur í Vátryggingafélagi Íslands hf verður haldinn 13. mars 2014 ÚKRAÍNA Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að stjórnvöld höfðu, seint á miðvikudagskvöld, samið við stjórnarandstæðinga um vopnahlé í Úkraínu brutust hörð átök út á ný í höfuðborg- inni Kænugarði. Átökin í gær urðu grimmilegri en nokkru sinni fyrr og virðast hafa kostað meira en hundr- að manns lífið. Tölur um mannfall voru þó óljós- ar í gær. Vestrænar fréttastofur gátu staðfest að tugir manna væru látnir, þar sem fréttamenn þeirra höfðu sjálfir talið lík í líkhúsum borgarinnar. Bandaríska fréttastöðin CNN fullyrti svo síðdeg- is að hundrað manns hið minnsta væru fallnir í valinn og 500 særðir. Leyniskyttur eru sagðar hafa skotið á mót- mælendur og úkraínsk stjórnvöld hafa staðfest að sérsveitarmenn hafi notað skotvopn. Þá eru mótmælendur sagðir hafa tekið 67 lögreglumenn í gíslingu í gær. Daginn áður höfðu nærri 30 manns látist í átökunum í Kænugarði. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa hótað refsiaðgerðum gegn úkraínskum stjórn- völdum, sem sögð eru bera alla ábyrgð á ofbeld- inu undanfarið. Evrópusambandið sendi utanríkisráðherra Frakklands, Þýskalands og Póllands til Úkraínu í gær, þar sem þeir ræddu fyrst við Viktor Janúk- ovítsj forseta og síðan helstu leiðtoga stjórnar- andstæðinga, meðal annars um hugsanlega málamiðlun í deilunni. Að því búnu var reiknað með að þeir sneru aftur til Belgíu þar sem utanríkisráðherrar hinna Evrópusambandsríkjanna biðu eftir þeim á neyðarfundi um Úkraínu, þar sem taka átti ákvörðun um refsiaðgerðir. Emma Bonino, utanríkisráðherra Ítalíu, stað- festi við BBC að ferðabann yrði samþykkt á úkraínska embættismenn og eignir þeirra fryst- ar í bönkum Evrópusambandsríkjanna. Rússnesk stjórnvöld sendu svo fulltrúa sinn til Kænugarðs í gær að ósk Janúkóvitsj forseta. Þar átti hann að hjálpa til við að miðla málum í deilu stjórnvalda við mótmælendur. Fátt bendir þó til þess að nokkur málamiðlun verði möguleg eftir atburði síðustu daga. gudsteinn@frettabladid.is Á annað hundrað manns látnir Tugir manna létu lífið í átökum mótmælenda og lögreglu í gær. Margir hinna látnu eru sagðir hafa fallið fyrir leyniskyttum. Janúkovítsj forseti kennir mótmælendum um ofbeldið og segir þá hafa beitt skotvopnum gegn lögreglunni. ESB ætlar að beita refsiaðgerðum. MARGIR LÁGU Í VALNUM Mótmælendur í Kænugarði votta látnum félögum sínum virðingu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 28. JANÚAR Úkraínustjórn lætur að nokkru undan kröfum mótmælenda: Forsætisráðherr- ann segir af sér og þingið afturkallar umdeild lög um strangara bann við mótmælum. 31. JANÚAR Stjórnarandstæðingurinn Dmitró Búlatov, sem hafði verið týndur í meira en viku, skýtur upp kollinum illa farinn og segist hafa sætt hrottalegum pyntingum. Hann segist sannfærður um að stuðningsmenn Rússa hafi rænt honum. 16. JANÚAR Stjórnarandstæðingar láta ráð- húsið í Kænugarði af hendi, en í staðinn veita stjórnvöld 234 mótmælendum sakaruppgjöf. 18. FEBRÚAR Hörð átök kosta að minnsta kosti 26 manns lífið, þar af 10 lögreglumenn. Hundruð manna særast. Átökin hefjast eftir að þingið frestar því að breyta stjórnarskránni aftur til fyrra horfs og þar með draga úr völdum forsetans. 20. FEBRÚAR Stjórn og stjórnarandstæðingar semja um vopnahlé, en stuttu síðar brjótast út hörð átök milli mótmælenda og lögreglu. Ofbeldið nær nýjum hæðum og fyrir kvöldið hafa þau kostað á annað hundrað manns lífið. 21. NÓVEMBER Viktor Janúkovítsj forseti hættir við að undirrita samstarfssamning við Evrópusambandið. Þess í stað hyggst hann styrkja tengslin við Rússland. Mótmæli hefjast í Kænugarði. 30. NÓVEMBER Lögregla ræðst af hörku gegn mótmælendum í Kænugarði. 35 eru handteknir. Myndir af lögreglunni beita mótmælendur ofbeldi berast hratt á milli manna og styrkja stuðning við mótmælendur. 1. DESEMBER Um 300 þúsund mæta til mótmæla í Kænugarði. Þetta eru fjölmenn- ustu mótmæli í Úkraínu frá Appelsínugulu byltingunni árið 2004. Hópur mótmælenda leggur undir sig ráðhúsið í Kænugarði. 17. DESEMBER Vladímír Pútín Rússlandsfor- seti lýsir því yfir að Rússar muni kaupa úkraínsk ríkisskuldabréf fyrir jafnvirði 17.000 milljarða króna. Einnig verði mikil verðlækkun á gasi, sem Úkraínumenn kaupa af Rússum. 22. JANÚAR Þrír mótmælendur láta lífið í átökum í Kænugarði. Tveir falla fyrir byssuskotum en sá þriðji fellur úr nokkurri hæð niður á jafnsléttu. Þetta eru fyrstu dauðsföllin í átökum vetrarins. ATBURÐARÁS VETRARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.